Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202230 Hvernig fannst þér Þorrablót Skagamanna? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sigrún Ágústa Helgudóttir „Mér fannst það frábært og sér- staklega skaupið.“ Sigríður K. Valdimarsdóttir „Mér fannst það mjög skemmti- legt.“ Anna Berglind Einarsdóttir „Mér fannst það virkilega skemmtilegt.“ Ásbjörn Egilsson „Við vorum með gesti úr bæn- um og misstum af því.“ Sólveig Sigurðardóttir „Mér fannst það vel skipulagt og góð afþreying.“ Lífshlaupið er heilsu- og hvatn- ingarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til marga. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis land- læknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum seg- ir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur dag- lega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Eins og ávallt eru landsmenn hvattir til að taka þátt í Lífshlaup- inu og skapa skemmtilega stemn- ingu og auka félagsandann á vinnu- staðnum eða í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga vel að bæði andlegri og lík- amlegri heilsu. Huga þarf að heils- unni og vera dugleg/ur að hreyfa sig reglulega, muna að allt telur. Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka: Vinnustaðakeppni frá 2. febrúar til 22. febrúar fyrir 16 ára og eldri. Framhaldsskóla- keppni frá 2. febrúar til 15. febrúar fyrir 16 ára og eldri. Grunnskóla- keppni frá 2. febrúar til 15. febrú- ar fyrir 15 ára og yngri. Einstak- lingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið. Hægt er að skrá sig inn á www.lifshlaupid.is. vaks Snæfell gerði góða ferð í Garða- bæinn í 1. deild kvenna á laugar- daginn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, lokatölur 52:66 fyrir Snæ- felli. Besti leikmaður Snæfells í vet- ur, Sianni Martin, er komin í þriggja leikja bann og var því ekki með gegn Stjörnunni en það virtist ekki koma að sök. Fyrsti leikhluti var hnífjafn, Snæfell var þó með undirtökin allan tímann en frekar lítið var um stigaskor hjá báðum liðum, staðan 13:15 fyrir Snæfelli. Í byrjun annars leikhluta náði Snæfell góðum kafla og var komið með níu stiga forystu eftir tæplega fimm mínútna leik og hélt því forskoti fram í hálfleik, stað- an 23:32. Í þriðja leikhluta náðu Snæfells- stúlkur að auka muninn enn meira og voru komnar með 15 stiga for- skot eftir tæplega sjö mínútna leik. Stjarnan var þó ekki alveg á því að gefast upp og náði að minnka mun- inn í ellefu stig fyrir síðasta leik- hlutann en Snæfell enn með örugga forystu, 41:52. Í honum hleypti Snæ- fell Stjörnunni aldrei of nálægt, þær spiluðu af mikilli skynsemi og unnu að lokum sanngjarnan sigur, 52:66. Stigahæstar í liði Snæfells í leikn- um voru þær Rebekka Rán Karls- dóttir með 21 stig, Minea Takala með 13 stig og Rósa Kristín Indriða- dóttir með 12 stig. Hjá Stjörnunni var Diljá Ögn Lárusdóttir allt í öllu með 30 stig, Hera Björk Arnarsdótt- ir með 8 stig og Elva Lára Sverr- isdóttir með 6 stig. Mikil spenna er komin í deildina nú þegar hún er rúmlega hálfnuð. Á toppnum sitja lið ÍR og Ármanns með 18 stig, í þriðja til fimmta sæti eru lið Snæfells, Aþenu og Þórs Ak- ureyrar öll með 14 stig og skammt á eftir eru KR og Hamar-Þór með 12 stig í sjötta og sjöunda sæti deildar- innar. Næsti leikur Snæfells var í gær- kvöldi gegn KR í Stykkishólmi, en honum var ekki lokið þegar Skessu- horn fór í prentun. vaks Skagamenn léku gegn liði Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn og fór leikurinn fram á Höfn í Hornafirði. Átján stigum munaði á liðunum í deildinni fyr- ir leikinn, Sindri er í baráttu um að komast upp í Subway deildina á meðan ÍA situr sem fastast á botn- inum með tvö stig. Sindri byrj- aði betur í leiknum, var kominn í 16:7 eftir rúmlega fimm mínútur og bætti enn við forskotið það sem eftir lifði leikhlutans, staðan 27:12. Munurinn jókst síðan enn meir í öðrum leikhluta. Á þremur mín- útum náði Sindri að skora 13 stig gegn aðeins þremur stigum gest- anna, staðan 40:17 og þegar flaut- að var til leikhlés var þetta á svip- uðum nótum, 51:33 fyrir heima- menn. Lítið gekk hjá Skagamönnum að saxa á forskot heimamanna í þriðja fjórðungnum, liðin skiptu- st á að skora og staðan 73:57 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Skaga- menn náðu síðan að koma aðeins til baka því eftir rúman fimm mín- útna leik var munurinn orðinn tíu stig og smá von kviknaði í herbúð- um ÍA en nær komust þeir ekki. Sindramenn hleyptu þeim aldrei of nálægt og öruggur sigur Sindra í höfn á Höfn, 89:77. Skagamenn léku eins og í undanförnum leikjum án Banda- ríkjamannsins Cristopher Clover. Hann fór til heimalandsins í jólafrí í desember og fékk síðan kóvid og hefur því enn ekki fengið að koma til landsins en er væntanlegur fyr- ir mánaðamótin. Nestor Saa ákvað að yfirgefa Skagamenn á síðasta ári og fór erlendis. Bretinn Lucien Christofis var að spila sinn annan leik fyrir ÍA og styrkir liðið mik- ið en hann hefur leikið í Svíþjóð undanfarin ár. ÍA hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni eft- ir að hafa unnið sinn fyrsta sigur gegn Hrunamönnum um miðjan desember. Stigahæstir í liði ÍA voru þeir Lucien Christofis með 28 stig, Davíð Alexander Magnússon með 15 stig og Þórður Freyr Jónsson með 14 stig. Í liði Sindra var Pat- rick Simon með 20 stig, Jordan Connors með 19 stig og 20 fráköst og Tómas Orri Hjálmarsson með 17 stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fjölni sunnudaginn 30. jan- úar á Akranesi og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Lífshlaupið hefst í byrjun febrúar Snæfell nálgast toppbaráttuna eftir sigur á Stjörnunni ÍA í sigurleiknum gegn Hrunamönnum í desember. Ljósm. vaks ÍA tapaði gegn Sindra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.