Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202214
Í síðustu viku vaknaði Rúna Blön-
dal bóndi á Valþúfu á Fellsströnd
í Dölum öskureið. Hún gat ekki
sofnað aftur án þess að losa um eitt-
hvað af bræðinni. Hún skrifaði því
langan pistil. Í morgunsárið eftir að
hafa lesið pistilinn yfir ákvað hún að
koma honum frá sér. Umfjöllunar-
efnið var algjört sambandsleysi bæj-
arins við umheiminn, vegna bilunar
á ljósleiðara, sem henni hafði ver-
ið sagt að tæki 3 - 5 daga að gera
við. Hún fór út í fjárhús, þar sem
hún er stundum svo heppin að hafa
farsímasamband í einu horni einn-
ar króar og sendi pistilinn á Face-
book, upp á von og óvon, því það
er duttlungum háð hvort hún nær
farsímasambandi yfir fjörðinn eða
ekki. Stundum gæti vissulega verið
skilvirkara að senda reykmerki eins
og indíánar gerðu forðum með ár-
angri.
Árið 2019 kom ljósleiðari á Fells-
ströndina, sem íbúar höfðu glaðst
yfir, en um leið og hann var kom-
inn í jörðu var aflögð landsíma-
lína (koparstrengur) og ljósleiðar-
inn tók yfir sem flutningsleið fyr-
ir heimasíma, sjónvarp og internet.
Ekkert farsímamastur er á svæðinu,
þannig að farsímasamband er mjög
slitrótt og hending hvort notend-
ur nái merki frá Skógarströnd, sem
er sunnan Hvammsfjarðar. Ljós-
leiðarinn er því eina leiðin til að
hafa samband við umheiminn.
Pistillinn hennar Rúnu komst
sína leið á netið eftir talsvert brölt
og fékk nokkra athygli, m.a. tók
blaðamaður Morgunblaðsins mál-
ið upp og fjallaði um það í síðustu
viku. Ljósleiðarinn fékk sína við-
gerð hratt og vel, fyrir vikið. Þar
með var aftur hægt að hringja í
skólann og frétta af skólabílnum, fá
veðurspá og athuga færð, sem og að
nota heimasíma.
Fólk tengdi ekki
við ástandið
Umræðan á samfélagsmiðlum í
kjölfar færslu Rúnu var áhugaverð.
Virtist sem fólk áttaði sig alls ekki á
því að án ljósleiðara væri farið allt
samband við umheiminn og fólk
lagði til að fjölskyldan á Valþúfu
læsi bók eða færi í gönguferð í stað
þess að horfa á sjónvarpið eða vera á
netinu. En tilfellið er að alltaf þegar
ljósleiðarasamband liggur niðri er
allnokkur hluti Fellsstrandarinnar
alveg án sambands við umheiminn.
Upplifði óöryggi
Í spjalli við fréttaritara Skessu-
horns sagði Rúna frá því þegar hún
var ófrísk af tvíburum upp úr ára-
mótum 2020. Þann vetur fór raf-
magn ítrekað af stórum landsvæð-
um vegna óveðra, eins og margir
muna. Um var að ræða áhættumeð-
göngu og því upplifði fjölskyld-
an mikið óöryggi að geta ekki náð
í lækni ef á þyrfti að halda. Þau
fengu þó lánaða Tetra talstöð hjá
Sæmundi Kristjánssyni í Búðardal,
sem veitti þeim aukið öryggi. En
vegna tíðra rafmagnsbilana, sam-
bandsleysis og ófærðar var Rúna
send til Reykjavíkur mörgum vik-
um fyrr en aðrar ófrískar konur í
dreifbýli, til að minnka hættu á að
upp kæmi neyðarástand, þar sem
hún gæti ekki kallað eftir lækni eða
annarri hjálp.
Mammon ræður
of miklu
Rúnu er svo sannarlega ekki runnin
reiðin. Jafnvel þótt íbúar á Fells-
strönd hafi ítrekað óskað eftir úr-
bótum á farsímasambandi, til að
hafa varaleið þegar rafmagnið fer,
þá hafa þeir fengið það svar að íbú-
ar séu of fáir til að það svari kostn-
aði að byggja mastur á þessu svæði.
Á einhverjum bæjum býr aldrað
fólk og eðlilega kemur upp mik-
ið óöryggi þegar rafmagn fer, eftir
að koparstrengurinn var aflagður. Á
meðan hans naut við var alltaf hægt
að hringja og fá fréttir af fólki, færð
og rafmagni.
Rúna vill að þau svæði á landinu
þar sem svona háttar til, að ljós-
leiðari sé eina sambandið, verði
rauðmerkt ef svo má segja, þannig
að viðgerðir verði tafarlaust unnar
komi upp bilun. Það er heldur ekki
eins og rafmagnið sé neitt sérlega
tryggt, því þótt byrjað sé á lagn-
ingu þriggja fasa jarðstrengja, er
það verkefni komið mjög skammt
á veg og fáir bæir enn komn-
ir með öruggara rafmagn. Og það
er ekki heldur þannig að það sé
hægt að keyra bara yfir í næstu
sveit hvenær sem er, því vegurinn
um Fellsströnd er slæmur malar-
vegur, sem er ekki ruddur daglega.
Farsímamastur myndi gera mik-
ið til að auka öryggi íbúa á Fells-
strönd. Það myndi líklega einnig
bæta skilyrðin handan Hvamms-
fjarðar á Skógarströndinni.
Og hvað með
ferðamennina?
