Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202222 Sjávarakademían er að fara í gang núna í febrúar í fjórða sinn. Í námi í Sjávarútvegs- akademíunni gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðla- starfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurð- ir hafsins. Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum. Sjávarakademían sendi Skessuhorni fjögur viðtöl við fyrrum nemendur skólans til að kynna tilgang og árangur með náminu. Veitti góða innsýn í rekstur og markaðsmál Arna Lísa Traustadóttir var á sín- um tíma í grunnnámi í myndlist í Reykjavík og fór síðan í kjölfarið út fyrir landsteinana til náms í fata- hönnun. Eftir að heim var komið vann hún ýmis störf í fatageiran- um en fór í Sjávarakademíuna fyrri hluta árs 2021 og segist hafa fengið þar áhugaverða sýn á hvernig staðið skuli að rekstri og markaðssetningu á vöru. Námið hafi verið í senn gagnlegt og fræðandi. Arna Lísa fer ekki dult með að hún sé umhverfis- verndarsinni og í fatahönnun sinni horfi hún mjög til umhverfisins, að endurnýta hluti og nýta afganga. Hún tók grunnnám sitt við sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og fór síðan til New York og var þar í tveggja ára námi í fatahönnun. Í því segist hún hafa velt fyrir sér hvernig hún gæti nýtt íslenskt hráefni í fatahönnun. Minnug þess að Arna hafði oft ver- ið vestur á fjörðum, þar sem hún á að hluta sínar rætur, og séð neta- hrúgur víða við sjávarsíðuna, fór hún að velta fyrir sér hvernig hægt væri að nýta þessi gömlu net og reyndar einnig afskurð í netagerð- um víða um land í textílhönnun og -framleiðslu. Skemmtileg tenging fata- hönnunar og sjávarbyggðar Að námi loknu í New York kom Arna heim og vann ýmis störf í fatageiranum. Áhuginn beindist í auknum mæli að endurvinnslu og umhverfisvernd, m.a. eftir kynni af Bláa hernum og áherslu hans á hreinsun strandlengju landsins. Í ársbyrjun 2021 segist Arna hafa séð auglýsingu frá Sjávarakademí- unni um frumkvöðlanám sem hafi vakið áhuga hennar, því í lista- og hönnunarnámi sínu hafi hana skort þekkingu á rekstri og markaðsmál- um. „Ég fann strax að frumkvöðla- námið í Sjávarakademíunni jók skilning minn á mikilvægi sjávar- útvegsins og sjávarnytja fyrir ís- lenskt hagkerfi. Til þess að kom- ast af urðu forfeður okkar og mæð- ur að hafa endurvinnslu og sjálf- bærni að leiðarljósi í sínu daglega lífi. Sú hugmynd sem ég vann með í náminu í Sjávarakademíunni hef- ur beina skírskotun í handverk fólks á Íslandi fyrr á öldum,“ seg- ir Arna Lísa en hún hefur á árinu 2021 haldið áfram að vinna að sinni hönnun á vinnustofu á Eiðistorgi og nýtt þá þekkingu sem hún aflaði sér í náminu í Sjávarakademíunni. „Í náminu var fólk með ólíkar hugmyndir og það var lærdómsríkt fyrir okkur öll að sjá mismunandi nálgun og áherslur. Við vorum með mjög góða leiðbeinendur og fyrir- lestrarnir voru ólíkir og fjölbreytt- ir. Við sóttum fyrirlestra og höfð- um aðstöðu í Sjávarklasanum út á Granda og einnig fengum við tæki- færi til að kynnast fjarnámsforminu með fyrirlestrum á Zoom,“ segir Arna Lísa Traustadóttir. Öðlaðist nýja sýn og hugsun Sjávarakademían breytti öllu fyr- ir Arnar Hjaltested. Upplifun hans af náminu gerði það að verkum að hann tók u-beygju í