Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202220 Sólveig Ragnheiður Gunnarsdótt- ir er fædd og uppalin á Hvanneyri í Borgarfirði, dóttir Gunnars Arn- ar Guðmundssonar dýralæknis og Elísabetar Haraldsdóttur, leirlista- konu, fyrrum skólastjóra Andakíls- skóla og menningarfulltrúa Vest- urlands. „Ég á líka tvo bræður og ég held nú að við höfum öll spil- að körfu með Skallagrími á ein- hverjum tímapunkti. Ég var líka að keppa á hestum með Faxa og gekk í Andakílsskóla og svo Kleppjárns- reykjaskóla,“ segir Sólveig í sam- tali við Skessuhorn. Í dag er Sólveig 35 ára sjálfstætt starfandi fjármála- ráðgjafi. Hún er gift Karl Stephen Stock og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum fjögurra til tíu ára. Fór í MBA nám til San Francisco Eins og fleiri ungmenni af lands- byggðinni flutti Sólveig ung úr for- eldrahúsum en aðeins 15 ára göm- ul fór hún til Reykjavíkur í fram- haldsskóla. Hún fór á stærðfræði- braut við Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist með stúdentspróf árið 2006. Þá lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem Sólveig lauk BS gráðu í iðnaðarverkfræði árið 2010. Á með- an á náminu stóð fór hún í skipti- nám í NCSU til North Carol- ina í Bandaríkjunum. Áður en Sól- veig hafði lokið BS náminu var hún komin með starf hjá MP banka. „Ég var að vinna á eignastýringasviði auk þess að stýra skammtímasjóð- um MP Sjóða til að byrja með en færði mig svo yfir í áhættustýringu, þar sem ég vann með hléum frá 2010 til 2014,“ segir Sólveig. Hún tók leyfi frá störfum í eitt og hálft ár á meðan hún fór til San Francisco í MBA nám við Hult International Business School. „Ég tók þá árs- gamla dóttur mína og eigin mann með mér út. Ég ákvað svo að fara í skiptinám frá bandaríska háskól- anum til Kína og þrátt fyrir að hafa mikið reynt að sannfæra eig- inmanninn um að koma með mér ákvað hann frekar að fara heim til Íslands með dóttur okkar og ég fór ein til Kína,“ segir Sólveig. Starfaði fyrir Nestlé í Kína Sólveig var í Kína í þrjá mánuði þar sem hún var að vinna meistara- verkefnið sitt á meðan hún vann sem ráðgjafi fyrir Nestlé í Shang- hai. Aðspurð segist hún hafa notið þess mjög að vera í Kína. „Þetta var bæði ótrúlega gaman og líka mikil upplifun fyrir mig. Það má segja að ástæðurnar fyrir því að mig langaði yfir höfuð til Kína hafi verið tvær. Mig langaði til þess að brjóta nið- ur ákveðnar hugmyndir sem ég hafði fyrir landinu, hugmyndir eins og maður fær gjarnan fyrir öðrum menningarheimum sem eru bara ekki réttar. En svo langaði mig líka að fara því ég hafði alist upp í samfé- lagi þar sem búa bara nokkur hund- ruð manns og ég var með fimm til tíu, að hámarki 20 krökkum í bekk, alla grunnskólagönguna. Mig lang- aði því að fara í svona alvöru stór- borg eins og Shanghai er, þar sem margar milljónir búa og ég bjó á 38. hæð í blokk, sem þótti bara lítil blokk á mælikvarða heimamanna,“ segir Sólveig og hlær. Tíu ára á fund bankastjóra Sólveig segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á viðskiptum og fjármál- um og að reynslan frá Kína hafi því verið alveg einstök. