Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202240 Einar Bergmann er ekki gam- all að árum, rétt nýorðinn tvítug- ur að aldri. Hann er hins vegar þegar orðinn hokinn af reynslu þegar kemur að því að stýra skip- um. Einar er yngsti stýrimaður í sögu Landhelgisgæslunnar og er nú tekinn við sem yfirstýrimaður á Herjólfi. Í millitíðinni hefur hann stýrt stærsta flutningaskipi landsins og risastóru skemmtiferðaskipi um Karabíska hafið. Að drepast á Baldri Einar er Hólmari í húð og hár, eins og hann segir sjálfur frá. Hann dvaldi langdvölum hjá afa sínum og ömmu, þeim Sigurþór Guðmunds- syni og Sigrúnu Hrönn Þorvarðar- dóttur, og segir afann eiga heiður- inn af því að vekja áhuga hans á bátum. Sigurþór er einn hluthafi í Litla eyjafélaginu, sem á nokkr- ar eyjar í Breiðafirðinum, og Einar var ungur að árum þegar hann fór með í dúntekju. Sigrún Hrönn var síðan alin upp í Flatey og fjölskyld- an dvaldi eina til tvær vikur á hverju sumri þar. Og þá var auðvitað farið með Baldri. „Þannig kviknaði áhuginn á Baldri. Ég ætlaði aldrei að gera neitt annað en að sigla honum. Ég ætlaði að fara í Stýrimannaskól- ann og fara á Baldur og svo ætl- aði ég að drepast á Baldri. Það var stefnan. Ég man þegar maður stóð á bryggjunni sem polli. Það er svo mikill munur á flóði og fjöru hérna í Breiðafirðinum, alveg fimm metra munur. Gamli Baldur var um 65 m langur, lítið skip í raun, en ég stóð á bryggjunni og horfði á þetta flykki og pældi í því að það væri einn lít- ill kall sem stýrði þessu öllu. Og ég vildi vera sá kall. Eftir að ég fór að hafa vit á þessu áttaði ég mig síðan á því að Baldur er ekkert stór.“ Ungur á sjóinn Þegar Einar var 13 ára tók móðir hans, Linda Bergmann, saman við Sigmar Loga Hinriksson. Sigmar var yfirstýrimaður og síðar skip- stjóri á Baldri. „Hann hefur líka verið mikill áhrifavaldur í þessu öllu. Okkur hefur alltaf komið vel saman og hann er ákveðin fyrir- mynd í þessu öllu,“ segir Einar. Hann var hækkaður um bekk í grunnskóla, úr sjöunda í áttunda bekk, og naut mikillar aðstoð- ar móður sinnar og stjúpa við þau umskipti. Sigmar Logi hjálpaði Einari svo mikið við að komast í Slysavarnaskólann sem hann lauk skömmu eftir fermingu. „Mamma kom mér þá í vinnu hjá Símoni Sturlusyni, sem á Íslenska bláskel og sjávargróður. Hann hafði líka mikil áhrif. Hann var fyrsti yfirmaðurinn minn og ég held miklu ástfóstri við hann. Hann kenndi mér að vinna og ég þakka honum fyrir að hafa tekið við mér. Ég var yngri en bekkjarfélagarnir sem komust inn í vinnuskólann, en þá tók hann við mér og leyfði mér að kynnast því hvernig er að vinna. Kannski full mikið, finnst mörgum í dag miðað við 14 ára krakka. Eftir að ég kláraði Slysavarna- skólann gat hann lögskráð mig á bátinn hjá sér á sumrin. Það var partur af vinnunni, ekki bara að vera í landi heldur að fá að fara út og vera að dandalast í bláskelinni og þaranum. Á svipuðum tíma var ég að leysa af sem aðstoðarmað- ur í eldhúsi á Baldri og Særúnu hjá Sæferðum. Ég var alltaf þar þegar strákarnir fengu frí. Þetta var kannski hálf öfgakennt fyr- ir svo ungan dreng, en bæði er að ég er mjög þrjóskur og ef ég veit hvert mig langar að fara þá verð ég að græja það. Síðan á mamma mín mikið hrós skilið fyrir að troða syni sínum að.