Nú er Fellsströndin formlega orðin
hluti af Vestfjarðaleiðinni og Klofn-
ingur, sem skilur að Fellsströnd og
Skarðsströnd, er vinsæl hringleið
og útsýnisstaður ferðamanna. Rúna
kímir og svarar: „Hvað gera til
dæmis indversk hjón sem sprengja
dekk á meðan við erum í leitum á
haustin? Þau fara heim á bæina, þar
sem enginn er heima, ganga marga
kílómetra í veðri sem þeim finnst
mjög slæmt án þess að ná í neinn.
Fólkið í leitum getur heldur ekki
hringt í 112 ef einhver dettur og
slasast,“ bendir hún á. Það reynd-
ar gerðist rétt fyrir jólin að ungur
drengur handleggsbrotnaði í ná-
grenninu og ekki náðist í lækni fyrr
en eftir margar tilraunir. „Það er
ekki af því að við viljum geta hang-
ið á netinu í tíma og ótíma sem við
viljum úrbætur, heldur til að finna
til öryggis af því að vera í sambandi
við umheiminn,“ segir hún.
Höktandi viðtal
Vinnsla þessarar fréttar og við-
tals við Rúnu bar mörg merki
sambandsleysisins. Veður og færð
hamlaði heimsókn að Valþúfu og
skilaboð um internetið voru lengi
að berast á milli, þótt ljósleiðarinn
væri í lagi, þar sem Rúna ver vinnu-
deginum í fjárhúsunum en ekki
heima í íbúðarhúsi. Þess má einnig
geta að nokkrir íbúar Dalabyggð-
ar höfðu samband við fréttaritara
Skessuhorns, þegar fréttist af að
spjall við Rúnu væri í vinnslu.
Lýstu þeir ferðum um dreifbýlið
að vetri, þar sem ekkert símasam-
band er, vandræðum með notkun
rafrænna skilríkja á heimilum sín-
um vegna skorts á farsímasambandi
og tíðra rafmagnsbilana í sveitarfé-
laginu. Þótt að sumarlagi sé hægt
að skreppa í sunnudagsbíltúr í höf-
uðborgina, þá vekur veturinn mik-
ið óöryggi meðal íbúa. Sjálfsagðir
innviðir, eins og vegir, sími og raf-
magn á ekki að vera í ólagi.
bj/ Ljósm. aðsendar
Ný verðkönnun verðlagseftirlits
Alþýðusambands Íslands á
tryggingum sýnir að mikill mun-
ur getur verið á verði á trygging-
um og eru neytendur hvattir til
að fá tilboð frá ólíkum félögum.
Könnunin sýnir að verðlagning
tryggingafélaganna er misjöfn eft-
ir tryggingategundum og að minni
munur sé á tilboðum tryggingafé-
laganna ef þau innihalda margar
ólíkar tryggingar. Fjórir einstak-
lingar leituðu eftir tilboðum í
„tryggingapakka“ hjá trygginga-
félögunum fjórum þar sem leit-
að var eftir tilboðum í sambæri-
legar tryggingar og viðkomandi
var þegar með. Þá óskuðu tveir
einstaklingar eftir tilboðum í bíla-
tryggingar eingöngu.
„Vörður var með lægsta til-
boð í alla stærri tryggingapakka
sem innihéldu margar tryggingar.
Mest var 37% eða 88.904 kr.
munur á hæsta og lægsta tilboði
tryggingafélaganna í trygginga-
pakka einstaklings sem innihélt
m.a. bílatryggingu, fjölskyldu- og
heimilistryggingu og húseigenda-
tryggingu. Vörður var með lægsta
tilboðið en TM það hæsta. Vörð-
ur var með lægsta tilboðið í alla
fjóra tryggingapakkana. Mest var
51% eða 126.545 kr. verðmunur á
hæsta og lægsta tilboði trygginga-
félaganna í lögbundnar ökutækja-
tryggingar auk bílrúðu- og kaskó-
tryggingar, þar sem VÍS var með
lægsta tilboðið en TM með hæsta
tilboðið. Einhver munur getur ver-
ið á tryggingum milli tryggingafé-
laganna vegna ólíkra skilmála og
mun á tryggingafjárhæðum sem
voru þó stilltar af svo þær væru
sem næst því að vera eins,“ segir í
frétt verðlagseftirlits ASÍ.
Verð á tryggingum
hækkar
Verð á tryggingum hefur hækk-
að umfram hækkanir á vísi-
tölu neysluverðs á síðustu tveim-
ur árum þrátt fyrir mikinn hagn-
að tryggingafélaganna og háar
arðgreiðslur. Á einu ári, frá des-
ember 2020 til desember 2021
hækkuðu tryggingar um 7,4%
og bílatryggingar um 8,3% sam-
anborið við 5,1% hækkun á vísi-
tölu neysluverðs. Á tveimur árum
nemur verðhækkun á trygging-
um 10,9% borið saman við 8,9%
hækkun vísitölu neysluverðs á
sama tíma.
„Verðlagseftirlit ASÍ hvetur
neytendur til að óska eftir tilboð-
um í sínar tryggingar með reglu-
legu millibili og leita þannig leiða
til að lækka útgjöld í tryggingar
sem geta verið há. Samkvæmt
lögum geta neytendur sagt upp
tryggingum sínum með eins
mánaðar fyrirvara vilji þeir skipta
um tryggingafélag,“ segir í til-
kynningu frá ASÍ. mm
Börnin á Valþúfu eru sex talsins og njóta góðra daga í sveitinni.
Valþúfa á hjara veraldar
Fjarskiptasamband á Fellsströnd með öllu óviðunandi
Á nákvæmlega þessum stað í fjárhúsunum er stundum hægt að ná farsímasambandi á Valþúfu. Rúna Blöndal er sem betur fer fim.
Vörður með lægsta tilboð í tryggingar