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rekstri fyrir- tækja og fjármálum. Ég held ég hafi verið um tíu ára gömul þegar ég fór í Búnaðarbankann í Borgarnesi á fund með bankastjóranum. Ég var þá að óska eftir styrk fyrir blaða- útgáfu Andakílsskóla. Bankastjór- inn gaf okkur tíu þúsund krónur í styrk sem var töluverður pening- ur á þessum tíma. Mér fannst þetta svo stórfenglegt og var alveg heill- uð. Ég segi því alltaf að þetta hafi verið það sem hafði svo áhrif á þær ákvarðanir sem ég hef tekið seinna í lífinu,“ segir Sólveig. „Það er ekk- ert smá áhugavert fyrir mig að fara svo til Kína, til svona risa ríkis og fá að vinna fyrir stórt fyrirtæki eins og Nestlé, sem hefur líka orðið fyr- ir harðri gagnrýni á ýmsum svið- um, margt réttlætanlegt. Ég fékk að upplifa aðra menningu en líka að upplifa annað alþjóðlegt um- hverfi í viðskiptum. Maður kynn- ist líka landi og þjóð á annan hátt þegar maður er ekki sem túristi heldur íbúi og mér þótti það ótrú- lega gaman,“ segir Sólveig og bætir því við að einn daginn langi hana að fara aftur til Kína. „Ég mun ná eig- inmanninum þangað einn daginn,“ segir hún og hlær. En hvernig upplifun var það að búa í Kína? „Mamma hefur alltaf sagt að það vanti í mig alla hræðslu og það hefur verið hennar helsta áhyggjuefni. Ég vil samt meina að hræðslan hafi aðeins komið með móðurhlutverkinu og ég er farin að vera meira hrædd um mig sjálfa í dag. En í Kína var ég samt ekki hrædd. Þar getur fólk fengið svaka- lega refsidóma fyrir ofbeldisbrot og því hafði ég ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir ofbeldi. Ég óttað- ist kannski frekar að það myndi ein- hver ræna veskinu mínu eða síman- um. Ég fór samt alltaf varlega og var ekki mikið að þvælast ein úti, sérstaklega á kvöldin,“ svarar Sól- veig. Aftur til MP banka Eftir að Sólveig hafði lokið nám- inu í Bandaríkjunum flutti hún aft- ur heim til Íslands þar sem hún fór aftur að vinna fyrir MP banka. Hún vann í um ár hjá bankanum eftir komuna til Íslands. „Mig langaði að nýta MBA námið mitt til að brjót- ast út úr fyrir fram ákveðnum kassa sem við verkfræðingar erum oft settir í og þar af leiðandi fannst mér ég þurfa að komast út úr áhættu- stýringunni. Ég flutti mig því yfir til Orkuveitu Reykjavíkur þar sem ég vann í fjárstýringu,“ segir Sólveig sem var hjá Orkuveitu Reykjavík- ur til ársins 2017 en þá fór hún að vinna hjá Landsbréfum. „Ég var að vinna í framtakssjóðunum Horn II og Horn III þar sem ég var í þriggja manna teymi að fjárfesta í meðal- stórum og stórum félögum, eins og til dæmis Ölgerðinni, Bláa lóninu og Líflandi. Við vorum þá að fjár- festa í félögum þar sem við sáum til dæmis fram á mikinn vöxt með því að styrkja reksturinn eða sameinast öðrum félögum,“ segir Sólveig og bætir við að á þessum tíma hafi hún einnig setið í stjórn Ölgerðarinnar og KEA hótela. Stofnaði eigið fyrirtæki Haustið 2019 var mikill samdráttur hjá félögum í Horni II og Horni III í Landsbréfum og Sólveig missti vinnuna. „En það eru alltaf tæki- færi í öllum aðstæðum, eða ég reyni allavega að horfa alltaf svoleiðis á hlutina,“ segir hún en Sólveig ákvað á þessum tíma að stofna eigið fyrir- tæki. „Maðurinn minn er rafvirki og ég hafði lengi verið að atast í hon- um að iðnaðarmenn ættu að vinna sjálfstætt og hann var orðinn mjög þreyttur á því tuði í mér,“ segir Sól- veig og hlær. „Þegar ég svo missi vinnuna var hann fljótur að snúa spilunum að mér og sagði mér að þarna væri tækifæri fyrir mig að verða sjálfstæð. Í fyrstu fannst mér þetta alls ekki góð hugmynd og fannst ég bara ekki tilbúin til þess. Ég var búin að vera í tólf ár á fjár- málamarkaði en fannst það bara