Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202226 Eftirfarandi vangaveltur við punkta bæjarstjórnar eru frá leiðbeinend- um Fjöliðjunnar með meðbyr frá stjórnendum Fjöliðjunnar. Við ósk- um eftir svari sem fyrst þar sem út- skýrt er nánar hvað við er átt, með rökstuðningi á hvernig sú ákvörðun er til hagsbóta fyrir starfsmenn Fjöliðjunnar. Á kynningu ykkar á nýrri „Sam- félagsmiðstöð“ var farið yfir þrjú atriði sem ákvörðun þessi byggði á og væri hagkvæmur fyrir þær þrjár starfsstöðvar sem ætlað er að verði þar. 1. ,,Með Samfélagsmiðstöð er hægt að byggja upp þjónustu og tækifæri til frístundastarfs fyrir alla íbúa, skapa aðstöðu til þátttöku til atvinnu, náms, endurhæfingar og til fræðslu og frístunda. Fjölbreyttur starfsmannahópur með ýmsa sérþekkingu getur eflt þekk- ingarflæði sín á milli.“ „Samfélagsmiðstöð“ getur hljóm að vel. Starfsmenn Fjöliðj- unnar eiga hins vegar annað og betra skilið en að vera stíað í sund- ur og stúkað í hólf með öðrum, bara til að gefa þessu öllu gott nafn. Þarna er verið að slíta okkar hóp í sundur til að sameina með öðr- um hópum sem eiga ekki endi- lega samleið með starfsmönnum Fjöliðjunnar. Starfsmannahóp- ur Fjöliðjunnar er fjölbreyttur og margir hverjir mjög viðkvæmir og geta verið berskjaldaðir innan um aðra hópa. Samfélagið og við sjálf ger- um kröfur og óskum eftir því að fólk með fötlun vinni á almenn- um vinnumarkaði. Þetta samsvarar eldri hugmyndafræði um normalís- eringu þar sem að hugsunin er sú að fatlað fólk eigi að aðlaga sig að samfélaginu. Nú á dögum tölum við um sjálfsákvörðunarrétt fólks á eigin lífi. Í fyrstu skýrslu Íslands, frá árinu 2020, um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir: „Litið er á hugtakið fötlun frá félagslegu sjónarhorni. Í því felst að fyrir því séu einnig félagslegar ástæður að fólk með skerta færni eigi þess ekki kost að taka full- an þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Hugtakið lýtur þannig að tengslum einstaklings með skerta færni og umhverfis hans. Með því er athygli beint að þeim fé- lags- og umhverfisþáttum sem tak- marka jafnræði, til dæmis tjáskipt- um og aðgangi að upplýsingum og menntun. Ráðstafanir til að auka jafnræði skulu því snúa bæði að því að styrkja forsendur einstaklings- ins til þátttöku og laga aðgengi að samfélaginu að þörfum hans. Með því móti verði áfram dregið úr að- greiningu og félagslegri einangrun fatlaðs fólks.“ Það er því samfélagið sem fatlar fólk með því að setja upp hindran- ir sem hamla því að taka þátt út frá þeirra styrkleika og getu. Margir úr starfsmannahópi Fjöliðjunnar munu alltaf þurfa ör- uggt vinnuumhverfi. Það er skylda samfélagsins að gera þeim kleift að vaxa og vera þau sjálf. „Samfé- lagsmiðstöð,“ fyrir fjölda fólks sem ætlað er hólf í fjölbýli, samræm- ist ekki við þeirra þörf á öruggu vinnuumhverfi. „Fjölbreyttur starfsmannahópur með ýmsa sérþekkingu getur eflt þekkingarflæði sín á milli.“ Okk- ur langar að vita hvað þið eigið við með þekkingarflæði? Og hvaða þekking er það sem þarf að flæði á milli Fjöliðjunnar og annarra starfsstöðva, og þarfnast þess að vera í sama húsi? Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að leiðbeinendur Fjöliðjunnar gangi í störf annarra deilda og hvernig getur það verið hagur starfsfólks Fjöliðjunnar? Hvernig er ykkar sýn á að þessi hugmynd hlúi betur að starfsmönn- um Fjöliðjunnar? 2. „Á forsendum hugmynda- fræði um samfélag án að- greiningar og í ljósi þess að starfsemi Akraneskaupstaðar sem nú dreifist á marga staði fær húsnæði mun fyrr, jafnvel mörgum árum fyrr. Í dag er lítið flæði fagþekkingar á milli staða né samnýting á rýmum. Hver (Starfsendurhæfing), Frístundastarfið og Þorpið fá húsnæði mun fyrr sem annars yrði að bíða í mörg ár. Seinkun verður frá fyrri hugmyndum á uppbyggingu fyrir Fjöliðj- una en markmiðið er að búa til öflugra húsnæði sem mun hlúa betur að starfsmönnum og notendum nýja húsnæð- isins Fjöliðjunnar, HVER og félagsmiðstöðvar og annars frístundastarfs. Jafnframt möguleiki að skapa glæsilega aðstöðu í garði sem er við Dal- braut 8 þar sem verður gróð- urhús og matjurtaræktun svo eitthvað sé nefnt sem nýtist í fjölbreyttu starfi miðstöðvar- innar.“ Fyrir Fjöliðjuna mun þetta seinka því að framtíðarhúsnæði verði til- búið en við höfum nú þegar beðið í tæp þrjú ár og erum nú samt fyrir aftan byrjunarreit! Hvaðan kemur sú sýn að þessi lausn sé betri en fyrri hugmynd sem hefur verið í undirbúningi síð- astliðin ár í samstarfi við fólk sem vinnur og stjórnar Fjöliðjunni? Hvernig funduð þið það út? Hvers vegna er það neikvætt að þessar starfsstöðvar dreifist um bæjarfélagið? Hvað réttlætir það að þessar þrjár starfsstöðvar þurfi að vera undir sama þaki? Hvers vegna ekki Þorpið, bókasafnið og sundlaugin? Eða HVER, bæjar- skrifstofan og bókasafnið? Með þessu fyrirkomulagi er verið að rífa okkar starfsemi í sundur til að púsla saman með öðrum. Við höf- um átt í góðu samstarfi við Þorpið og HVER undanfarin ár án þess að vera undir sama þaki, af hverju þarf að breyta því núna? Fyrir marga starfsmenn er gróð- urhúsið mikilvægur hvíldarstað- ur þar sem þeir geta ýmist stundað ræktun eða nýtt rýmið til slökunar, átt gæðatíma í spjalli og fengið sér kaffisopa. Þarna vinnum við með Eden hugmyndafræðina þar sem áherslan er á samveru og félags- skap, að njóta í núvitund, verkefnið sjálft er ekki aðalatriðið sem unnið er út frá. Heldur geta og áhugi einstaklingana í samstarfi við leið- beinendur þar sem allir finna sig og hafa hlutverk. Við viljum hafa garðinn opinn fyrir samfélagið. Það verður þó að vera í samræmi við aðstæður okk- ar starfsmanna, að deila garðinum með öðrum hópum er almennt ekki mögulegt án þess að tapa miklum gæðum í starfi. Í fyrstu var gert ráð fyrir að Fjöliðjan yrði með gróðurhúsið á lóðinni að Dalbraut 10 með aðgang að Orkuveitugarðinum að Dal- braut 8. Þetta hefur verið minnkað niður í einungis garðinn á Dalbraut 8. Ef við ættum að nýta lóðina þar til matjurtaræktunar og annarr- ar ræktunar þá þyrfti að fella flest trén. Það yrði því ekki lengur fal- legur trjágarður heldur lóð fyrir gróðurhús. Hvernig er ykkar sýn á að þessi hugmynd hlúi betur að starfsmönn- um Fjöliðjunnar? 