Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Page 12

Skessuhorn - 26.01.2022, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202212 Íbúar sem búa bæði norðan og sunn- an við Hvalfjörð hrukku ónotalega upp við sprengingu og skjálfta í kjölfarið, laust fyrir klukkan hálf sjö miðvikudagskvöldið 19. janúar sl. Á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar mældist skjálfti upp á 0,7 stig og þar á bæ var farið að kanna hverju það sætti, enda Hvalfjörður ekki þekkt jarðskjálftasvæði. Eftir að íbúar fóru að ræða þetta sín á milli á sam- félagsmiðlum varð fljótlega upp- lýst að sprenging vegna grjótnáms skammt frá Grundartanga hafi ver- ið orsökin. Það fékkst síðan staðfest síðar um kvöldið þegar verktaka- fyrirtækið Borgarvirki sendi Veð- urstofunni tölvupóst og upplýsti að á þess vegum hefði verið unnið við sprengingar. Nágrannar lögðu strax morguninn eftir fram kæru vegna málsins. Pétur Ingason, sem er í forsvari fyrir Borgarvirki, sagði í samtali við fréttavef Vísis á miðvikudags- kvöldið að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt væri að slíkar sprengingar heyrðust og að ekki hafi verið brugðið út af van- anum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um hvað hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu Vísis. Ýmsar getgátur á lofti Íbúar sem Skessuhorn ræddi við næsta dag lýstu atburðinum ekki á sömu lund og verktakinn. Töldu þetta hafa verið meira en „ekki neitt neitt.“ Fyrst á eftir sprenginguna hafi fólki dottið í hug að tundurtufl úr stríðinu hafi sprungið í firðin- um, sprenging hafi orðið í verk- smiðju, aðrir giskuðu á vígahnött, eða jarðvegsskrið og enn aðrir að loftsteinn eða jafnvel geimskip hafi fallið til jarðar. Ekkert skorti á ímyndunaraflið. Húsið skalf og nötraði Gunnar Þór Gunnarsson býr á Galtarlæk, næsta bæ við Grundar- tanga. Hann skrifar á íbúasíðu sveitunga hans að sprengingin hafi ekki farið framhjá sér; „enda í 400 metra frá sprengingunni. Hús- ið skalf og nötraði. Mikill mökk- ur var eftir þessa sprengingu. Gott að enginn var í heilsubótargöngu í flóanum því Faxaflóahafnir eru að láta sprengja grjót á svæðinu. Hefðu mátt láta íbúa vita í næsta nágrenni,“ skrifaði Gunnar. Hafa kært málið Þrír íbúar við Hvalfjörð lögðu strax morguninn eftir fram form- lega kæru til Lögreglunnar á Vest- urlandi. Það voru þau Jóhanna Harðardóttir í Hlésey, Brynja Magnúsdóttir í Galtarvík og Lár- us Vilhjálmsson í Álfagarði, sem er býli sunnan megin við Hval- fjörð. Jóhanna sagði í samtali við Skessuhorn að þau hafi lagt fram kæru og máli sínu til stuðnings vísa þau í reglugerð um sprengi- efni, nr. 510/2018. Borgarvirki hafi brotið í bága við nokkrar greinar þeirrar reglugerðar. „Það er ekki með nokkru móti hægt að sætta sig við að starfsmenn verktakafyr- irtækja hagi sér eins og villimenn og brjóti lög og reglur sem að starf- semi þeirra snýr. Því ætlum við ekki að una og kærum því fyrirtækið og förum fram á formlega rannsókn lögreglu á þessu atviki,“ segir Jó- hanna Harðardóttir. mm Kærðu verktakafyrirtæki fyrir brot á lögum um meðferð sprengiefnis Lárus Vilhjálmsson, Jóhanna G Harðardóttir og Brynja Magnúsdóttir skráðu kæru hjá lögreglufulltrúa á Akranesi á fimmtu- dagsmorgun. S K E S S U H O R N 2 02 2 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulagsfulltrúi hefur yfirumsjón með skipulagsmálum sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á því málefnasviði og er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: • Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu. • Málsmeðferð skipulagsmála. • Skipulagsgerð, undirbúningur og verkstjórn. • Útgáfa framkvæmdaleyfa. • Umsagnir leyfisumsókna, samráð við opinbera aðila, almenning og aðra hagsmunaaðila. • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. • Kynningar og auglýsingar á lýsingum og skipulagstillögum auk yfirferðar ábendinga og athugasemda. • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála. • Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á meðferð, skráningu og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulagsfulltrúi er starfsmaður umhverfis,- skipulags,- og náttúruverndarnefndar. Almennt stjórnunarsvið: Skipulagsfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulagsmál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. • Þekking og reynsla af skipulagsmálum er skilyrði. • Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er skilyrði. • Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg. • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2022. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 690 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Skipulagsfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 60% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.