Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 25 Krossgáta Skessuhorns Hryssu Krani Gapi Leðja Athygli Skyld Nábúi Árátta Hamur Tilraun Kostur Löngun Íþr.fél. Þys Gleði Poki Ánægð Bið Tófa Samþ. Tvíhlj. Tvíhlj. Aldin Rór Vitur Fatast Mæli- eining Röð Rasa Slæm Sér- stæður Glett- inn Framur Sér- hljóðar 2 Spækja Ham- ingja 10 Nískur Bábilja 6 Beita Þak Úrið Ól Vont veður Tónn Fálu Alltaf 11 Bel- jakar Skar Sonur Geil Kastaði 5 Ónæði Þefar Mók 18 16 Hugur Hljóta Venda Bald- inn Fjölda 14 Korn Ókunn Harma 4 Örn Líkt Nefnd Órar Hryggur 13 Utan Dreifa Spann Mær Röst Erfiði 3 Loðna Dæsa Ófúsar 7 Leiði Erfður Féll Rolla Heil Hindra Akkur Land 1000 1 8 15 Skrúfa Ýrast Bleikja Grið Ikt Skor Núna Magn Nudda Band Skref 17 Röst Angra Bráðum Grafið Tala 12 Mjak- ast Útjaðar 19 Áhald Órétt Afa Goð Skaði Hvíldi 9 Tölur Nú Brakaði Tölur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Fyrir mistök birtist í síðasta blaði sama krossgáta og þar áður og biðjumst við velvirðingar á því. Hér er sem- sagt sú sem átti að vera í blaði síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudaginn næsta. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Öllum er í fersku minni áfall sam- félagsins á Akranesi þegar Fjöliðj- an skemmdist mikið í eldi fyrir bráðum þremur árum síðan. Strax varð ljóst að þessar miklu skemmd- ir, ásamt mygluskemmdum er greinst höfðu skömmu áður, köll- uðu á nýja stefnumótun starfsem- innar frá grunni. Í þessu áfalli fólst því ákveðið tækifæri. Tækifæri til þess móta að nýju frá grunni fram- sækna stefnu hvernig haga skuli uppbyggingu verndaðs vinnu- staðs og um leið endurhæfingu og annarri þjónustu við fólk með fötl- un á Akranesi. Laga starfið að þeim breytingum sem átt hafa sér stað á þeim rúmum 30 árum frá því að núverandi hús að Dalbraut 10 var byggt. Bæjarstjórn Akraness brást skjótt við og tókst að finna bráðabirgða- húsnæði þangað sem starfsemin flutti skömmu eftir brunann. Því gafst kærkomið ráðrúm til þess að vanda vel til verka við endur- skipulagningu. Um það verður vart deilt að flestir hefðu viljað að stefnumótunin hefði gengið hraðar fyrir sig. Það þýðir ekki að fást um það nú. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi hefur frá upphafi þessarar stefnumótunar hvatt til þess að sem flestir kostir yrðu skoð- aðir við fyrirhugaða uppbyggingu jafnvel þó slíkt kallaði á meiri tíma til undirbúnings og lengri fram- kvæmdatíma. Jafnframt hefur ráðið ítrekað hvatt til samstöðu um málið í bæjarstjórn Akraness. Ýmsir kostir í uppbyggingu Fjöliðjunnar hafa verið ræddir í bæjarstjórn en um þá hefur ekki verið nauðsynleg samstaða líkt og Notendaráðið hefur lagt áherslu á og er það miður. Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 14. desember 2021 var sam- þykkt samhljóða uppbygging Sam- félagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 og sérstök bygging nýs áhaldahúss bæjarins þar sem endurvinnslu á vegum Fjöliðjunnar yrði einnig ætlaður staður. Með uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar er sameinuð á besta stað í bænum ýmis starfsemi á vegum bæjarfélagsins sem fram að þessu hefur dreifst víða og ekki verður séð annað en fari vel saman. Þar er Fjöliðjunni ætlað mikið rými sem hannað verður samkvæmt öll- um nútímakröfum. Það sem mest er um vert er að í Samfélagsmið- stöðinni skapast tækifæri til að undirstrika að á Akranesi sé samfé- lag án aðgreiningar. Þessi ákvörðun er mjög metnaðarfull og nýtur fulls stuðnings Notendaráðsins þrátt fyrir að hún kosti um eins árs lengri byggingartíma en endurbygging og stækkun núverandi húss Fjöliðj- unnar. Það er afar mikilvægt að hlúa að þeirri samstöðu er myndast hefur um uppbyggingu Samfélagsmið- stöðvar. Ég trúi að þar muni Not- endaráð ekki liggja á liði sínu. Ekki síst til þess að tryggja að ekki verði frekari tafir á málinu en þegar er orðið. Umræða um Fjöliðjuna má aldrei eiga sér upphaf og endi í húsagerð. Hún verður alltaf að snúast um að starfsemi hennar og þjónusta verði ávallt í fremstu röð. Þannig tryggj- um við best samfélag án aðgrein- ingar á Akranesi. Halldór Jónsson Höfundur er formaður Notenda- ráðs um málefni fatlaðs fólks á Akra- nesi. Pennagrein Fjöliðja framtíðarinnar án aðgreiningar Pennagrein „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjöl- breytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyr- ir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvestur- kjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar? Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn er reglugerðar- breyting um að skerða þorskveiði- heimildir til strandveiða næsta sum- ar. Breytingin er á reglugerð sem tók gildi í ágúst - rétt fyrir kosningar - en með henni eru þorskveiðiheimild- ir skertar um 1.500 tonn. Heimildir lækka því úr 10.000 tonnum í 8.500. Byggðakvótinn er einnig lækkað- ur um 874 tonn, úr 4.500 tonnum í 3.626 tonn. Hér er um umtalsverða skerðingu að ræða, sem fer þvert gegn kosningaloforðum VG. Sé ein- hver í vafa, þá er það svona sem svik og blekkingar líta út. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir, þó litlar séu. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnis- sporið og hámarka verðmæti aflans. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. En með áfram- haldandi stefnu stjórnvalda? Munu strandveiðar hverfa? Ungt fólk sem vill fara í útgerð, mun væntanlega flytjast til Noregs enda fer tækifær- unum mjög fækkandi á Íslandi. Sérhagsmunagæsla fyrir stórútgerðirnar Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosninga- baráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stór- útgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Vilji þeirra kemur skýrt fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lög- um um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtök- in [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri af- stöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur ver- ið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkind- um, og er það ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Barátta fyrir mannréttindum Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir at- vinnufrelsi og búseturétti. Takmark- anir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahá- mark sem takmarkar fiskveiðar á að- eins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á lands- byggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávar- byggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyld- ur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með efl- ingu strandveiða en ekki lýðskrumi rétt fyrir kosningar. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Svik VG við sjávarbyggðirnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.