Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20226 Ný hetja í glæpa- sagnaheiminum „Að leikslokum“ eftir Mohlin og Nyström, er fyrsta bók í nýjum bókaflokki sem komin er út hjá MTH útgáfu á Akra- nesi. Sigurður Þór Salvars- son íslenskaði. Hljóðbókarút- gáfa, í lestri Kristjáns Frank- lín Magnús, er jafnframt kom- in á Storytel. John Adderley er lögreglumaður sem ólst upp í Svíþjóð en starfaði sem flugumaður FBI í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann kemur upp um hring eiturlyfjasala og fær sig fluttan, í skjóli vitna- verndar, til Karlstad í Svíþjóð þar sem hann hefur störf við nýja deild lögreglunnar sem rannsakar gömul mál. Hefnd eiturlyfjabarónanna sem hann kom í fangelsi vofir yfir hon- um. Bókin var valin besta frumraun nýrra höfunda þegar hún kom út 2020. Næsta bók í flokknum kemur út í júlí 2022. -fréttatilk. Vistvænir bílar 60% sölunnar á árinu LANDIÐ: Ríkissjóður hefur frá árinu 2012 veitt 27,5 millj- arða króna í skattaívilnanir vegna kaupa á vistvænum bíl- um hingað til lands. Fyrir vik- ið hefur mikill árangur náðst í orkuskiptum fólksbílaflotans og er Ísland komið meðal fremstu þjóða á heimsvísu í rafbílavæð- ingu. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs var hlutfall vistvænna bíla 60% í nýskráningum. „Þróunin er mikilvægur liður í metnaðarfullu markmiði stjórn- valda um að Ísland nái kolefnis- hlutleysi og fullum orkuskipt- um eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Auk 27,5 milljarða eftirgjafar vegna kaupa á vistvænum bílum bera slíkir bílar í fæstum tilvikum vörugjald við innflutning líkt og bílar sem ganga eingöngu fyrir eldsneyti og greiða lágmark bif- reiðagjalds. Þá greiða eigendur hreinorkubifreiða eðli málsins samkvæmt engin vörugjöld af orkunotkun. -mm Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórn- ar í Borgarbyggð var haldinn fimmtudaginn 2. júní. Það var Guðveig Lind Eyglóardóttir sem stýrði fundinum fram að kjöri for- seta sveitarstjórnar, þar sem hún hefur lengstan starfsaldur sveitar- stjórnarmanna. Sigurður Guðmundsson (D) lagði fram bókun í upphafi fund- ar, fyrir hönd minnihlutans, þar sem fram kom að gerðar væru athugasemdir við boðun fundar- ins og tímasetningu hans, en til fundarins var ekki boðað með lög- bundnum fjögurra daga fyrirvara. Tímasetning fundar hafi hins vegar verið breytt. Þá var tekið af dagskrá að kynna málefnayfirlýs- ingu meirihlutans. Þegar brugðist hafði verið við athugasemdum var fundinum fram haldið. Minnihlut- inn óskaði fulltrúum Framsóknar- flokksins jafnframt velfarnaðar í störfum sínum og lýsti yfir óskor- uðum vilja til að vinna af heil- um hug að framfaramálum fyr- ir sveitarfélagið á komandi kjör- tímabili í þágu íbúa og samfélags. Á fundinum var Guðveig kjörin forseti sveitarstjórnar, Davíð Sig- urðsson fyrsti varaforseti og Lilja Björg Ágústsdóttir annar varafor- seti. Davíð var kjörinn formaður byggðarráðs og Guðveig varafor- maður. Lilja Björg er einnig aðal- maður í byggðarráði og áheyrnar- fulltrúar þar eru tveir, þær Bjarney Bjarnadóttir og Thelma Harðar- dóttir. Ekki var lokið við að kjósa í allar nefndir og ráð á þessum fyrsta fundi en því verður lok- ið á næsta reglulega fundi sveit- arstjórnar sem haldinn verður á morgun, 9. júní. Þar verður málef- nayfirlýsing B-listans einnig lögð fram. gj Ráðhús Borgarbyggðar í Borgarnesi. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Borgarbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.