Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 20226 Gat á sjókví AUSTURLAND: Mat- vælastofnun barst síðastliðinn fimmtudag tilkynning frá Löx- um Fiskeldi um að gat hefði fundist á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í Reyðarfirði. „Gatið uppgötv- aðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni og virkj- aði fyrirtækið viðbragðsáætlun sína strax og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Laxa var gatið á um sjö metra dýpi og reyndist vera um það bil 50x15 cm að stærð. Í þessari tilteknu kví eru um 145.000 laxar með meðalþyngd 2,6 kg. Laxar lögðu út net í takt við viðbragsáætlun og tilkynntu Matvælastofnun, Fiskistofu og Fjarðarbyggð um atburðinn strax,“ segir í tilkynningu frá MAST. -mm Meira fyrir minkinn BORGARBYGGÐ: Á fundi Umhverfis- og landbúnað- arnefndar Borgarbyggðar 20. janúar síðastliðinn var sam- þykkt að taxtar til veiðimanna sem sinna refa- og minka- eyðingu hækki um 3%. Þá samþykkti nefndin að fjár- magni samkvæmt fjárhags- áætlun yrði skipt þannig að greitt verði fyrir 348 refi og 174 minka á árinu. Þá var að endingu samþykkt af nefndinni að Einar Ólafsson og Sigurður Ólafsson taki við refa- og minkaveiði í Hvítár- síðu af Snorra Jóhannssyni. -vaks Kaupa dælubíl í stað tankbíls BIFRÖST: Í útkalli á gamlárskvöld skemmdist dælubifreið Slökkviliðs Borg- arbyggðar sem staðsett hef- ur verið á Bifröst. Ekki er talið svara kostnaði að gera við bifreiðina. Slökkviliðs- stjóri hefur lagt til við sveit- arstjórn að breyta fyrirhug- uðum fjárfestingum slökkvi- liðsins á þessu ári þannig að hætt verði við kaup á tank- bíl og í stað þess verði keypt- ur minni dælubíll. Eftirstöðv- ar af áætluðu framkvæmdafé verði nýtt til kaupa á mann- skapsbíl ef unnt er. Byggðar- ráð Borgarbyggðar tók mál- ið fyrir á síðasta fundi sínum og samþykkti breytingu á fjár- festingum Slökkviliðs Borgar- byggðar þannig að hætt verði við kaup á tankbíl á þessu ári en að keyptur verði í staðinn dælubíll og mannskapsbíl ef eftirstöðvar verða af áætluðu framkvæmdafé. -mm Kannabislykt á sveimi AKRANES: Á laugardags- kvöldið var kvartað yfir há- vaða í ónefndu húsnæði og tilkynnt um mjög mikinn há- vaða frá tónlist. Lögregla fór á staðinn og samkvæmt bókun lögreglu lagði mikla kanna- bislykt úr íbúðinni. Ummerki voru eftir kannabisneyslu en engin efni fundust á staðnum. -vaks Rannsókn á bruna á lokastigi AKRANES: Rannsókn Lög- reglunnar á Vesturlandi á bruna sem varð í Brekkubæjarskóla á Akranesi að kvöldi 13. janúar síð- astliðinn er nú á lokastigi. Í til- kynningu lögreglu í síðustu viku kom fram að málið teljist upplýst og verði unnið í samvinnu með barnavernd. Við rannsókn máls- ins naut Lögreglan á Vesturlandi liðsinnis tæknideildar LRH. -mm Bjóða út bankaviðskipti AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar hefur samhljóða samþykkt að bjóða út bankavið- skipta bæjarfélagsins. Hefur bæj- arstjóra verið falin frekari úr- vinnslu málsins og að koma með fullbúin útboðsgögn á næsta fund bæjarráðs sem verður 27. janú- ar næstkomandi. Landsbankinn hefur um langa hríð verið við- skiptabanki bæjarins. -mm Vír hékk úr lofti í göngunum HVALFJ.SVEIT: Á þriðjudag í liðinni viku varð vörubifreið fyr- ir tjóni við suðurendann í Hval- fjarðargöngunum. Ökumaður ók á rafmagnsvír sem hékk úr loft- inu í göngunum milli