Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202216 Mesti afli ársins barst að landi milli lægða Miðvikudaginn 19. janúar gerði loks blíðviðri á og við Snæfells- nes. Þá héldu allflestir bátar á sjó og metafli á þessu ári barst á land í Snæfellsbæ, eða alls 415 tonn í Ólafsvík og Rifi. Í Ólafsvík var landað 167 tonum og 248 tonnum í Rifi. Þar af var línubáturinn Rifs- nes SH með 77 tonn og netabátur- inn Bárður með 39 tonn og drag- nótarbáturinn Magnús SH með 22 tonn, en aðrir voru með minna. Að sögn hafnarvarðar í Rifi voru línu- bátar almennt með góðan afla. Í Ólafsvík var netabáturinn Ólaf- ur Bjarnason með 28 tonn, drag- nótarbáturinn Gunnar Bjarnason með um 15 tonn og dragnótarbát- urinn Guðmundur Jensson var með 12,6 tonn og þar af var karfi fimm tonn. Að sögn Illuga Jónassonar skipstjóra var meðalverð á karfan- um þennan dag 728 krónur sem er hærra verð en fékkst fyrir þorskinn. Illugi var því heldur betur ánægð- ur með verðið á karfanum og sagði; „það var góð EBITA í þessum róðri,“ og brosti sínu breiðasta. Mikið líf er við hafnirnar þegar vel veiðist og margir bátar á sjó í glennunum milli lægða. Því var nóg að gera hjá löndunarmönnum markaðanna og í slægingarþjón- ustunum tveimur sem eru í Snæfell- bæ. Það þurfti að flokka og slægja fiskinn og unnið langt fram á nótt við þá vinnu. Fréttaritari Skessu- horns kíkti á hafnirnar í Snæfells- bæ og tók púlsinn á sjómönnum þegar þeir voru í óða önn að landa og ditta að dragnótinni, en næturn- ar vilja taka upp á því að rifna við veiðarnar og þá þarf handlagna sjó- menn til þess að bæta þær. af Grzegorz Marcin Lakomski á línubátnum Brynju SH að landa tíu tonnum sem fékks á 36 bala. Guðmundur Gunnlaugsson á línubátnum Signýju HU að byrja löndum. Garðar Kristjánsson á dragnótarbátnum Matthíasi SH að hífa aflann frá borði. Magnús Guðni Emanúelsson á línubátnum Rán SH við löndunarkranann. Mikið líf þegar margir eru á sjó. Þarna er netabáturinn Ólafur Bjarnason að landa og Þórsnes SH að koma að bryggju, en Þórsnesið landar afla sínum í Stykkishólmi. Ingólfur Áki Þorleifsson, Jón Bjarki Jónatansson og Magnús Darri Sigurðsson á dragnótarbátnum Magnúsi SH að gera við dragnótina sem rifnaði við veiðarnar. Eggert Bjarnason á Magnúsi SH fékk ekki að bæta nótina að þessu sinni vegna þess að einhver þarf að hífa körin frá borði. Illugi Jónasson skipstjóri á Guðmundi Jenssyni SH var ánægur með verðið á karfanum sem var 728 krónur þenn- an miðvikudag, „algjör gull karfi,“ sagði Illugi. Davíð Óli Axelsson að hífa þorskinn frá borði á Esjari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.