ekki nóg. Ég ákvað að taka kaffi- spjall með nokkrum vel völdum að- ilum úr fjármálaheiminum, fólki sem mér fannst mikið til koma og ég leit upp til. Þetta var allt fólk með menntun og reynslu, allavega tíu ár fram yfir mig. Þau sögðust öll hafa hugsað um að verða sjálfstæð en voru ekki búin að taka skrefið því þeim fannst þau ekki hafa lært eða unnið nóg. Ég hugsaði bara að ef þetta fólk, með alla þessa reynslu, hugsar þannig þá kemur aldrei tímapunkturinn þar sem maður er tilbúin að eigin mati. Ég sá að ég yrði líklega aldrei tilbúin og því sló ég bara til,“ segir Sólveig. Sólveig stofnaði ráðgjafafyrirtæk- ið Sólveig ehf. í desember 2019, rétt áður en heimsfaraldur skall á. „Það má segja að þetta hafi verið kort- er í covid. Þetta var mögulega að- eins erfitt til að byrja með, ég var þarna 33 ára kona á meðan allir ráðgjafar sem ég þekkti í fjármál- um voru hvítir karlar á aldrinum 55 ára og eldri,“ segir hún kímin. Sól- veig segir fréttirnar af nýstofnaða fyrirtækinu hafa spurst hratt út og fljótlega var hún komin með mörg spennandi og flott verkefni. „Lík- lega hefur tengslanetið mitt hjálpað mikið, en kannski rötuðu einhverjir til mín af tilviljun. Ég ákvað að taka þá stefnu með mitt fyrirtæki að vera sýnileg á netinu, bæði með að opna vefsíðu og vera virk á Facebook og Instagram. Ég hafði ekki séð marga aðra í þessum bransa gera þetta hér á Íslandi,“ segir Sólveig. Veitir fjölbreytta ráðgjöf Sólveig ehf. er fyrirtæki sem veit- ir óháða fjármálaráðgjöf til einstak- linga og fyrirtækja, en hvað þýð- ir það? „Það getur verið allskon- ar. Það skemmtilega við að vinna í þessum geira á Íslandi er að maður fær að taka þátt í svo ótrúlega fjöl- breyttum verkefnum. Mín stefna er að vinna fyrir lítil eða meðal- stór fyrirtæki og einstaklinga en ég hef þó fengið einhver stór fyrir- tæki líka. Ráðgjöfin mín snýr að svo mörgu, til dæmis að veita ráðgjöf um fjármögnun á nýjum einingum fyrirtækja, endurfjármögnun lána og kaupum á eignum, þá hvernig eigi að fjármagna kaupin og sam- skipti við banka, kröfuhafa, hlut- hafa eða fasteignasala. Ég get líka veitt ráðgjöf við gerð fjárhagsáætl- ana eða stefnumótun í fjármálum. Ég hef til dæmis verið ráðgjafi varð- andi kröfu hafa og við fasteignasala í stærri viðskiptum yfir milljarð. Ver- kefnin eru mjög fjölbreytt og ég hef komið að verkefnum sem snúa að húsnæðis kaupum, vélakaupum, al- mennum rekstri, hlutafjáraukningu eða kaupum, verðmati og fjármögn- un á róbótum. Meginþorri íslenskra fyrirtækja eru lítil eða meðalstór og þar er að finna mjög flott og spennandi verkefni. En þessi fyrir- tæki eru sjaldnast með starfsmann í lausafjárstýringu eða með fjármála- stjóra. Þetta eru fyrirtæki sem hafa bókara og kannski endurskoðanda einu sinni á ári en ekki manneskju sem sér um að skoða kaup og kjör, endurfjármögnun, innlánsvexti og fjárfestingar sem gætu skapað tæki- færi til frekari vaxtar fyrirtækisins,“ útskýrir Sólveig. Gott að fá inn utanað- komandi aðila Aðspurð segir Sólveig mörg fyr- irtæki geta hagnast á því að fá ut- Hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fjármálum og er nú sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi Rætt við Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur fjármálaráðgjafa frá Hvanneyri Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi frá Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.