Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 47 Dagur í lífi... Nafn: Eyþór Garðarsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Elínrós M Jónsdóttur. S t a r f s h e i t i / f y r i r t æ k i : Hafnarvörður í Grundar- fjarðarhöfn. Áhugamál: Að horfa á fótbolta (Liverpool) og svo veiðar. Dagurinn: Mánudagur 6. júní, annar í Hvítasunnu. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vaknaði klukkan 05:30 og tann- burstaði mig. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 06:30 og fór á bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Alltaf með verki. Hvað varstu að gera klukkan 10? Vigta úr Áskel ÞH og Verði ÞH. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði þrjár brauðsneiðar. Hvað varstu að gera klukkan 14? Vigta úr Björt SH. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti klukkan 21:00 og stimplaði mig út. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór að sofa vitandi það að ég þarf að vakna klukkan 6 næsta morgun. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Fór ekki í mat, var að vigta úr Viðey RE. Hvernig var kvöldið? Vinna. Hvenær fórstu að sofa? Klukk- an 21:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fékk mér að borða og kyssti kon- una góða nótt. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Ágætis veður í Grundar- firði. Eitthvað að lokum? Að vera hafnarstarfsmaður í Grundarfirði er gefandi og skemmtilegt starf, þú kynnist og hefur samband við mik- ið af góðu fólki. Hafnarvarðar í Grundarfjarðarhöfn Jóhanna Gísladóttir hóf störf sem umhverfisstjóri við Landbúnaðar- háskóla Íslands í vor. Hún hef- ur nýlokið sameiginlegu dokt- orsprófi í umhverfis- og auðlinda- fræði frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og landfræði frá Stokkhólmsháskóla. Jóhanna sinnti stundakennslu samhliða námi bæði í umhverfis- og auðlindafræði sem og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða. Áður hef- ur hún stundað meistaranám við University of Bergen í Noregi og grunnnám við HÍ. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á samspili manns og náttúru, en í rannsókn- um sínum hefur hún skoðað reglu- verk í tengslum við nýtingu auð- linda, með áherslu á skógarhögg, jarðveg landbúnaðarlands og fisk- veiði. Í nýju starfi umhverfisstjóra felst innleiðing á nýrri loftlagsstefnu skólans sem er við gildi 2022-2024, en LbhÍ vill vera til fyrirmynd- ar í umhverfisvænum búrekstri, umhverfis- og náttúruverndar- málum og hafa sjálfbæra þró- un að leiðarljósi í rekstri, stjórn- un, starfsemi og uppbyggingu. Þá verður lögð áhersla á að draga markvisst úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá starfseminni til þess að skólinn leggi sitt af mörk- um til þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir við undirritun Parísarsamkomulags- ins. Þá hefur Jóhanna yfirumsjón með umhverfisbókhaldi skólans, umbótaverkefnum í umhverfis- og loftlagsmálum, og umsjón með úti- svæðum á jarðeignum skólans. Þar að auki kemur hún að uppbyggingu á erlendu samstarfi og fjármögnun alþjóðlegra verkefna sem snúa m.a. að landnýtingu og landnotkun, ásamt kennslu, leiðbeinslu nem- enda í rannsóknarverkefnum og birtingu greina. Kemur frá Akranesi Jóhanna er frá Akranesi og finnst forréttindi að vera nú komin með annan fótinn í Borgarfjörðinn. „Ég kann mjög vel við hversu fjölbreytt Gunnhildur Guðbrandsdóttir hef- ur byrjað störf sem deildarfulltrúi á kennslusviði við LbhÍ á Hvann- eyri. Hún er uppalin á Staðarhrauni á Mýrum og er landfræðingur og þróunarfræðingur að mennt. Gunn- hildur er 44 ára gift og þriggja barna móðir og er að flytja til baka í Borgar- nes eftir um það bil 13 ár í Svíþjóð og þar áður tíu ár í Reykjavík. „Í Svíþjóð vann ég sem verk- efnastjóri móðurmálsstofunnar í sveitarfélaginu Täby í Stokkhólmi ásamt því sem ég tók að mér að kenna íslensku sem móðurmál