Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Page 28

Skessuhorn - 26.01.2022, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Pennagrein Pennagrein Í vor verða 28 ár síðan Snæfellsbær varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga; Staðarsveitar, Breiða- víkurhrepps, Neshrepps utan Enn- is og Ólafsvíkurkaupstaðar. Segja má að sú sameining hafi heppn- ast vel og íbúar sveitarfélagsins séu ánægðir hvernig til tókst bæði í dreifbýli og þéttbýli. Okkur hef- ur tekist að byggja upp öflugt sam- félag með sterka innviði og góða þjónustu. Hins vegar er mikilvægt að skoða stöðuna á hverjum tíma og hugsa til framtíðar hvað varð- ar uppbyggingu samfélagsins, íbú- um til heilla. Þess vegna tók bæjar- stjórn Snæfellsbæjar þá ákvörðun að óska eftir sameiningarviðræðum við Eyja- og Miklaholtshrepp. Ástæða þess að bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar telur skynsamlegt að sameina þessi sveitarfélög er sú að með því munum við efla bæði sveitarfélögin á svo margan hátt og þá sérstaklega dreifbýlið á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Með samein- ingu yrði ein landfræðileg heild frá Haffjarðará að Búlandshöfða sem skapar mikil tækifæri til framtíðar fyrir íbúa svæðisins alls. Það er ekkert launungarmál að stærsta málið hvað varðar sam- eininguna er framtíð skólastarfs á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er mín skoðun að með sameiningu sveitarfélaganna getum við rekið einn öflugan dreifbýlisskóla, sem er lykilatriði fyrir öflugri byggð á svæðinu. Sú staðreynd að börnum á svæðinu hefur fækkað mikið er verkefni sem þarf að bregðast við með öflugri viðspyrnu og það ger- um við með því að efla skólastarfið. Þannig fáum við unga fólkið til að vera áfram og nýja íbúa til að koma og búa á svæðinu. Við í Snæfellsbæ erum ákaf- lega stolt af okkar skólastarfi og er skólinn á Lýsuhóli þar engin undantekning. Þar hefur í gegnum árin verið ákaflega kröftugt skóla- starf með ýmsum skemmtilegum áherslum sem hafa vakið athygli á landsvísu. Nemendur sem hafa lokið námi frá Lýsuhólsskóla hafa skarað fram úr á mörgum sviðum sem segir margt um skólastarfið. Atvinnutækifæri í dag eru það fjölbreytt að fólk getur í æ meira mæli unnið vinnu sína að stórum hluta heima frá sér sem er afar já- kvætt. Bæði sveitarfélögin hafa byggt upp ljósleiðarakerfi sem er bylting í fjarskiptum fyrir fólk- ið í dreifbýlinu og jafnframt eyk- ur möguleika á atvinnuþátttöku frá heimili. Fjárhagsstaða beggja sveitarfé- laga er góð og hefur því umræða um fjármál sveitarfélaganna ekki verið eins áberandi eins og í mörg- um öðrum sameiningum sem er já- kvætt. Sú staðreynd að við sameiningu sveitarfélaganna komi tæpar 600 milljónir inn í samfélagið frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga gefur okkur síðan tækifæri á að efla svæðið og samfélagið í heild, enn frekar en nú er. Sú spurning hefur komið fram hvort það muni breytast hvar fólk sæki þjónustu eins og t.d. versl- un, læknisþjónustu og almenn að- föng svo eitthvað sé nefnt. Þá er því til að svara að sjálfsögðu breyt- ist það ekkert og fólk sækir þjón- ustu á hverjum tíma sem hentar hverju sinni enda binda hreppa- mörk ekki hvert fólk vill fara í þeim efnum. Hins vegar bind ég vonir við að samstarf og samvinna fólks- ins í dreifbýlinu verði enn meiri en nú er m.a. vegna þeirrar staðreynd- ar að einn öflugur skóli getur orðið „límið“ sem drífur það áfram eins og við þekkjum frá starfsemi Lýsu- hólsskóla. Starfsemin í Breiðabliki hef- ur verið að eflast á undanförnum árum og sé ég fyrir mér að hún muni eflast enn frekar og segja má að Breiðablik sé hliðið inn á Snæ- fellsnes fyrir ferðaþjónustuna. Halda má áfram að efla það sem boðið verður upp á þar með fjöl- breyttari þjónustu fyrir svæðið og þá sem okkur heimsækja. Ágætu íbúar! Þann 19. febrúar næstkomandi munu íbúar Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæj- ar kjósa um sameiningu sveitarfé- laganna og skora ég á alla að mæta og nýta sér kosningarrétt sinn, það ætla ég að gera og segja JÁ. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Horfum saman til framtíðar Í nýjasta hefti Náttúru- fræðingsins er grein um fisk- tegundina brisling sem hef- ur fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá 2017. Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hing- að til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hef- ur nú fundist víða við sunn- an- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnar firði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar. „Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerf- inu í Eystrasalti og Norður- sjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land,“ segir í frétt frá Hafrann- sóknastofnun. Brislingur líkist mjög ungsíld í útliti. Fiski- fræðingar útiloka ekki þann möguleika að hér við land sé þessi fisktegund að vaxa og mögulega nýr nytjastofn að verða til. mm Brislingur er ný fisktegund við Ísland Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á síðastliðnu kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjáv- arbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininnni. Annað okk- ar leiddi þá vinnu í góðri, þverpóli- tískri samvinnu á Alþingi og í sam- starfi við sjómenn og hagsmuna- samtök þeirra. Ekki náðist á enda- sprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auð- velt ef viljinn er til staðar. Raunar er löngu tímabært að endurskoða útfærslu og samsetningu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins, þ.e. 5,3% af heildarúthlutuðum afla á Íslandsmiðum hvert ár. Okkur þingmönnum tókst að efla strandveiðar á síðasta kjör- tímabili undir forystu VG. Það ber að gera áfram, enda jákvæð byggðaaðgerð. Stórútgerðin sér um sína. Ár sjálfbærra veiða Afli strandveiðibáta dreifðist á 51 stað vítt og breitt um landið síð- astliðið sumar en 672 leyisfhafar stunduðu veiðarnar. Mjög margir þeirra eru háðir veiðunum sem hluta lífsafkomunnar. Mörg afleidd störf í fullvinnslu í landi fylgja veiðunum og þjónustu við grein- ina, ásamt auknum tekjum hafna. Strandveiðar eru umhverfisvæn- ustu veiðar sem til eru. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út að árið 2022 skuli vera ár sjálfbærra veiða þar sem sérstök áhersla er lögð á handfæra- veiðar. Það rímar vel við strand- veiðar. Vissulega á að vinna að útgerð með vísindalegri nálgun að nýt- ingu auðlinda. Þegar sveiflur verða í afkomu lífstofna þarf að bregð- ast við, t.d. með því að auka nytj- ar eða minnka. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun hvar skerðingin, vissulega háð magninu, er látin koma niður. Vísindaleg ráðgjöf er eitt en annað hvernig er unnið úr sveiflum í útgefinni veiðiráðgjöf og aflareglu hverju sinni. Þar er brýnt að forgangsraða í þágu þeirra sem ekki þola mikla ágjöf, þ.e. smærri útgerða. Betur má ef duga skal Það urðu okkur mikil vonbrigði að sjá að strandveiðar á kom- andi sumri skulu verulega skert- ar. Í stað þess ætti að tryggja 48 vinnudaga á veiðitímabilinu. Það lögðu þingmenn VG til á á liðnu þingi m.a. í krafti formennsku í at- vinnuveganefnd. Skerðingin set- ur veiðarnar í uppnám. Hún get- ur rýrt mikla vinnu sem farið hefur fram við að ná samstöðu um efld- ar strandveiðar og að tryggja þær til framtíðar, með jafnræði og öryggi sjómanna í huga. Sagan segir okkur að margbreyti- legar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir stórútgerðina í gegnum tíðina sem ræður yfir 80 til 90% af öllum afla á Íslandsmiðum. Má þar nefna m.a. aukna yfirfærslu aflaheimilda á milli ára, sem talin hefur rúmast innan vísindalegrar ráðgjafar, og einnig niðurfellingu veiðigjalda. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta afar seint valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Meðal annars þess vegna á að leita allra leiða til að koma í veg fyrir niðurskurð 2022. Leyfa heldur þessari ábyrgu og sjálfbæru atvinnugrein að blómstra og festast varanlega í sessi í sjávar- byggðum landsins. Það er á ábyrgð okkar í VG, sem komum strand- veiðunum á 2009, að standa vörð um þær og efla. Vel getur verið að ráðherrann okkar nái að draga úr skerðingunni þegar vorar. Hún hefur viljann til þess og hugur hennar stendur til þess í anda stefnu VG. Við bæði treystum og hvetjum til þess að svo megi verða á ári sjálfbærra veiða. Lilja Rafney Magnúsdóttir, vara- þingmaður VG í Norðvesturkjör- dæmi. Ari Trausti Guðmundsson, fv. þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Sjálfbærar strandveiðar!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.