lífinu, innrit- aði sig í fiskeldisnám í Fisktækni- skólanum, fór í kjölfarið að starfa í fiskeldi á Þingeyri og hefur sett sér skýr markmið um að ná langt í fiskeldinu, enda liggi mikil tæki- færi í atvinnugreininni. Arnar er með smíðagenin í blóðinu. Fað- ir hans og afi hafa verið í smíðum og hann byrjaði snemma að smíða með pabba sínum. Það var því nokkurn veginn sjálfgefið að hann færi í húsasmíði í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. En Arnar var ef- ins, innst inni fann hann að þetta var ekki sú hilla sem hann var að leita að. Aukið sjálfstraust „Það var síðan einn góðan veður- dag að ég sá auglýsingu frá Sjávar- akademíunni og við mér blasti námsheitið „frumkvöðlafræði“. Bara þetta orð kveikti í mér eins og skot, þetta var það sem mig lang- aði til þess að kynna mér því ég hef í gegnum tíðina fengið endalausar hugmyndir en aldrei vitað hvernig ég ætti að koma þeim áfram. Lýs- ingin á náminu í Sjávarakademíunni gerði það að verkum að ég hugsaði með mér að þetta væri nákvæmlega það sem ég væri að leita að; hvern- ig ætti að vinna með hugmyndir og í hvaða skrefum. Ég skráði mig því í námið og strax og ég kom inn fyr- ir þröskuld Sjávarakademíunnar út á Granda í fyrstu kennslustundina í september 2020 fann ég að þetta væri rétti staðurinn og ákvað strax að í þetta ætlaði ég að hella mér hundrað og fimmtíu prósent. Allt í einu var ég farinn að læra um við- skipti, hvernig maður ætti að bera sig að við að stofna fyrirtæki, setja upp viðskiptaáætlun, greina mark- hópinn, fullnýta vöruna og hvernig ætti að standa að fjármögnun. Þetta var allt nýtt fyrir mér en gríðar- lega spennandi og ég fann að sjálfs- traustið óx og ég þroskaðist um tíu ár á nokkrum vikum. Það var eins og skyndilega væru virkjaðar ýms- ar heilasellur sem ég vissi hreinlega ekki að ég hefði. Sjávarakademían dró fram rétta hugarfarið og hjálp- aði mér að marka stefnu sem mig hafði alltaf dreymt um,“ segir Arn- ar. Í fiskeldisnám og vinnu hjá Arctic Fish Námið í Sjávarakademíunni leiddi hann síðan áfram á nýjar brautir. Nemendur fengu kynningar á fisk- eldisnámi í Fisktækniskólanum og það kveikti áhuga Arnars. Hann segist aldrei hafa leitt hugann að fiskeldi og ekki vitað nokkurn skap- aðan hlut um það en þarna var eitt- hvað sem honum fannst áhugavert að kynna sér betur. Náminu í frumkvöðlafræðinni í Sjávarakademíunni lauk í desem- ber 2020 og í janúar 2021 var Arnar kominn á fullt í fiskeldisnám í Fisk- tækniskólanum. Honum var fljót- lega ljóst að fiskeldi væri áhuga- verð atvinnugrein. Sjálfstraustið úr náminu í Sjávarakademíunni nýtti hann sér til þess að hringja í fiskeldisfyrirtæki og spyrjast fyrir um hvort hann gæti fengið vinnu í greininni. Það bar árangur og um mánaðamótin mars-apríl 2021 lá leiðin vestur á Þingeyri, á stað sem hann segist vart hafa vitað að væri til á landakortinu, og hóf að starfa hjá fyrirtækinu Arctic Fish. Þar hefur hann síðan unnið og stund- ar áfram fiskeldisnám í fjarnámi í Fisktækniskólanum. „Það sem ligg- ur fyrir núna er að vinna áfram í fiskeldinu og jafnframt ætla ég að ljúka grunnnáminu í fiskeldi í Fisk- tækniskólanum. Síðan horfi ég til þess að fara í diplómanám í fiskeldi við Háskólann á Hólum og í fram- haldinu gæti ég hugsað