Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 19 Dagur í lífi... Nafn: Dóróthea Elísdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift Hilmari Þór Hákonarsyni sjúkraþjálfara og við eigum fjög- ur börn á aldrinum 19-27 ára. Ekki má gleyma að ég er nýorðin amma og á litla nöfnu sem heitir Dóróthea Björk Blöndal. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er leik- skólakennari og starfa sem deildar- stjóri í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem er auðvitað besti vinnustaðurinn. Áhugamál: Ekki spurning: Úti- vist, hreyfing og almenn heilsuefl- ing. Dagurinn: Þriðjudagurinn 18. janúar 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði klukkan 5:40. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að taka lýsi og vítamínin mín og hleypa hundinum út, var svo mætt í íþróttahúsið klukkan 6:10 í Morgunþrek. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér Cheerios og All-bran í morgunmat með Hleðslu. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég mætti í vinnuna klukkan 7:45. Ég fer alltaf labbandi í vinnuna. Fyrstu verk í vinnunni? Fyrsta verk í vinnunni er að stimpla mig inn, fer svo að kveikja undir hafra- grautnum og gera deildina klára til þess að taka á móti börnunum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan 10 var ég í ávaxtastund, við setjumst alltaf niður og fáum okkur ávexti á morgnana. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í há- deginu var ég í Lubbastund með elstu börnunum á deildinni. Lubbi er að kenna börnunum málhljóðin og í dag var það „L“ sem var verið að leggja inn hjá börnunum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Klukkan 14 var ég í fataherberginu að taka á móti börnunum inn úr útiveru og fór svo að undirbúa síð- degishressinguna. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég klára vinnudaginn klukkan 16 en í dag var starfsmannafundur eftir vinnu svo vinnudagurinn var að- eins lengri eða til 18.15. Það síð- asta sem ég gerði í vinnunni var að ganga frá í fataherberginu. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Þegar ég kom heim úr vinnunni náði ég að horfa á síðustu tíu mínúturnar í leik Íslands við Ungverja í hand- bolta sem voru mjög spennandi, ÁFRAM ÍSLAND! Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var nú ekki mikil metn- aður lagður í kvöldmatinn þenn- an daginn, feðgarnir á heimilinu fengu sér pylsur sem þeir elduðu sjálfir en ég fékk mér boost með geggjuðu heimagerðu múslí. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var mjög rólegt eftir langan vinnudag. Vafraði um á netinu og gleymdi mér inni á „Fjölbreytt kennsla“ þar sem finna má frábæran fróðleik og verkefni sem hægt er að nýta í leik- skólastarfinu. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um klukkan 22.30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Skoðaði myndir af barnabarninu. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Það sem stendur helst upp úr eftir daginn er hvað allir eru samtaka og tilbúnir að láta allt ganga vel í Klettaborginni í þessu Covid veseni. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig! Leikskólakennara í Borgarnesi Qair Iceland ehf. áformar að reisa vindorkugarðinn Múla. Þróunarverkefnið er matsskylt skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, tl. nr. 3.02 í 1. viðauka laganna. Nú hugar þróunaraðili að því að halda opinn kynningar- fund og vegna Covid-19 faraldursins verður hann sendur út rafrænt. Kynningarfundurinn mun fara fram 10. febrúar næstkom- andi milli klukkan 20:00-22:00 og verður hlekkur á fundinn aðgengilegur á vefslóðinni www.efla.is/streymi Eru íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér verkefnið. Á fundinum verður einnig til umfjöllunar fyrirhugað umhverfismat þar sem starfsmenn EFLU verkfræðistofu kynna helstu áherslur matsins, auk þess að ráðfæra sig við fundargesti. Umhverfismat vegna vindorkuverkefnisins Múla Héraðsdómur Reykjavíkur kvað á mánudaginn upp úrskurð þar sem íslenska ríkið er sýknað af kröf- um Þórðar Þórðarsonar vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vesturlandi um að framlengja ekki skipun Þórðar í embætti lögreglu- manns. Í júní 2019 fékk Þórður til- kynningu með bréfi um að lög- reglustjórinn á Vesturlandi hefði ákveðið að auglýsa stöðu hans laust til umsóknar. Þórður hafði starfað sem lögreglumaður frá árinu 1985. Í mars 2015 átti hann samtal við yfirlögregluþjón vegna kvartana sem höfðu borist um framkomu hans. Í nóvember 2018 átti hann aftur samtal, þá við lögreglustjóra og yfirlögregluþjón á Vestur- landi, vegna kvartana frá samstarfs- fólki sem hafði ítrekað kvartað yfir framkomu hans. Á þeim fundi var honum kynnt að til greina kæmi að auglýsa stöðu hans lausa til um- sóknar vegna þessara samstarfsörð- ugleika. Í maí 2019 ræddi yfir- lögregluþjónn við tvær lögreglu- konur sem voru orðnar þreyttar á ástandinu og sögðust íhuga að hætta störfum. Loks í júní sama ár barst kvörtun fimm samstarfs- manna Þórðar yfir einelti og var í kjölfarið ákveðið að auglýsa stöð- una lausa. Þegar Þórður leitaði skýringa var honum sagt að sam- skiptaörðugleikar við annað starfs- fólk væri ástæðan. Þórður telur brotið á rétti sín- um með ákvörðun lögreglustjórans að framlengja ekki skipun hans í starfi og auglýsa stöðuna þess í stað lausa til umsóknar. Jafnframt tel- ur hann að í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjóra megi rekja til þess að samstarsfólk Þórðar hafi kvart- að undan honum hafi hann átt að fá andmælarétt og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en honum væri sagt upp. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að embættismenn geti ekki haft réttmætar væntingar til þess að skipun þeirra í embætti verði framlengt umfram það sem segir í skipunarbréfi. Jafnframt kemur fram að ákvörðunin hafi átt langan aðdraganda og að yfirmenn emb- ættisins höfðu átt samtöl við Þórð vegna þeirra samskiptaörðugleika sem ákvörðunin byggir á. Var því hafnað að Þórður hafi ekki feng- ið þann andmælarétt sem hann átti rétt á. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða dómsins að ákvörðunin um að auglýsa emb- ættið laust til umsóknar hafi haft skýrar lagaheimildir og var íslenska ríkið því sýknað. arg Ríkið sýknað af kröfum fyrrum lögreglumanns á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.