Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 20222 Barn að flýta sér í heiminn HVALFJ.SVEIT: Í liðinni viku voru lögreglumenn á eftirlits- ferð í Hvalfjarðargöngunum. Þar voru þeir stöðvaðir af öku- manni sem tjáði þeim að kon- an hans væri komin af stað í fæðingu. Hún væri gengin með í 39 vikur, búin að missa vatn- ið og með miklar hríðir. Ekið var á undan bifreiðinni í for- gangi upp á Akranes með kon- una í símasambandi við lög- reglu á leiðinni. Ljósmóðir var síðan tilbúin til að taka á móti konunni í anddyri HVE á Akra- nesi. Barnið fæddist á sjúkra- húsinu og allt fór því vel að lok- um. -vaks 630 í sóttkví eða einangrun VESTURLAND: Tölur sem Lögreglan á Vesturlandi birti í gær sýna ótvírætt að kóróna- veiru faraldurinn er langt í frá genginn yfir, þótt yfirvöld hafi nú linað verulega reglur um sóttkví. Í gær voru 630 manns á Vesturlandi ýmist í sóttkví eða einangrun með veiruna. Á Akranesi voru 128 í einangrun og 227 í sóttkví. Í Borgarnesi 80 í einangrun og 83 í sóttkví; í Grundarfirði 16 í einangrun og 47 í sóttkví; í Stykkishólmi tíu í einangrun og 19 í sóttkví; í Ólafsvík fjórir í einangrun og 12 í sóttkví og loks í Dölum tve- ir í einangrun og tveir í sóttkví. -mm Hinseginhátíðin í sumar SNÆFELLSBÆR: Hinseg- inhátíð Vesturlands fer fram helgina 22.- 24. júlí 2022 í Snæ- fellsbæ í sumar, nánar tiltekið í Ólafsvík. Aðalatriði helgarinn- ar, Gleðigangan, verður laugar- daginn 23. júlí. Nánari dag- skrá verður auglýst þegar nær dregur. Hinsegin Vesturland var haldið í fyrsta skipti í fyrra- sumar og fór hátíðin þá fram í Borgarnesi. Ráðgert er að hún muni flakka á milli sveitarfélaga í landshlutanum á næstu árum. -vaks Lausar lóðir HVALFJ.SVEIT: Hvalfjarðar- sveit auglýsir eftir umsókn- um í lausar byggingarlóðir við Lyngmel í Melahverfi. Um er að ræða 14 lóðir fyrir einnar hæðar einbýlishús, parhús og raðhús með samtals 14 íbúðum. Frestur til að skila inn umsókn- um er til 8. febrúar 2022. Sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu. -vaks Veðrið er ekki upp á sitt besta þessa dagana, lægðir á færibandi með rigningu, éljum og snjó- komu í bland. Þessi árstími er jafnan blæbrigðaríkur í veðri og oft er það þannig að skap fólks ræðst af veðrinu. Það er ekki beint spennandi að arka út í slydduna og storminn þegar heimilishund- urinn hefur ekki einu sinni áhuga á því að fara út í smá göngutúr. Þó að enn sé dimmt og stund- um drungalegt yfir þá lengir nú daginn með hverjum deginum með meiri birtu og þá fer skapið að batna, vonandi. Á fimmtudag má búast við suð- vestan 5-13 m/sek og éljum, en bjart að mestu austan lands. Hiti um og undir frostmarki. Sunn- an 8-15 um kvöldið og hlýnar með rigningu eða slyddu sunn- an- og vestan lands. Á föstudag er gert ráð fyrir sunnan 8-15 og víða slyddu eða snjókomu, en snýst í suðvestan og vestan 10-18 með éljum um landið vestanvert og styttir upp austan til eftir hádegi. Kólnar í veðri. Vaxandi norðvestan- átt um kvöldið. Á laugardag verður hvöss norðvestanátt og él austan til fyrir hádegi, en síðan mun hægari og styttir upp. Vestlæg átt 5-13 vestan til á landinu og dá- lítil él. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag er útlit fyrir suðvestan og vestan- átt með éljum, en lengst af þurrt austan lands. Frost 2 til 10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Heldur þú upp á Bóndadaginn?“ Það má með sanni segja að þetta hafi verið hnífjafnt því 50% halda upp á daginn með- an 50% gera það ekki. Í næstu viku er spurt: Ertu að fylgjast með EM í handbolta? Rúna Blöndal, bóndi á Valþúfu á Fellsströnd í Dölum, hefur vak- ið athygli á algjöru sambandsleysi bæjarins við umheiminn vegna bilunar á ljósleiðara og skorts á fjarskiptamöstrum. Það að láta í sér heyra kallar oft á viðbrögð þeirra sem eiga að sjá um að hafa þessa hluti í lagi. Rætt er við Rúnu í Skessuhorni vikunnar en hún er jafnframt krýnd Vestlendingur vik- unnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Vega- gerðarinnar, vinnur nú að frum- drögum hönnunar vegna breikk- unar Vesturlandsvegar frá Hval- fjarðargöngum að Borgarfjarðar- brú. Framkvæmdin er á samgöngu- áætlun og gert ráð fyrir að henni verði skipt í áfanga og vonir bundn- ar við að heildarframkvæmdin klárist á tíu árum. Vegurinn á milli