“ Hafði aldrei tekið strætó Eftir að grunnskólanámi lauk kom aðeins eitt til greina hjá Einari; að komast í Stýrimannaskólann. Hann flutti til Reykjavíkur og fór að leigja með frændum sínum. Þar var ýmis- legt nýstárlegt fyrir ungan dreng, bæði í borginni og skólanum. „Þá var ég 15 ára kvikindi og meðalaldurinn kannski 26-27 ára. Það var alveg erfitt. 15 ára er kannski full lítið til að henda sér í þetta, þó ég segi sjálfur frá. Þetta var alveg bras, en gríðarleg reynsla og maður lærði að bjarga sér. Ég hafði t.d. aldrei tekið strætó þegar ég flutti í bæinn. Þetta var alveg erfitt og ég mundi kannski ekki mæla með þessu fyrir barnið mitt, ég myndi vilja hafa það aðeins lengur heima. En auðvitað græj- aðist þetta allt og þessir strákar sem voru með mér voru allt topp- náungar sem tóku mér vel. Ég er í góðu sambandi við marga þeirra enn þann dag í dag. Stýrimannaskólinn er svo góður staður fyrir menn í sjávarútvegi til að mynda tengslanet. Sérstaklega þegar ég var í Landhelgisgæslunni, þá var maður oft að kalla upp og þá þekkirðu rosalega marga sem eru á skipunum. Það er gaman að fylgjast með þeim.“ Yngstur í sögunni Einar hefur alltaf stefnt á sjóinn og hefur ekki verið að dóla neitt við það að komast þangað. Hann kláraði Stýrimannaskólann á þrem- ur árum í stað fjögurra og þar sem hann hafði líka klárað grunnskól- ann ári fyrr en venjan er, var hann aðeins 18 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr skólanum. Og hvert fer 18 ára drengur með próf úr Stýrimannaskólanum í vasanum? Jú, Einar fór til Landhelgisgæsl- unnar. „Ég átti að vera háseti á Herjólfi um sumarið. Við höfðum flust til Eyja 2018 og stjúpi var skipstjóri á Herjólfi og ég var farinn að leysa af þar líka sem háseti. 2018 kem ég þar inn sem háseti og svo stýri- maður þegar á leið. Síðan kemur náttúrulega bara Covid og ferðum fækkar og það er fækkað í áhöfn- um og ég komst ekki þar inn. Ég hafði verið í sambandi við Auðunn hjá gæslunni sem hafði komið mér í samband við Pál Geirdal, sem hefur umsjón með því að manna skipin. Palli hringir svo í mig og býður mér að fara sjómanna- dagstúrinn á Tý, sem var vika. Þá fór ég sem háseti og það var mjög gaman, að fá að fara upp í þyrlu og það allt. Við fórum á Ísafjörð og það var upplifun að vera í Gæsl- unni á svona hátíðarstundu. Allir hjá Gæslunni eru alveg einstak- lega gott fólk og það er gott að vera þar. Síðan var mælt með mér aftur. Ég átti að vera í mánaðarfríi og koma aftur um borð eftir það á Seyðisfirði. En síðan fæ ég símtal um að það vanti þriðja stýrimann á Tý og mér er boðin staðan. Þá var ég 18 ára og nýskriðinn út úr skól- anum. Ég þigg það náttúrulega, fyrst að þeir treystu mér. Þá var annar stýrimaðurinn Elvar Sig- urðsson, ég var með honum í skól- anum, hann útskrifaðist ári á und- an mér. Það var mjög skemmti- legt. Þá var ég yngsti stýrimaður í sögu Landhelgisgæslunnar.“ Það kallar á mig að sigla Rætt við Einar Bergmann um sjóinn og löngunina til að stýra skipum Einar við hið risastóra skip, Brilliance of the Sea. Siglt inn Prins Kristjáns-sund, sem Einar segir einhvern fegursta stað sem hann hefur séð á norðurslóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.