mér að fara erlendis, t.d. til Noregs, og sérhæfa mig í einhverjum ákveðnum hluta fiskeldisins – fóðruninni, líffræði fisksins og velferð hans eða vatna- fræði. Þó ég hafi séð mikið og lært margt á stuttum tíma er enn þá fjöl- margt ólært. Til dæmi á ég eftir að kynna mér betur t.d. seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Tálknafirði sem ný- lega var byrjað að stækka svo laxinn geti orðið stærri og sterkari þegar honum er sleppt í sjókvíarnar. Há- skólanám hafði aldrei hvarflað að mér en núna er það á kortinu og ég sigli fulla ferð í átt að því. Ég kann vel við mig hérna fyrir vestan, all- ir eru svo jákvæðir og ég gæti ekki hugsað mér betri stað að búa á og betra samstarfsfólk í vinnunni, það eru allir boðnir og búnir að leið- beina til þess að maður geti orðið betri í fiskeldinu. Námið í Sjávar- akademíunni opnaði fyrir mér nýja sýn og hugsun og leysti úr læðingi orku sem ég ákvað að virkja í námi og starfi í fiskeldi,“ segir Arnar Hjaltested. Opnaði augun fyrir að ótal tækifærum Bjarni Geir Lúðvíksson hefur ver- ið með eigin atvinnurekstur frá átján ára aldri og nú kemur hann að rekstri þriggja fyrirtækja. Hann segist hafa farið í frumkvöðlanámið í Sjávarakademíunni haustið 2020 til þess að víkka út sjóndeildar- hringinn og bæta við þekkingar- bankann til þess að nýta í fyrir- tækjarekstrinum. „Fyrst þegar ég kynnti mér nám- ið í Sjávarakademíunni fannst mér að það væri bara um sjávarútveg og því ekkert fyrir mig en við nánari skoðun komst ég að hinu gagn- stæða, enda hef ég lengi verið í at- vinnurekstri sem tengist sjónum. Ég kom að rekstri fiskbúðarinnar Beint úr sjó í Reykjanesbæ í u.þ.b. fjögur ár frá 2015 og núna rek ég ásamt öðrum fyrirtækið Reykjavík Asian sem framleiðir sushi og til- búna rétti með asísku ívafi. Þess- ar vörur eru seldar um allt land. Einnig erum við með veisluþjón- ustu. Það má því óhikað segja að ég hafi lengi verið í þessu svokall- aða Bláa hagkerfi,“ segir Bjarni Geir og tekur fram að námið í Sjávarakademíunni hafi tvímæla- laust nýst sér mjög vel í sínum at- vinnurekstri. „Margt í náminu nýt- ist mér dags daglega, t.d. það sem lýtur að bókhaldi, markaðssetn- ingu og gæðastjórnun, en ekki síð- ur opnaði námið augu mín fyr- ir ótal tækifærum í Bláa hagkerf- inu, bæði hér á landi og erlendis. Í náminu kom upp hugmynd sem ég hef verið að þróa áfram og gengur út á að vinna prótein, kalk og olí- ur úr laxi. Þetta er vel þekkt erlend- is, til dæmis í Noregi, þar sem löng hefð er fyrir miklu laxeldi. Hér á landi liggja ónýtt tækifæri í þessu, enda mun laxeldið, samkvæmt öll- um fyrirliggjandi áætlunum, stór- aukast í framtíðinni,“ segir Bjarni Geir og bætir við að það hafi ver- ið ómetan legt veganesti fyrir sig að njóta leiðsagnar leiðbeinendanna í Sjávarakademíunni og fá tækifæri til að kynnast þeirri miklu þekkingu og suðupotti hugmynda sem sé til staðar í Íslenska sjávarklasanum. Sem fyrr segir rekur Bjarni Geir með félaga sínum fyrirtæk- ið Reykjavík Asian og einnig hef- ur hann lengi rekið ferðaþjónustu- fyrirtækið Reykjanes Tours sem býður m.a. upp á ferðir um Sjávarakademían að fara í gang í fjórða skiptið Arna Lísa Traustadóttir. Arnar Hjaltested.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.