Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 11 faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi. Öll kyn eru hvött til að sækja um en fyrirtækið hefur skýr jafnréttismarkmið og vill auka fjölbreytileika í starfsliði sínu. Starfsstöð beggja starfanna er í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður gisli@faxafloahafnir.is Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en sunnudaginn 6. febrúar n.k. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða réttindamanneskjur til starfa í hafnarþjónustu. Störfin í hafnarþjónustu felast í leið- og hafnsögu skipa, skipstjórn og vélstjórn á dráttarbátum, einnig hafnarvörslu, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Hjá Faxaflóahöfnum starfa 70 manns, en fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfismálum og að þróa snjallar og grænar hafnir. Einnig felst í starfsemi fyrirtækisins þróun lands, umsýslu og skipulagi lóða, hafnarþjónustu og gæðavottunum. Unnið er samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Erum við að leita að þér? Skipstjóri / Hafnsögumaður Hæfniskröfur Skipstjórnarréttindi D (3 stig) Slysavarnaskóli sjómanna Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og ensku kunnátta Kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg Vélstjóri Hæfniskröfur Vélstjórnarréttindi VF.1 Slysavarnaskóli sjómanna Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og ensku kunnátta • • • • • • • • • SK ES SU H O R N 2 02 2 Tillaga um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hefur lagt álit sitt og helstu forsendur til tveggja umræðna í sveitarstjórnum. Það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu þeirra í eitt. Álit nefndarinnar og helstu forsendur hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 26. mars í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um kjördag hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á vefsíðunni www.helgafellssveit.is/ 25. janúar 2022 Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar og formaður Samstarfsnefndar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Elsa Lára Arnardóttir, fyrrver- andi þingmaður og núverandi odd- viti Framsóknar og frjálsra á Akra- nesi og formaður bæjarráðs, sendi í liðinni viku frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún hyggist ekki gefa kost á sér sem oddviti listans fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 14. maí næst- komandi. Flokkurinn á nú tvo full- trúa í bæjarstjórn, en Ragnar B Sæ- mundsson skipaði annað sæti list- ans og er formaður skipulags- og umhverfisráðs. Elsa Lára segir skýringuna fyrir þessari ákvörðun sinni vera að á kjörtímabilinu hafi hún verið ráðin í starf aðstoðar- skólastjóra Brekkubæjarskóla og hafi það verið áskorun að sinna þessum tveimur krefjandi störfum samhliða. Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa nú auglýst eftir áhugasömu fólki á öllum aldri til að taka sæti á lista framboðsins fyrir kosningarn- ar í vor. Ákvörðun um framboð og fyrirkomulag á vali á framboðslista verður tekin á félagsfundi 7. febr- úar nk. mm Fyrr í mánuðinum bárust Borgar- byggð tveir úrskurðir samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins vegna ákvarðana slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í málefnum Ikan ehf., um lokun húsnæðis að Brákar- braut 27, innsiglun húsnæðis Ikan ehf. og synjun um afhendingu frek- ari gagna. Ákvarðanir slökkviliðs- stjóra voru staðfestar af hálfu ráðu- neytis í báðum tilfellum. „Í úrskurði samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins er staðfest að aðgerðir slökkviliðsstjóra vegna Brákarbrautar 25-27, um bæði lok- un húsnæðisins og innsiglun hús- næðis Ikan ehf. hafi verið í sam- ræmi við valdheimildir slökkviliðs- stjóra og stjórnsýslureglur. Byggð- arráð telur mikilvægt að með þessu liggi fyrir afstaða æðra stjórnvalds til lögmætis umræddra aðgerða sem hafa verið umdeildar af hálfu þeirra leigutaka sem í eigninni hafi verið sem og annarra íbúa sveitar- félagsins. Niðurstaðan er því sú að eldvarnarfulltrúi sveitarfélagsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið hafa komist að sömu niðurstöðu um aðgerðir vegna Brákarbrautar 25-27,“ seg- ir í bókun byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag. mm Elsa Lára úr bæjarpólitíkinni Staðfestir ákvörðun um lokun mannvirkja í Brákarey

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.