Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 21 Á Bókasafni Akraness hefur verið opnuð málverkasýning Heiðrún- ar Þorgeirsdóttur. Heiðrún er fædd árið 1940 á Akranesi og bjó hún þar á unglingsárum sínum. Afi hennar var Árni Böðvarsson (1888-1977) ljósmyndari og sparisjóðsstjóri. Heiðrún hefur haldið sýningar víða um land og sýnt bæði glerlistaverk og málverk. Glerlistaverk sín seldi hún í mörg ár í Gallerí List og víð- ar. Heiðrún hefur tvisvar áður sýnt á Akranesi og þá í Listasetrinu Kirkjuhvoli við Merkigerði. Einka- sýning árið 1998 þar sem hún sýndi glerverk og samsýning með fleiri listamönnum árið 2009, þá sýndi hún olíuverk. Að þessu sinni heldur hún sýn- ingu í Bókasafni Akraness og sýn- ir blek- og vatnslitamyndir. Myndir af blómum og landslagi úr hugar- flugi hennar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10 - 18 og á laugar- dögum kl. 11 - 14 og stendur yfir til og með 23. febrúar. Allar mynd- irnar eru til sölu. Sýning Heiðrúnar er fyrsta sýn- ing ársins á veggjum safnsins, en vakin er athygli á því að bókasafnið er að auglýsa eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022 og er áhugasöm- um bent á sækja um, umsóknar- eyðublað er á vefsíðu safnsins, https://www.bokasafnakraness.is/. undir flipanum Umsóknir. Um- sóknarfrestur er til og með 7. febr- úar. Nánari upplýsingar í síma 433 1200. -fréttatilkynning Heiðrún opnar sýninguna Hugarflug á Bókasafni AkranessSólveig er gift Karl Stephen Stock og saman eiga þau þrjú börn. gottcbd.is • ozonehf. is • pharma-hemp.com Heilvirka CBD-olían fær fljúgandi start PharmaHemp olían fæst m.a. í Apóteki Vestur- lands og, Apóteki Ólafsvíkur. PharmaHemp Premium CBD húðolían hefur fengið frábærar viðtökur á íslenskum markaði. Ennþá er einungis leyft að selja CBD snyrtivörur hér á landi og þetta er fyrsta olían sem Gott CBD tek- ur inn í vöruframboð sitt. Vonandi verður hún fljótlega einungis sú fyrsta af fjölmörgum góðum CBD olíum. Í húðolíunni, eins og svo mörgum öðrum góðum CBD vörum, eru einungis efni sem óhætt er að borða (e: eatable). Hún er með heilvirku CBD (e: Full Spectrum) sem hámarkar virknina og býðst í þremur mismunandi CBD styrkleikum. Olían er bæði lífræn og vegan og THC innihald er minna en 0.05%. Framleiðandi PharmaHemp olíunnar hefur ræktað iðnaðarhamp í Slóveníu í áratugi ásamt því að vera einn af fyrstu framleiðendum CBD húðvara og fæðu- bótarefna í Evrópu. Þær eru um þessar mundir seldar í yfir 60 þjóðlöndum víða um heim. anaðkomandi aðila með fjármála- ráðgjöf. „Margir fyrirtækjaeigend- ur eru bara uppteknir við að halda rekstrinum gangandi og þá er gott að fá inn manneskju með aðra sýn á fyrirtækið til að sjá hvar tækifær- in gætu legið. Ég held þetta gæti hjálpað mörgum litlum og með- alstórum fyrirtækjum að hagræða og auka vöxt til framtíðar,“ segir Sólveig og bætir við að hún sé þó vissulega ekki hlutlaus. En hvernig ráðgjöf eru einstaklingar að sækjast eftir? „Það getur verið mjög margt. Sumir leita eftir ráðgjöf því þeir eru komnir í skuldavandræði og eiga erfitt með að ná endum saman og aðrir eru kannski búnir að fá veglegan arf eða eitthvað slíkt og þurfa ráðgjöf varðandi næstu skref til að stýra svona stórum eignum,“ svarar hún. Húsbygging Spurð hvað sé fram undan seg- ist Sólveig vera að byggja sér hús á Kársnesinu um þessar mund- ir. „Það er því ágætt að vera sjálf- stætt starfandi núna en við reynum að gera sjálf allt sem við getum og megum gera,“ segir hún en Sólveig hefur aðeins fengið að nýta iðnað- arverkfræðina úr HÍ við fram- kvæmdirnar. „Það skemmtilega við iðnaðarverkfræði var að mað- ur þurfti líka að læra smá renni- smíði, að fræsa og sjóða og svona. Því fylgdi heilmikill lærdómur sem hefur aðeins nýst mér í þessu verk- efni núna. Við lögðum til dæmis í það að leggja niðurlímt Chevron parket og ég get sko sagt að það hafi margir misst andlitið þegar þreytt miðaldra þriggja barna móðir kom inn í búð að kaupa Ch- evron parket sem hún ætlaði að leggja sjálf. Það höfðu svo sannar- lega ekki allir trú á mér í það verk- efni. En þetta er búið og parketið komið á og það kemur ótrúlega vel út. Maðurinn minn hjálpaði mér reyndar við þetta verkefni,“ segir Sólveig ánægð. Hægt er að finna frekari upp- lýsingar um starf Sólveigar á Facebook síðu fyrirtækisins, Sól- veig ehf. eða á heimasíðunni sol- veigconsulting.com. arg/ Ljósm. aðsendar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.