Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Page 13

Skessuhorn - 26.01.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 13 Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta, sem keppir nú á EM í Ungverjalandi, getur átt möguleika á sæti í undanúrslitum með sigri á Svartfjallalandi kl. 14:30 í dag, miðvikudag. Eftir að hafa sigr- að alla leiki í riðlakeppni og farið upp í milliriðil með tvö stig hefur íslenska liðið verið hálf vængbrot- ið. Strax fyrir fyrsta leik í milli- riðli, sem var gegn Dönum, voru nokkrir af lykilleikmönnum Íslands búnir að ná sér í kórónuveiruna og komnir í einangrun. Íslensku strákarnir sýndu breidd liðsins og að maður getur sannarlega kom- ið í manns stað. Þrátt fyrir að hafa misst nokkra reynslumestu leik- menn liðsins þurftu heimsmeistar- ar Dana að hafa nokkuð fyrir því að ná sigri, sem þeir þó gerðu. Næstu andstæðingar voru ólympíumeist- ararnir frá Frakklandi og höfðu þá enn fleiri lykilleikmenn bæst í hóp þeirra smituðu. Þrátt fyrir það áttu íslensku strákarnir stórleik og sigr- uðu Frakka með átta marka mun, sem er stærsta tap Frakka á EM frá upphafi. Strákarnir spiluðu þriðja leik sinn í milliriðli gegn Króat- íu á mánudaginn en Ísland hefur aldrei sigrað Króatíu á stórmóti, og var engin breyting þar á. Leikurinn byrjaði vel og strákarnir náðu góðri forystu snemma í fyrri hálfleik. Svo misstu þeir aðeins taktinn og Króatía náði yfirhöndinni og eftir hörkuspennandi lokamínútur sigr- aði Króatía með einu marki. Nú á miðvikudagsmorgni er stað- an í riðlinum þannig að Danir eru efstir með 8 stig, Frakkar þar á eft- ir með 6 stig, Ísland í þriðja sæti með 4 stig og Holland, Svartfjalla- land og Króatía með tvö stig hvert. Ísland mætir Svartfjallalandi kl. 14:30 í dag og á enn möguleika á sæti í undanúrslitum með sigri. En til þess að svo verði þurfa Dan- ir að sigra Frakka þegar liðin mæt- ast kl. 19:30 í kvöld. Enn hefur þó bæst í hóp smitaðra í liði Íslands en Elliði Snær Viðarsson fékk jákvætt á hraðprófi í gær og eftir að hafa losnað úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu greindist Björgvin Páll Gústavsson aftur með veiruna í gærmorgun. Þegar Skessuhorn fór í prentun var ekki ljóst hvort fleiri yrðu sendir í einangrun fyrir leik- inn eða hvort einhverjir verða laus- ir úr einangrun fyrir leik. Meðfylgjandi myndir eru allar úr leik Íslands og Króatíu á mánu- daginn. arg/ Ljósm. HSÍ Ræðst í dag hvort strákarnir komast í undanúrslit S K E S S U H O R N 2 02 2 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Umhverfisfulltrúi hefur yfirumsjón með umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á þeim málefnasviðum, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn, landbúnaðarnefnd og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: • Yfirumsjón með umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins. • Yfirumsjón með hreinlætis-, sorp- og fráveitumálum sveitarfélagsins. • Yfirumsjón með opnum svæðum, gróðursetningu og uppgræðslu. • Yfirumsjón með meindýraeyðingu og mengunarvörnum í sveitarfélaginu. • Yfirumsjón með útivistarsvæðum og gönguleiðum, merking og kortlagning. • Yfirumsjón verkefna er varða gróðurvernd, fjallskil, refa- og minkaeyðingu og hunda- og kattahald. • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála. • Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð, skráningu og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Umhverfisfulltrúi er starfsmaður landbúnaðarnefndar. Almennt stjórnunarsvið: Umhverfisfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um landbúnaðarmál og skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla af umhverfismálum er æskileg. • Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 690 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Umhverfisfulltrúi Laust er til umsóknar starf umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.