Hvalfjarðarganga og Borgarness er einn fjölfarnasti vegur landsins utan höfuðborgarsvæðisins og hef- ur umferð á honum farið vaxandi síðustu ár. Í nýrri vefsjá á vef VSÓ ráðgjafar má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja Á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór í streymi á laugardagskvöldið var tilkynnt um val á Skagamanni ársins. Að þessu sinni er það stór hópur fólks, eða starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla á Akra- nesi og frístundastarfs í bæjarfé- laginu. Skagamenn ársins eru því starfsmenn Akrasels, Garðasels, Vallarsels, Teigasels, Brekkubæj- arskóla, Grundaskóla, Fjölbrauta- skóla Vesturlands og Frístunda- miðstöðvarinnar Þorpsins. Það var Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem kynnti Skagamenn ársins með eftirfarandi erindum sem Heiðrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi á bæjar- skrifstofu Akraneskaupstaðar, orti af þessu tilefni: Þegar árar ekki vel ennþá herjar Covidið, gæfa er þá góð ég tel að geta treyst á frábært lið. Vinna þau af ábyrgð öll, ekki klikka neitt á því. Mörgum sinna málum snjöll, mikilvægum störfum í. Áskorana fjölda fá fagleg nota ráðin enn, um þau líka eru að sjá uppvaxandi Skagamenn Öllum þakka margfalt má merkum hóp í þetta sinn, Skólastarfsfólk skilið á Skagamannatitilinn. Í umsögn um valið segir: „Líkt og árið 2020 þá mæddi mikið á starfsfólki í leik-, grunn og fram- haldsskólum og frístundastarfi bæjarins á árinu 2021. Síbreyti- legar sóttvarnarreglur vegna COVID-19 hafa verið mikil áskor- un fyrir stjórnendur og starfsfólk skólanna við að sinna kennslu eins vel og hægt er miðað við aðstæð- ur. Staðnám hefur verið í gangi að mestu leyti á þessu ári með þeim skilyrðum sem hafa verið í gildi hverju sinni. Grímuskylda, fjar- lægðarmörk, sóttkví, smitgátt, einangrun hafa verið óþarfalega fyrirferðarmikil í skólastarfinu ásamt því að margir hafa þurft að kljást við loftgæða- og rakavanda- mál í skólahúsnæði. Þessar að- stæður hafa kallað á útsjónarsemi, skipulag og breytta kennsluhætti til að geta haldið skólastarfinu úti á árinu.“ Þeir sem tóku við viðurkenn- ingunni fyrir hönd stofnana sinna, fengu afhenta blómaskreytingu frá Módel og vatnslitamynd af við- komandi stofnun, sem Bjarni Þór Bjarnason málaði. Fulltrúar stofn- ana sinna voru þau; Arnar Sigur- geirsson frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands, Karítas Gissurardóttir frá Brekkubæjarskóla, Vilborg Helga- dóttir frá Grundaskóla, Kolbrún Hlíf Guðmundsdóttir frá Akra- seli, Sonja Sveinsdóttir frá Garða- seli, Sigríður Ása Bjarnadóttir frá Teigaseli, Hrefna Ingólfsdóttir frá Vallarseli og Ársæll Hrafn Er- lingsson frá Frístundamiðstöðinni Þorpinu. „Akraneskaupstaður sendir öllu starfsfólki leik-, grunn- og fram- haldsskóla á Akranesi og frístunda- starfi bæjarins hamingjuóskir með titillinn Skagamenn ársins 2021.“ mm Hanna nýjan Vesturlandsveg frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar. Við veghönnun er gert ráð fyrir að breikka veginn í 2+1 veg, þar sem vegurinn mun skipt- ast á að vera tvöfaldur og einfald- ur í sitt hvora áttina. Akstursstefn- ur verða aðskildar með vegriði og tengingum fækkað og þær gerð- ar öruggari. Á núverandi vegi eru nokkrir slæmir kaflar með tilliti til sjónlengda og slysatíðni en á fimm ára tímabili urðu 47 slys á kaflan- um, þar af þrjú alvarleg. Þegar komið er inn á vefsjána birtist lítill gluggi uppi í vinstra horni þar sem hægt er að velja ýmsa möguleika. Bornir hafa verið saman fjórir valkostir við uppbyggingu vegarins og eru þeir allir sýnilegir í vefsjánni. Sú tillaga sem sameinar helstu markmið framkvæmdarinnar er 1c. Lítið mál er að súmma inn og út á kortinu og skoða tillögurn- ar í smáatriðum. „VSÓ óskar eftir ábendingum frá vegfarendum, sér- staklega íbúum á svæðinu. Hægt er að senda ábendingu í gegnum vefsjána með því að smella á „senda ábendingu“ uppi í hægra horni. Tekið verður tillit til ábendinganna á næstu stigum framkvæmdarinn- ar,“ segir í tilkynningu VSÓ. mm Skjámynd af vef VSÓ sem sýnir legu vegarins, hringtorg og tengingar. Starfsmenn skóla og frístunda- starfs eru Skagamenn ársins Fulltrúar verðlaunahafa ásamt Sævari Frey bæjarstjóra. Ljósm. akranes.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.