Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 17 SJÓMANNADAGURINN Á AKRANESI 1 2. JÚ NÍ DAGSKRÁ 13:00-14:00 Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni í boði Frystihússins. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta skinn, minnsta skinn, skrýtnasta skinn, yngsta keppandann og best klædda sjóarann.  14:00 Róðrakeppni í boði Nítjándu/Bistro & Grill, Garðavöllum 14:00-16:00 Götubitar á hjólum verða á hafnarsvæðinu. 14:00-16:00 Fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu á boðstólnum verða m.a: Hoppukastalar, bátasmíði, lifandi skar í körum, vatnaboltar og ýmislegt eira. Félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða sýnilegir á svæðinu og verða meðal annars með kajaka á oti sem hægt verður að reyna sig á. Björgunarfélagið verður með báta á sjó og Jón Gunnlaugsson björgunarbátur verður til sýnis. Félagar Björgunarfélagsins munu taka þátt í ængu með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar, ef aðstæður leyfa. Björgunarfélagið verður með ýmislegt til sýnis. Blue Water Kayaks býður fólk velkomið til að prufa kajak eða SUP. Fyrir öryggi þá verður aldurstakmark á báta og SUP (10 ára +).  Fimleikadeild ÍA verður með varning til sölu. Nýjar upplýsingar verður að nna á viðburðadagatali á www.skagalif.is. Fjölskylduskemmtunin er í samstar við Fiskimóttakan á Akranesi Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar  10:00 Minningarstund í Kirkjugarði Akraness við minnismerki um týnda sjómenn. 10:00-17:00 Opið á Byggðasafninu í Görðum – aðgangur ókeypis. Bingó ratleikur fyrir börn. 10:00-17:00 Opið verður hjá Eldsmiðum á Byggðasafninu - verið velkomin. 10:00-18:00 Opið í Guðlaugu við Langasand – aðgangur ókeypis. 10:00 Vant sjóbaðsfólk býður gestum og gangandi að taka sín fyrstu sundtök í sjó með leiðsögn. 11:00 Sjómannadagsmessa í Akraneskirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að lokinni athöfn. 12:00-16:00 Opið í Akranesvita – aðgangur ókeypis. 12:00 Hoppkeppni í boði Hopplands, Bakkatúni 5. Verðlaun verða veitt á fjölskylduskemmtuninni á hafnarsvæðinu sem fer fram kl.14-16. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegasta og skemmtilegasta hoppið. Skráning á hopplandehf@gmail.com.  13:30-16:30 Kafsala í Jónsbúð við Akursbraut á vegum Slysavarnadeildar Lífar. Allir hjartanlega velkomnir. 13:30 Kellingar á sjómannadaginn - Söguganga með Kellingunum, gangan hefst á Akratorgi.   Skemmtiferðaskipið Le Bellot lagðist að bryggju við Norðurgarð í Grundarfirði rétt fyrir hádegi í gær, þriðjudag. Þetta markar upp- hafið að komu skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar þetta sumarið en alls eru skráðar 43 komur í sumar. Le Bellot mun koma reglulega við í sumar í hringferð sinni um landið. Skipið var smíðað 2020 og siglir undir frönskum fána. Skipið er um 9.900 brúttótonn og er 131 metri á lengd. tfk Sjómannadaginn ber upp á sunnu- daginn 12. júní í ár en í tilefni dagsins verða hátíðarhöld víðs vegar í sjávarbyggðum á Vestur- landi. Hátíðardagskrá verður á Akranesi, í Stykkishólmi, Snæ- fellsbæ og Grundarfirði. Dagur- inn er hátíðardagur sjómönnum til heiðurs en haldið hefur verið upp á hann á landsvísu síðan 1987. Sjómannadagsráð stendur fyrir hátíðahöldunum í flestum sjávar- þorpum landsins og eflaust mikil spenna í loftinu þar sem bæjarfé- lög hafa ekki haft möguleika á að halda veglega upp á daginn undan- farin tvö ár. Nú hafa bæjarfélög og sjómannadagskráð birt ólíkar og spennandi dagskrár og ættu allir að geta fundið eitthvað spennandi til að gera í tilefni dagsins. Stykkishólmur Í Stykkishólmi verður Skeljahá- tíðin haldin alla helgina en aðal- dagskráin fer fram á laugardaginn. Þar hefst dagskráin kl. 13:30 með skrúðgöngu frá Tónlistarskólan- um og niður á höfn. Þar verður í boði dorgveiðikeppni, tónlistarat- riði, reiptog, sjósund og veitinga- staðir Stykkishólms bjóða upp á mat. Dagurinn endar svo með bryggjuballi við höfnina með tríó- inu Kókos. Grundarfjörður Í Grundarfirði verður hátíðar- dagskrá frá fimmtudeginum 9. júní og út sunnudaginn 12. júní. Á laugardeginum verða aðalhá- tíðarhöldin á bryggjunni. Keppt verður í skemmtilegum þraut- um og hressing í boði á svæð- inu. Hátíðarsigling um fjörðinn að Melrakkaey á Runólfi SH en siglt verður stundvíslega af stað klukkan 12. Dagurinn endar svo á dansleik á Kaffi 59 með hljóm- sveitinni Blandi. Akranes Á Akranesi verður hátíðardagskrá sunnudaginn 12. júní. Aðgangur verður ókeypis að Byggðasafninu, í Guðlaugu og Akranesvita. Boð- ið verður upp á kennslu í sjósundi klukkan 10. Fjölskylduskemmtun verður svo á hafnarsvæðinu klukkan 14 til 16 en í boði verða hoppukast- Hátíðardagskrá Sjómannadagsins á Vesturlandi Frá sjómannadegi í Grundarfirði. Ljósm. úr safni tfk. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði alar, bátasmíði, vatnaboltar og hægt að sjá lifandi fiska í körum. Einnig verður í boði að prófa kajak fyrir 10 ára og eldri, skoða björgunarbáta hjá Björgunarfélaginu ásamt ýmsu fleiru. Snæfellsbær Dagskrá Snæfellsbæjar stendur yfir alla helgina og hefst á skemmtisigl- ingu frá Rifi á föstudaginn klukk- an 19. Í kjölfarið fylgir grillveisla á bryggjunni þar sem einnig verða hoppukastalar. Dorgveiðikeppni hefst í Ólafsvík kl. 11 á laugar- daginn en hátíðardagskrá verður á höfninni í Rifi kl. 13. Þar verð- ur kappróður, flekahlaup, þrauta- keppni, reiptog og fleira en einnig verður hægt að gæða sér á fiskisúpu. Dagurinn endar svo á balli í Klifi. Á sunnudeginum verður Leikhópur- inn Lotta í Tröð kl. 15:30, hátíðar- dagskrá kl. 13 í Sjómannagarðinum á Hellissandi og í Ólafsvík. sþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.