Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 27 Vísnahorn Það eina sem ekki breytist er að allt breytist sagði einhver skynsamur maður fyrir margt löngu. Ætli það gildi ekki enn þó hugsanlega breyt- ist ekki allt á þann veg sem okkur hugnast best. Kristján heitinn Run- ólfsson hefur verið farinn að hugsa til þorrablótanna þegar hann orti: Eru liðin áramótin. Allir skoða farinn veg. Þá er stutt í þorrablótin, þá er tíðin skemmtileg. Allar horfur eru á að þorrablót falli að mestu niður þetta árið eða verði í skásta falli ekki svipur hjá sjón. Það eru að vísu nokkur ár síðan Sturla Friðriksson lét þessar vísur frá sér fara en ætli við rifjum samt ekki upp hluta þeirra einn ganginn enn: Nú Þorra má brátt ekki blóta því bannað er Hvali að skjóta og alls engan sel má víst svæfa í hel og svið eru komin með kvóta. Í eyði og deyfð er hver dalskiki svo dragnast nú þjóðin að malbiki. Og finnst varla sá sem fitar sig á sel eða súrsuðu hvalspiki. Svo heyrist frá heilbrigðisköpp- unum að menn hámi með súrsviða- löppunum, í sig ósköp af sóti í sérhverju blóti, og rotvörn með rófustöppun- um. Sum krásin er sjaldgæf og sést ekki og sumt er víst óhollt og ést ekki, en ég uni þó við þennan íslenska sið þetta át og það blót sem ég best þekki. Samkvæmt læknavísindunum er þorramatur eitthvað það óhollasta sem hægt er að láta ofaní sig og virðist þó flestur matur óhollur en að vísu seigdrepandi. Raunar reikn- ast mér svo til að þjóðin ætti að vera útdauð fyrir nokkrum mannsöldr- um ef ekki væri fyrir einhver sér- stök kraftaverk. Helgi Hálfdanar- son setti saman kvæðið Matar - Æði með hliðsjón af grein í dönsku læknatímariti og hefst það á þessa leið: Enn þjakar Adams niðja ýmisleg bölvuð mæða, sárlegust sú af öllum sú sem kölluð er fæða. Fiskurinn eyðir óðar öllum krafti úr skrokknum allt kjöt er óhollt líka einkum úr gæðaflokknum. Mörgum þykir hákarlinn nauðsynlegastur af öllu nauðsyn- legu á þorrablótum en um tíma var hann ekki svo auðfenginn. Fyr- ir margt löngu var kveðið um há- karlsveiðar frá Hóli við Dalvík: Allar gjafir eru frá æðstum himnadrottni. En hákarlinn sem Hólsmenn fá hann er neðan frá botni.Annað lífsnauðsynlegt fyrirbæri á þorrablótum er blessað hangi- kjötið sem núorðið þekkist helst sem þorramatur þó það flokkað- ist bara undir almennan mat hér áður. En um það var kveðið: Þótt mig hrelli fljóðin frí og forðist yndi að ljá mér hafa þær margar húkkað í hangikjötið á mér. En eitthvað þarf líka til að skola niður hinni föstu fæðu. Ekki dugir að hún standi í mönnum. Björn Guðmundsson frá Bæ hafði þetta að segja: Þegar standa þrautir hátt, þrýtur andans megin, eg að vanda uppá gátt opna landafleyginn. Aðeins hefur það borið við að þorrablót hafi verið bendluð við ógætilega meðhöndlun áfengra drykkja og þó þessi staka sé að vísu tæplega ort á þorrablóti er hún jafn- góð fyrir því: Treystu djarft á drottinn þinn, drjúg er náðarausan. Sittu og drekktu drengur minn djöfulinn ráðalausan. Það gæti hins vegar vel hafa verið á þorrablóti sem Birgir Hartmanns- son hitti kunningja sinn ölkæran nokkuð og innti hann eftir því hvort hans ektavíf og betri helmingur væri ekki á samkomunni. Kunninginn svaraði að bragði „Hún er að dansa sem stendur, það kom einhver kurf- ur og bauð henni upp, skál vinur.“ Varð þetta tilefni eftirfarandi hug- leiðingar: Innbyrðir hann áfengið orðinn talsvert kenndur en frúnni dvelst í dansi við djöfuls kurf sem stendur. En það er nú ekki nóg að tala um þorrablótið eitt. Dagurinn á eftir er síst ómerkari en stundum örlítið óskemmtilegri. Helgi Zimsen orti um kunningja sinn: Þorrablót á léttur leistu, ljúfum undir hag. Með sviðinn kjamma og súrnuð eistu siturðu í dag. Grun, en ekki vissu, hef ég um að það hafi verið Örn Snorrason sem setti þetta saman en hvort það var eftir þorrablót get ég ekki fullyrt: Hvílík högg og hamraskak. Af hjarta yrði ég glaður ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður. Þorleifur Konráðsson lýsti hins- vegar deginum eftir þorrablótið með þessum orðum: Það var skálað meira og minna. Margoft við hvert lag og djöfull sem ég fékk að finna fyrir því í dag. Teitur Hartmann þurfti eftir nokkrar inntökur á fljótandi fæði, hvort sem þær áttu sér nú stað á þorrablóti eða ekki, að vökva fóstur- jörðina og gekk inn í garð þeirra er- inda þegar húsráðandi kom held- ur önugur og vísaði honum burt. Teitur svaraði: Enga frekju, haf þig hægan, Heyrðu sannleikann; Til að gera garðinn frægan gekk ég inn í hann. En maður er manns gaman, nú eða kona er manns gaman, ja eða maður er konu gaman því gæta verður að kynlægu jafnvægi. Alla- vega eru mannfundir jafnt stórir sem smáir okkur yfirleitt heldur til ánægju enda á svo að vera. Ólafur Sigfússon í Forsæludal nefnir eftir- farandi vísu Bón: Viltu gæfu lána lið, leggja að nýjum eldi, auka mína ævi við einu gleðikveldi. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Til að gera garðinn frægan - gekk ég inn í hann! flæði þar á milli rétt eins og með flöskumóttökuna og geta þannig boðið upp á virka þátttöku daglega til styttri eða lengra tíma, jafnvel að geta kíkt þangað með starfsmönn- um án mikilla fyrirhafnar og/eða fólksflutningum á einkabílum eða þeim bílskrjóð sem við höfum til afnota. Starfsmenn ná ekki að nýta þessi tækifæri eins og við myndum vilja vegna staðsetningar Búkollu. Fjöliðjan sinnir fleiri verkefn- um sem ekki verða tæmandi talin í þessu bréfi en viljum við þó nefna litlu góðu rafsteypivélarnar og aðrar vélar, eiga þær líka að vera á neðstu hæð í blokk? Þessi atvinnutækifæri eru sér- staða í rekstri Fjöliðjunnar sem starfsmenn geta sinnt. Þegar þess- ar stöðvar eru teknar í sundur sjá- um við jafnvel fram á að þessi tæki- færi, sem við höfum byggt upp, fjari frá okkur og yfir til annarra. Er það kannski eitthvað sem bæjarstjórn er að vinna að í skjóli nætur? Það er okkur mikilvægt að fá til okkar viðskiptavini flöskumóttök- unnar og Búkollu, þannig tengju- mst við samfélaginu á uppbyggi- legan og félagslegan hátt. Það er dæmi um náttúrulegt samfélag án aðgreiningar, en ekki að vera á neðstu hæð í blokk þar sem fólk getur komið að kíkja á fatlað fólk undir nafninu „samfélagsmiðstöð.“ Látum hér fylgja með brot úr Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem tók gildi hér á landi árið 2008. Þennan samn- ing erum við stolt af að hafa til hlið- sjónar í okkar starfi í Fjöliðjunni: 3. gr. Almennar meginreglur. Meginreglur samnings þessa eru eftirfarandi: a) virðing fyrir eðlislægri mannlegri reisn, sjálfræði einstak- linga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálfstæði einstaklinga, b) bann við mismunun, c) full og virk þátttaka í samfé- laginu án aðgreiningar, d) virðing fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum marg- breytileika og mannkyni, e) jöfn tækifæri, f) aðgengi, g) jafnrétti á milli karla og kvenna, h) virðing fyrir getu fatlaðra barna sem þróast og breytist og virðing fyrir rétti þeirra til að varð- veita sjálfsmynd sína, 27. gr. Vinna og starf. 1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviður- væris með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengi- legt. Aðildarríkin skulu tryggja og stuðla að því að rétturinn til vinnu verði að veruleika, meðal annars fyrir þá sem verða fatlaðir meðan þeir gegna starfi, með því að gera viðeigandi ráðstafanir, til að mynda með lagasetningu, til þess meðal annars: b) að vernda rétt fatlaðs fólks, til jafns við rétt annarra, til sann- gjarnra og hagstæðra vinnuskil- yrða, meðal annars jafnra tæki- færa og launajafnréttis, öryggis og hollustu á vinnustað, þar með talið vernd gegn áreitni, og til þess að fá úrlausn kvörtunarmála, Við sjáum ekki starfsfólk Fjöliðj- unnar fyrir okkur njóta sín í vinnu- umhverfi „samfélagsmiðstöðvar“ né að faglegt starf með þeirra hags- muni að leiðarljósi fái notið sín. Við getum heldur ekki séð hvers hagur það er að skilja Fjöliðjuna í tvennt og skerða þannig atvinnutækifæri og félagsleg samskipti starfsfólks- ins. Þessi hugmynd er að okk- ar mati eins fáránleg og að detta í hug að apótek ætti að sameinast t.d. dekkjaverkstæði. Við teljum að erfitt verði ef ekki bara ógjörning- ur að vinna við þessar aðstæður sem eru algjörlega á skjön við þá vinnu sem við höfum tileinkað okkur til margra ára. Vaknið, sýnið kjark og vinnið fyr- ir fólkið sem á ykkur treysti. Með ósk um upplýsandi við- brögð. Akranes 20.01.2022. Erla Björk Berndsen Pálmadóttir Guðrún Fanney Helgadóttir Hafdís Arinbjörnsdóttir Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir Kathrin Jolanta Schymura Kolbrún Benediktsdóttir Kristín Halldórsdóttir María Lúísa Kristjánsdóttir Sigurrós Ingigerðardóttir Svana Guðmundsdóttir Þórdís Ingibjartsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.