Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 20224 Liðin vika var aldeilis viðburðarík og margt sem hægt væri að tína til og fjalla um í pistli sem þessum. Af handahófi gæti ég nefnt stórkost- legt landslið okkar Íslendinga í handbolta sem gert hefur garðinn frægan um gjörvalla Evrópu, allavega í þeim löndum sem hafa einhvern áhuga á íþróttagreininni. Reyndar sá ég hjá kunningja mínum sem býr í Hollandi að þar í landi var leikur landsliðs þeirra og Íslands ekki sýndur í neinni af þeim fimmtíu sjónvarpsstöðvum sem þar eru. Svona er jú misjafn smekk- urinn. Okkar strákar unnu þann leik, en svo komst veiran í landsliðshóp- inn. Kalla þurfti út varalið og næsti leikur gegn Dönum tapaðist. Enn fleiri veiktust, útlitið var kolsvart og kalla þurfti út enn fleiri varamenn. En það kom ekki að sök því B-lið Íslands vann frækinn sigur á Ólympíumeisturum Frakka sem vafalaust verða lengi að bera barr sitt eftir laugardaginn. Svo í leik gegn Króötum á mánudaginn var púðrið búið hjá varaliðinu. Tek engu að síður ofan fyrir strákunum sem eru miklar hetjur. Þetta gæti ég skrifað um en ekki síður skipulagt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Reynis Trausta- sonar sem heldur úti vefmiðlinum mannlif.is. Tölvum og gögnum stolið. Reynir hefur aldrei verið banginn við að skrifa um framámenn né peninga- menn. Málið mun vafalítið þróast áfram, en engu að síður er það alvarlegur hlutur þegar framin er árás á starfandi fjölmiðil sem er að vinna eftir bestu getu og vitund. Þorrinn gekk í garð á föstudaginn, bóndadagur heilsaði. Upphófst mat- arhátíð sem margir njóta hvað mest allra hátíða. Þeirra á meðal ég sem er af þeirri kynslóð, líklega þeirri síðustu, sem almennt kann að meta matar- venjur genginna kynslóða. Ein af þeim kjötvinnslum sem vinnur og selur þorramat brá á það ráð að fá ungmenni á auglýsingastofu í Reykjavík til að gera auglýsingaherferð fyrir sig. Úr urðu heiðbleikar auglýsingar þar sem blótað var mikið, mörg óprenthæf orð notuð. Viðkomandi textahöfundar voru þó ekki betur að sér í ylhýra málinu en svo að þeir héldu að orðatil- tækið að „blóta Þorra“ merkti að formæla einhverju. Þar skripluðu þeir illa á skötunni því að blóta Þorra þýðir að „dýrka“ eitthvað. En þeir sem hugðust gott til glóðarinnar og ætluðu að blóta Þorra gripu margir hverjir í tómt í stóru keðjuverslununum hér á landi á sjálfan bónda- daginn. Í ljós kom nefnilega að innkaupastjórar stórmarkaðanna höfðu vanmetið eftirspurnina. Víða var algjör þurrð af þorramat fyrir hádegi í sumum keðjuverslunum og í besta falli hægt að velja úr tveimur stærð- um af hvítum fötum með súrmat. Slíkar fötur eru hins vegar afskaplega óspennandi fyrir okkur sem blótum Þorra, mikið plast og innihaldið rýrt. Við viljum nefnilega sjá það sem við erum að kaupa og í föturnar er bannað að kíkja fyrr en heim er komið. Ég fylgdist með umræðunni á bóndadaginn og um helgina þar sem fólk lýsti óförum sínum og vonbrigðum með að hafa gripið í tómt í búðum líf- eyrissjóðanna. Hugðist blóta Þorra um helgina og þurftu margir að aka langar leiðir milli byggðarlaga til að komast í úrval af nýju og ósúru. Á sam- félagsmiðlum fóru svo að dúkka upp nöfn þeirra verslana þar sem kaup- maðurinn réði enn einhverju og var að standa sig. Það kom mér svo sem ekkert á óvart að þeir sem kunnu sitt fag voru Einar í Einarsbúð, Melabúð- in í Reykjavík og Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Á þeim stöðum var dyggilega passað upp á að nóg væri til af öllu; súru og nýju, kæstu og hertu. Fólk gat gengið að þessu öllu saman í kjöt- og kæliborðum og keypt það sem hent- aði hverju og einu heimili. Jafnvel einnig sviðakjamma og heita lifrarpylsu ef menn kusu, rófustöppu eða kartöflumús, hákarl í hæfilegum umbúðum og svo framvegis. Enn og aftur kom í ljós að börnin á auglýsingastofunum og lífeyrissjóðirnir sem eiga keðjuverslanirnar voru ekki að standa sig. Það gerðu hins vegar kaupmennirnir á horninu, þessir gömlu góðu sem halda í ýmis þau gildi sem virðast vera að hverfa úr orðabók fákeppnisfyrirtækj- anna. Segiði svo að vikan hafi verið tíðindalaus. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Keðjubúðir klikkuðu Útboðsþing Samtaka iðnað- arins (SI) fór fram síðast- liðinn föstudag í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda. Þinghaldið var í streymi. Á þinginu kynntu fulltrúar ell- efu opinberra aðila fyrirhug- aðar verklegar framkvæmd- ir á árinu og fékkst því raun- hæft yfirlit yfir helstu útboð ársins. Í nýrri greiningu SI kemur fram að samanlagt eru áætl- aðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári 109 milljarðar króna, sem er 15 milljörðum króna minna en kynnt var á Útboðsþingi SI á síðasta ári. Sá samdráttur er áhyggjuefni að mati Samtaka iðnaðarins. Í greiningunni segir að SI leggi áherslu á mikilvægi þess að fjárfesting í innviðaupp- byggingu sé næg og viðhaldi innviða sinnt en með því sé rennt stoðum undir hagvöxt framtíðarinnar. „Því telja samtökin mikilvægt að ekki sé dregið úr útboðum opin- berra fjárfestinga á sviði inn- viða. Þvert á móti sé ástæða til að auka útboð fjárfestinga í innviðum og tryggja fram- gang efnahagslega arðbærra verkefna á því sviði,“ segir í tilkynningu frá SI. mm Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi ætlar í næsta mánuði að fara af stað með nýja deild fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára, en frá þessu er greint á Facebook síðu sveitarinn- ar. Í unglingadeildinni fá meðlimir að kynnast ýmsum störfum björg- unarsveita auk þess sem veitt verð- ur fræðsla um útivist allan ársins hring og farið yfir öryggismál og útbúnað og búnaður prófaður og margt fleira. Ætlunin er að kynna ungmenni fyrir klifri, skyndihjálp, leitartækni og fleiru. Skráning um þátttöku í unglingadeild skal send á netfangið unglingadeildbrakar@ gmail.com fyrir föstudaginn 28. janúar. arg Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. hef- ur áform um að reisa vindorkugarð í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit, en þetta kemur fram í fundargerð umhverfis-, skipulags- og náttúru- verndarnefndar Hvalfjarðarsveitar frá 19. janúar sl. Þar segir að fyr- irhugað sé að reisa allt að 50 MW vindorkugarð í sveitarfélaginu og hefur Zephyr Iceland ehf. fengið EFLU verkfræðistofu til ráðgjafar við mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdar. Zephyr Iceland ehf. og EFLA hafa óskað eftir formlegum forsamráðsfundi með Skipulags- stofnun og leyfisveitendum og hef- ur Skipulagsstofnun óskað eftir því að Hvalfjarðarsveit eigi fulltrúa á slíkum forsamráðsfundi. „Fulltrú- ar í umhverfis-, skipulags- og nátt- úruverndarnefnd munu taka þátt í boðuðum forsamráðsfundi með Skipulagsstofnun vegna málsins,“ segir í fundargerðinni. arg Á fundi skipulags- og umhverfis- ráðs Akraneskaupstaðar 17. jan- úar síðastliðinn voru opnuð til- boð í verkfræðihönnun Grunda- skóla á Akranesi vegna fyrirhug- aðra breytinga og framkvæmda við skólahúsið. Alls bárust fjögur til- boð og voru þau öll talsvert yfir uppfærðri kostnaðaráætlun Akra- neskaupstaðar sem hljóðar upp á rúma 31 milljón króna. Innkom- in tilboð voru frá 42,4 milljónum króna til 71,8 milljónar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fund- inum að hafna öllum tilboðum í ljósi þess að þau eru vel fyrir ofan kostnaðaráætlun. Sigurði Páli Harðarsyni, sviðsstjóra, var falið að vinna málið áfram. vaks Öllum tilboðum hafnað í verkfræðihönnun Meðlimir í unglingadeild Björgunarsveitarinnar Brákar munu fá að kynnast ýmsum störfum sveitarinnar, meðal annars fjallamennsku. Ljósm. úr safni Unglingadeild stofnuð hjá Brák Vilja reisa vindorkugarð í Hvalfjarðarsveit Unnið við vegagerð í neðanverðum Skorradal. Fimmtán milljarða samdráttur í verklegum framkvæmdum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.