3. „Fjárhagsgreining leiðir til þess að þessi valkostur er hag- kvæmari til lengri tíma m.t.t. uppbyggingar. Fjárfesting er meiri til að byrja með en tekj- ur af auknu byggingamagni á Dalbrautarreit eru meiri af þessum valkost fyrir Akranes. Jafnframt er tækifæri til að því að veita betri þjónustu við íbúa sem verður hagkvæmari sem m.a. felst í samnýtingu rýma og nýtingu á fagfólki.“ Skoðum orðræðuna „samfélag án aðgreiningar“. Okkar skilning- ur á orðræðunni er úr samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þar segir m.a. í 10. grein: „Aðildarríkin árétta að sér- hver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skulu gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virk- an hátt til jafns við aðra“. Okkar skilningur er ekki að deila húsnæði með börnum og fólki í endurhæf- ingu. Hvernig er það samfélag án aðgreiningar? Hvers vegna ekki að deila byggingu með bæjarskrifstofu bæjarins? Þar værum við brautryðj- endur í þessum málum sem sýndi framsækni Akraness. Bygging með fötluðu fólki, börnum og fólki í endurhæfingu er ekki brautryðj- andi á íslenskum og evrópskum vettvangi heldur pláss- og peninga- sparnaður. Hvernig skilgreinið þið samfélag án aðgreiningar? Hvernig á þessi samnýting rýma að vera? Hvaða rými á að nota saman og hvernig sjáið þið hag í því fyrir starfsfólk Fjöliðjunnar? Aftur komið þið inn á samnýt- ingu starfsfólks. Hvernig sjáið þið samnýtingu okkar fagfólks innan þessarar samfélagsmiðstöðvar? Komið er inn á að íbúar Akraness geti nýtt þessi rými líka, hvernig nýting er það? Það ætti ekki að þurfa að taka það fram enn á ný en í ljósi stöð- unnar í dag virðumst við ekki geta sagt hlutina nógu oft. Vinna með fólki sem þarfnast aðstoðar og leið- sagnar er vandmeðfarin sem verð- ur að sinna af alúð og trúmennsku. Því viljum við árétta enn og aftur að Fjöliðjan er viðkvæmur vinnustað- ur og er samnýting rýma og fag- fólks ekki hagkvæm fyrir starfsemi Fjöliðjunnar. Eflaust er að fjárhagslega sé best að hafa starfsemi Fjöliðjunn- ar á fyrstu hæð í blokk vegna þess að íbúðir á fyrstu hæð eru ekki jafn auðseljanlegar og því kjörið að setja okkur þangað. Þannig að í raun snýst þetta aldrei um fólk heldur peninga? Hvernig er ykkar sýn á að þessi hugmynd hlúi betur að starfsmönn- um Fjöliðjunnar? Viðauki Akranes er eftirsóttur bær í mikilli sókn. Alls staðar eru framkvæmdir og rými fyrir íbúðarhúsnæði og alls kyns atvinnurekstur er að verða til. Þurfum við virkilega að deila hús- næði með öðrum og starfa undir fjölbýlishúsi? Móttaka einnota umbúða er órjúfanlegur hluti af heildarmynd Fjöliðjunnar og mikilvæg lang flestu okkar fólki, þangað sækja þau daglega til að fylgjast með gangi mála og taka þátt í þeirri vinnu sem fer þar fram. Í okkar hugmyndafræði reynum við að finna og nota styrk hvers og eins til vinnu, við höfum þessi tæki- færi sem flöskumóttaka, Búkolla, gróðurhús og önnur verkefni eru daglega til staðar fyrir starfsmenn Fjöliðjunnar, það er eitthvað sem við á Akranesi getum verið stolt af. Ósk okkar hefur alltaf verið að fá Búkollu til okkar og fundum við vilja ykkar fyrir því. Við finnum þann vilja ekki í dag og er eins og það hafi aldrei staðið til. Búkolla þarf og ætti að vera við hlið Fjöliðj- unnar því hún á að vera í boði fyrir alla starfsmennina. Við viljum hafa Pennagrein Opið bréf til bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.