fyrir grunn- skólabörn í nokkur ár,“ segir hún. Gunnhildur hefur mikinn áhuga á jafnréttismálum, náttúrunni og sam- veru með fjölskyldu og vinum. Starf hennar við LbhÍ felur í sér umsjón með framhaldsnáminu við skólann. Hún verður tengilið- ur milli nemenda annars vegar og kennara og skólans hins vegar ásamt umsjón með skipulagi og utanumhaldi námsins. Nemend- um í framhaldsnámi hefur fjölg- að mikið undanfarin ár og því mikilvægt að bæta við starfskrafti í teymi kennsluskrifstofu til að halda áfram að veita öllum góða og skjóta þjónustu. „Ég er bara rosa ánægð með að vera komin aftur á æskuslóðir og að veita börnunum mínum tækifæri á að alast upp við sama frelsi og ég gerði og í þessari náttúrufegurð sem hér er,“ segir Gunnhildur. mm/lbhí Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar hefst á hugvekju sr Ósk- ars Inga Ingasonar og ávarp er frá Svan- dísi Svavars dóttur ráðherra sjávarút- vegsmála. Sigurð- ur Bogi Sævars- son blaðamað- ur ræðir við Guð- mund Smára Guð- mundsson og Rósu dóttur hans hjá G.Run í Grundar- firði. Einnig skrapp Sigurður nýlega til bæjarins Vogs á Suðurey í Færeyjum og ræddi við Sjúrd Vestergaard en hann var í Ólafsvík á árum áður ásamt mörg- um öðrum frá Suðurey. Reynir Georgsson skipstjóri á Má SH 127 segir frá því er skip- inu var meinað að koma í höfn í Noregi til að taka úr skrúfu skips- ins. Þetta varð að milliríkjamáli milli Íslands og Noregs á sínum tíma en þetta var árið 1995. Þá er grein um 70 ára sögu Sjómanna- dagsráðs Ólafsvíkur ásamt mynd- um sem með fylgja. Viðtöl eru við þrjá sjómenn; togarasjómanninn Guðmund Guðmundsson sem býr á Spáni og er á Sólborgu RE 27 í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og svo þá Ólaf Barða Guðmundsson og Guðjón Guðmundsson sem eru fyrrum sjómenn hér í Ólafsvík og þeir hafa frá mörgu áhugaverðu að segja. Skemmtileg grein er eftir Skúla Möll- er sem var kennari við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík sem margir fyrrverandi skipstjórar kann- ast við. Kristinn Jón Friðþjófsson skrifar um fimmtíu ára sögu Hamars SH 224 í Rifi en skipið hefur verið í eigu hans og fjölskyldu þessi ár. Þá er viðtöl við tvo unga skip- stjóra þá Orra Freyr Magnússon í Ólafsvík og Runólf Jóhann Krist- jánsson í Grundarfirði. Sagt er frá stórslysi á sjómanni sem var í bát við bryggju í Ólafsvíkurhöfn í september 1960. Grein er eft- ir Guðbrand Þorkel Guðbrands- son en hann skrifar um húsin sem eru við Ennisbraut í Ólafsvík. Þar kemur margt áhugavert fram en safnað var ýmsum heimildum þá sem bjuggu þar í fyrstu og byggðu húsin. Skemmtilegar vísur koma frá Guðjóni Jóhannessyni bónda í Syðri-Knarrartungu sem gaman er að lesa. Fleiri greinar og myndir eru í blaðinu sem koma fyrir augu lesenda.Blaðið er brotið um í Stein- prenti í Ólafsvík og það er 88 síður. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhanns- son. -fréttatilkynning Gunnhildur Guðbrandsdóttir. Ljósm. LbhÍ. Komin aftur á heimaslóðir og hefur umsjón með framhaldsnámi Jóhanna Gísladóttir. Ljósm. Kristinn Ingvarsson. Jóhanna tekin við starfi umhverfisstjóra LbhÍ Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar á leið úr prentun starf þetta er, en síðan ég hóf störf hef ég sinnt verkefnum allt frá því að hafa umsjón með erlendu sam- starfsverkefni fyrir hönd Land- búnaðarháskólans yfir í að skila inn grænu bókhaldi til Umhverfis- stofnunar, slá gras á Hvanneyri á litlum traktor og mæla matarsó- un eftir hádegismat í mötuneytinu. Hér liggja gríðarleg tækifæri varð- andi rannsóknir, miðlun þekkingar og kennslu, ekki síst vegna þeirrar sérstöðu sem skólinn hefur. Innan skólans starfar yndislegt og lausna- miðað fólk sem brennur fyrir sínum störfum sem ég hlakka til að takast á við komandi verkefni sem hluti af þessu frábæra teymi starfsmanna,“ segir Jóhanna. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.