Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202224
Þorrablót Skagamanna var haldið
síðastliðinn laugardag og eins og í
fyrra var það Sjötíu og níu menn-
ingarfélag, árgangur 1979, sem sá
um blótið. Vegna faraldursins var
blótinu streymt í beinni útsendingu
frá Bárunni Brugghúsi og sá ÍATV
um myndatöku og útsendingu
þorrablótsins til Skagamanna hér
og þar út um allan heim.
Það var Borgnesingurinn Gísli
Einarsson, sem var í töluverðum
vandræðum með tölur á streyminu,
sem kynnti inn fyrsta gest kvöldsins.
Það var engin önnur en fréttahauk-
urinn Elsa María Guðlaugs Drífu-
dóttir sem ávarpaði gesti og setti
blótið. Síðan tóku kynnar kvöldsins
við, þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
og Friðrik Dór Jónsson, og stýrðu
blótinu það sem eftir lifði kvölds af
mikilli fagmennsku. Á meðal dag-
skrárliða þetta kvöld var happdrætti
undir styrkri stjórn Andra Lind-
berg Karvelssonar og Jónínu Mar-
grétar Sigmundsdóttur og söng-
konan GDRN söng nokkur vel
valin lög. Hanna Bergrós Gunnars-
dóttir og Helgi Rafn Bergþórsson
sungu lagið Styttist í það með nýj-
um texta sem hæfði kvöldinu og þá
var Iddi Biddi með menningarþátt
eins og honum er einum lagið sem
nefndist Strompurinn.
Annar af hápunktum kvöldsins
var þegar valinn var Skagamað-
ur ársins og í þetta skiptið hreppti
starfsfólk skóla og frístundastarfs
á Akranesi hnossið. Bæjarstjórinn
Sævar Freyr Þráinsson veitti verð-
launin og fékk hver stofnun mál-
verk að gjöf eftir Bjarna Þór en
hann tók sig til og málaði myndir af
öllum skólunum og frístundamið-
stöð Þorpsins. Sniðug hugmynd
sem sló í gegn.
Tónlistarmaðurinn Emm-
sjé Gauti var kynntur næstur inn
og söng nokkur af sínum vinsæl-
ustu lögum. Þá var komið af hin-
um hápunkti kvöldsins sem var
Skagaskaupið og átti árgangur 1981
allan heiður af skaupinu þetta árið
sem var ansi vel heppnað. Hrað-
fréttamaðurinn Benedikt Valsson
var kynnir skaupsins og fór létt
með. Martin Stuart Kelly lék Breta
sem villtist ansi oft af leið á ferð
sinni í Guðlaugu og gerði gott mót
með sínum ýkta breska hreim. Auð-
ur í Mörk leitaði grimmt af Valla
sínum og fann loks eftir langa leit
og þá fékk Sigurður Már Sigmars-
son sinn annan örvunarskammt í
glettilega góðu atriði, gúgú! Borg-
nesingurinn Ingi Björn Róbertsson
var ekki alveg með á hreinu fjölda
gesta í Guðlaugu og þá var nóg til í
partýsjóðnum hjá lögreglunni eftir
grimmar hraðaksturssektir á víð og
dreif um bæinn. Lokaatriði skaups-
ins var svo lagið Hjálpum þeim
með nýjum texta, sungið af hin-
um ýmsu Skagamönnum og frábær
endir á skemmtilegu skaupi:
Gleymd´ekki okkar elstu húsum,
þótt myglan leynist hér og þar,
Frá rúntinum kom þessi gróður,
samstaðan er víðast hvar.
Á Tene gott er sig að hlaða og næsta
sumar verður gott
Í Gullu komdu þig að baða, við tök-
um bæði klink og kort.
Hann áfram tekur myndir, við
fáum af því fréttir að karokí ógni
heilli þjóð.
Menn, konur og börn, fögnum
þorra, því Akranes er okkar bær.
Hús handa mér og þér, en bara ekki
hér,
Kveðjum nú veiruna, við stöndum
vaktina.
Áfram nú Akranes, stökkvum á
heimsmetin öll sem eitt.
Hver leyfði þessar myndir, við bara
fögnum því að lögreglan safni í
góðan sjóð.
Svið, sulta og görn, súrir pungar,
þorrinn er okkar ær og kýr,
Búum til betri heim, plönum brátt
næsta geim.
Kveðjum nú veiruna, við stöndum
vaktina,
Elskum nú friðinn heitt, við breyt-
umst aldrei neitt, áttatíu og eitt!
Að lokum stigu félagarnir Hall-
dór Gunnar og Sverrir Bergmann
á stokk og héldu uppi fjörinu fram
yfir miðnætti með fjölmörgum
lögum og frábærri dagskrá. Þeir
hafa vafalaust skemmt ansi mörg-
um Skagamönnum sem hópuðust
saman á Skaganum með fjölskyld-
um og vinum og gerðu sér glaðan
dag. Samkvæmt því sem Skessu-
horn hefur heyrt voru áhorfendur
streymisins almennt afar sátt við
blótið og skemmtu sér mjög vel.
Hannibal Hauksson og Guð-
rún Lind Gísladóttir sendu blaðinu
meðfylgjandi ljósmyndir sem tekn-
ar voru baksviðs við undirbúning
og útsendingu þorrablótsins.
vaks
Þorrablót Skagamanna vakti lukku
Starfmenn Terra í auglýsingagerð með Idda Bidda. Sigrún Ósk og Friðrik Dór voru kynnar kvöldsins.
Helgi Rafn og Hanna Bergrós sungu saman eitt lag.
Magga og Andri sáu um happdrættið og voru lífleg.
Emmsjé Gauti, Gauti Þeyr Másson, rappaði af lífsins móð.
Halldór Gunnar og Sverrir Bergmann eru gott músíkalskt
par.
Stund á milli stríða hjá Ísólfi, Sævari, Karen og Thelmu.
Áslaug og Anna María á fullu í undirbúningi.