Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Side 9

Skessuhorn - 26.01.2022, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 9 Hugarflug Heiðrún Þorgeirsdóttir er fædd á Akranesi. Árið 1998 sýndi hún glerverk í Kirkjuhvoli á Akranesi. Að þessu sinni sýnir hún í Bókasafni Akraness, blek- og vatnslitamyndir. Myndir af blómum og landslagi úr hugarflugi hennar. Sýningin stendur frá 20. janúar til 23. febrúar og er opin á afgreiðslutíma safnsins. Allar myndirnar eru til sölu. Komdu og líttu inn og skoðaðu hugarflug mitt... Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur gert samstarfssamning við keraleig- ufyrirtækið iTUB ehf um að iTUB sjái fiskmarkaðnum og þeirra við- skiptavinum fyrir kerum fyrir land- aðan afla sem lagður er upp til fisk- markaðarins á Snæfellsnesi. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2015 í Ólafsvík en selur einnig fisk frá Grundarfirði, Tálknafirði, Sauðárkróki og Akra- nesi. Uppistaða selds afla er af línu, dragnót og trolli, en seld eru um 15.000-19.000 þúsund tonn árlega. Afli er seldur í gegnum uppboðs- kerfi RSF alla uppboðsdaga ársins. iTUB er keraleigufyrirtæki sem er með skrifstofur í Noregi, Dan- mörku og á Íslandi. Félagið varð tíu ára í febrúar 2020 en hefur verið á Íslandsmarkaði síðan 2014. iTUB býður eingöngu upp á ker með PE einangrun, sem þykja henta mun betur í leigufyrirkomulag sökum styrks og endingar, auk þess sem PE ker eru að fullu endurvinnan- leg. Meðal viðskiptavina iTUB er mörg af stærstu fyrirtækjum í sjáv- arútvegi við Norður Atlantshaf. „iTUB menn eru þekktir fyr- ir góða þjónustu og kerin sem þeir bjóða upp á eru með þeim bestu á markaðnum hvað varðar styrk og áreiðanleika. Þyngd keranna er stöðug óháð aldri, það tryggir rétta vigtun á aflanum sem ætti að vera grundvallaratriði í öllum fisk- viðskiptum. Öryggi við alla með- höndlun er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar viðskiptavini. Við sjá- um fram á góða vertíð og hlökkum til samstarfsins“, segir Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar. „Við höfum verið að byggja upp okkar viðskipti á Íslandi síðustu ár og við erum mjög ánægðir með að fá tækifæri á að bjóða útgerðum og fiskvinnslum á Vesturlandi og víð- ar upp á okkar þjónustu í gegnum Fiskmarkað Snæfellsbæjar. Kerin frá Sæplast hafa margsannað sig í þessum kröfuharða iðnaði og PE kerin eru þau bestu í þessi verkefni, aðallega vegna styrks og öryggis, sem og stöðugleika í vigtun, en ekki síst vegna þeirra eiginleika að þau eru auðveld í endurvinnslu. Þau eru því ákjósanlegur kostur þegar kem- ur að umhverfisumræðunni allri, enda hefur iTUB myndað sér skýra stefnu hvað það varðar. En við hlökkum til að vera í hringiðunni á vertíð á Breiðafirði og erum vissir um að samstarfið við fiskmarkaðinn verður farsælt,“ segir Hilmir Svav- arsson, framkvæmdastjóri iTUB. -fréttatilkynning iTUB og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar í samstarf HVALUR hf. Reykjavíkurvegi 48 | 220 Hafnarfjörður | Skrifstofa: 555 0565 | Frystihús (pantanasími): 555 0165 BÓNUS - Um allt land DEPLA, Kolaportinu, Reykjavík FISKBÚÐIN SUNDLAUGAVEGI 12, Reykjavík FISKBÚÐIN TRÖNUHRAUNI 9, Hafnarfjörður FISKBÚÐIN HAFBERG - Gnoðarvogi 44, Reykjavík FISKBÚÐIN HÓFGERÐI 30, Kópavogur FISKBÚÐ HÓLMGEIRS - Þönglabakka 6, Reykjavík FISKVERSLUN HVERGERÐIS - Breiðamörk 2, Hveragerði FISK KOMPANÍ – Kjarnargata 2 við bónus, Akureyri FISKBÚÐIN MOS - Háholti 13-15, Reykjavík FISKBÚÐ FJALLABYGGÐAR - Aðalgötu 27, Siglufirði FISKBÚÐ SJÁVARFANGS EHF. - Sindragötu 11, Ísafirði FISKBÚÐ SUÐURLANDS - Eyrarvegi 59, Selfoss FISKBÚÐIN VEGAMÓT - Nesvegi 100 - Seltjarnarnes FISKIKÓNGURINN - Sogavegi 3, Reykjavík FJARÐARKAUP - Hólshrauni 1b, Hafnarfjörður GALLERÝ FISKUR - Nethyl 2, Reykjavík HAFBJÖRG FISKVERSLUN Hjallabrekku 2, Kópavogi HAFIÐ - Spönginni 13, Reykjavík og Hlíðarsmára 8, Kópavogi HAGKAUP - Um allt land HNÝFILL EHF. - Drefingaraðili - Brekkugötu 36, Akureyri KASSINN – Norðurtanga 1, Ólafsvík KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA - Strandgötu 1, Hvammstangi KJÖRBÚÐIN - Um allt land KJÖTHÖLLIN – Skipholti 70 og Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík KJÖRBÚÐIN - Um allt land KRAMBÚÐIN - Um allt land KRÓNAN - Um allt land KRÆSINGAR EHF. - Sólbakka 11, Borgarnes LITLA FISKBÚÐIN - Helluhrauni 16-18, Hafnarfirði MELABÚÐIN - Hagamel 39, Reykjavík MÚLAKAFFI - Hallarmúla 1, Reykjavík NETTÓ - Um allt land SAH AFURÐIR - Húnarbraut 39, Blönduós SKAGFIRÐINGABÚÐ - Ártorgi 1, Sauðárkrókur VILLT OG ALIÐ – Þingskálar 4, Hella VERSLUNIN EINAR ÓLAFSSON EHF. - Skagabraut 9-11, Akranes VERSLUNIN RANGÁ - Skipasundi 56, Reykjavík Fæst m.a. á eftirfarandi stöðum á þorranum: af langreyði, framleitt af Hval hf. SÝRT HVALRENGI

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.