akreina, sveiflaðist til og náði vírinn nið- ur á götu. Vinstri hliðarspegill á bílnum brotnaði og sprunga kom í framrúðu. Ljósmyndir voru teknar af rafmagnsvírnum og var Vegagerðin látin vita um atvikið. -vaks Snjóhúsið – útivistarbúð og klifur- hús, var opnað við Sólvelli 8 í Grundarfirði sunnudaginn 16. jan- úar. Það eru systurnar Marta og Guðbjörg Soffía Magnúsdætur sem opuðu Snjóhúsið en þar eru seldar allar helstu útivistarvörur frá Fjalla- kofanum. „Við erum í samstarfi við Fjallakofann og getum selt allt frá þeim,“ segir Marta. Aðspurð segir hún hugmyndina að nýju búðinni ekki hafa verið mjög djúpa. „Þessi hugmynd kviknaði á gamlársdag og við opnuðum búðina 16 dög- um seinna. Ég á enn eftir að kom- ast að því hvort þetta var góð eða slæm hugmynd,“ segir hún og hlær. En hvað var það sem kveikti þessa hugmynd? „Ég keypti mér hús um daginn og það fylgdu því þrír versl- unarpanilar til að hengja vörur á og svoleiðis. Svo ég ákvað að opna bara verslun,“ segir hún kímin. „En ástæðan fyrir því að við ákváðum að opna útivistarbúð frekar en eitt- hvað annað er einfaldlega vegna þess að útivist gerir okkur öllum mjög gott og við ættum öll að vera meira úti,“ bætir hún við. Opnunartími Snjóhússins er á milli kl. 17:00 og 19:00 alla daga vikunnar. Þá er klifurhúsið einnig opið á sama tíma. arg Áhugafólk um sauðfjárrækt bíður nú spennt niðurstaðna úr rannsókn- um á sýnum sem tekin voru undir lok síðustu viku úr fénu á Kambi í Reykhólasveit. Rannsakað verður hvort afkomendur kindar frá Kambi beri hið mikilvæga gen, ARR-arf- gerð, sem verndar kindur fyrir riðu. Genið sem um ræðir fannst í fé frá bænum Þernunesi við Reyðar- fjörð. Féð á það sameiginlegt að vera út af gimbur frá Karli Krist- jánssyni bónda á Kambi, en gimbr- ina seldi hann austur að Þernunesi árið 2013. Ekki er hægt að fullyrða að þessi verndandi arfgerð sé frá Kambi komin, er þess nú freistað að fá úr því skorið. Hinn möguleikinn er sá að genin komi frá upprunalega Þernunesfénu en þar hefur aldrei farið fram niðurskurður vegna riðu eða annarra sauðfjársjúkdóma. Karl á Kambi upplýsir á Facebook síðu sinni að tekin hafi verið 45 sýni úr ánum hans fyrir helgi sem send voru til rannsóknar í Þýskalandi. Niður- stöðu er svo að vænta um mánaða- mótin. Ef eitthvað af þessari arfgerð finnst í Kambsfénu, segir Karl, að mjög líklegt sé að arfgerðin finnist víða á svæðinu. Í frétt RUV um ARR arfgerðina sem fannst á Þernunesi segir að gripirnir sex sem fundust á bænum séu aðeins með arfgerðina á öðr- um litningi. Það veiti talsverða vörn gegn riðu en þýðir einnig að aðeins helmingur afkomenda þeirra erfir arfgerðina. „Sem stendur er aðeins vitað um einn hrút með arfgerðina, Gimstein frá Þernunesi, en fleiri gætu fundist í hópi ættingja hans eða á meðal 15-20 þúsund gripa sem greindir verða í stórátaki í vet- ur. Vonir standa til að undan Gim- steini komi fleiri hrútar í vor sem gæti nýst til undaneldis á næsta ári. Nú liggja menn menn á bæn um að Gimsteini heilsist vel og að hann komist á sæðingarstöð næsta haust,“ segir í umfjöllun RUV. mm Á fallegum vordegi í Reyhólasveit. Ljósm. sm. Tóku sýni úr Kambsfénu við leit að geninu dýrmæta Systurnar Marta og Guðbjörg Soffía opnuðu útivistarbúðina Snjóhúsið í Grundar- firði. Ljósm. aðsend Snjóhúsið opnað í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.