Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 7 S K E S S U H O R N 2 02 2 Auglýsing um lausar lóðir í Melahverfi, Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir umsóknum í lausar byggingarlóðir við Lyngmel í Melahverfi. Um er að ræða 14 lóðir fyrir; einnar hæðar einbýlishús, parhús og raðhús með samtals 14 íbúðum. Einbýlishúsalóðir: Götuheiti: Hámarks byggingarstærð: *Gatnagerðargjald kr./m2 Lyngmelur nr. 5 350 m2 28.828 kr./m2 Lyngmelur nr. 7 325 m2 28.828 kr./m2 Lyngmelur nr. 9 325 m2 28.828 kr./m2 Lyngmelur nr. 11 325 m2 28.828 kr./m2 Lyngmelur nr. 13 325 m2 28.828 kr./m2 Lyngmelur nr. 15 280 m2 28.828 kr./m2 Parhúsalóðir: Götuheiti: Hámarks byggingarstærð: *Gatnagerðargjald kr./m2 Lyngmelur nr. 10-12 (2x200) 400 m2 22.457 kr./m2 Lyngmelur nr. 14-16 (2x200) 400 m2 22.457 kr./m2 Raðhúsalóð: Lyngmelur nr. 2,4,6 og 8 (4x185) 740 m2 22.457 kr./m2 *Gatnagerðargjald er háð byggingarvísitölu og reiknast sem hlutfall af byggingarkostnaði, viðmið frá janúar 2022. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar www.hvalfjardarsveit.is og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi, Hvalfjarðarsveit. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar eða á netfangið bygging@hvalfjardarsveit.is Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Hvalfjarðarsveit. Frestur til að skila inn umsóknum er til 8. febrúar 2022 F.h. Hvalfjarðarsveitar Arnar Skjaldarson, byggingarfulltrúi Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2022. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 74 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á mínar síður/pósthólf á www.Island.is. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is og einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 20. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 74 ára eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 74 ára eða eldri afþakkað greiðsluseðla. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Á miðnætti í gær tóku gildi veru- legar tilslakanir á reglum um sótt- kví vegna Covid-19. Einstaklingar sem hafa orðið útsettir fyrir smiti utan heimilis eða dvalarstaðar þurfa ekki lengur að fara í sóttkví en fara þess í stað í smitgát. Áfram þarf að fara í sóttkví ef einstakling- ur verður útsettur fyrir smiti inn- an heimilis eða dvalarstaðar nema ef viðkomandi er þríbólusettur, þá þarf að viðhafa smitgát sem lýk- ur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða undanþegin smitgát. Reglur fyrir sóttkví verða þannig að einstaklingar sem verða útsett- ir á heimili og eru ekki þríbólusett- ir verða áfram að fara í fimm daga sóttkví sem lýkur með neikvæðu PCR prófi. Ef ekki er hægt að viðhafa fullan aðskilnað frá smit- uðum einstaklingi á heimilinu lýk- ur sóttkví með PCR prófi degi eftir að sá smitaði hefur lokið einangr- un. Reglur um smitgát verða þannig að einstaklingar sem verða útsettir fyrir smiti utan heimilis skulu bera grímu í margmenni og þegar ekki er hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti og inni. Viðkom- andi skal forðast staði þar sem margir eru og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smit- gát verður í fimm daga en ekki þarf að fara í sýnatöku að henni lokinni nema þríbólusettir einstaklingar sem hafa orðið útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri þurfa ekki að fara í smitgát en þurfa að fara í sóttkví ef smit greinist á heimilinu. arg/ Ljósm. Gunnhildur Lind Slakað á sóttkví

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.