Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202226 Maður kemur ekki að tómum kof- anum hvað varðar sjóinn og fisk- veiðar hjá Birni Björnssyni sjó- manni. Hann hefur verið alla sína starfsævi á sjónum og er enn að, rær núna til strandveiða frá Stykkis- hólmi þar sem hann ólst upp. Hann hefur frá ýmsu að segja og sumar sögurnar minna helst á sjónvarps- þættina um verbúðina. „Ég er fæddur í Reykjavík en kem fjögurra ára í Stykkishólm og er uppalinn hér. Ég er ættaður úr Bjarneyjum, pabbi var fæddur þar. Ég hef mikið verið viðloðandi Fla- tey hjá Svönu og Magnúsi. Ég hef verið inni í trilluútgerð annað slag- ið. Fór með bróðursyni mínum 2010 og var með honum í tvö ár, en hann gerir út bát frá Skagaströnd. Þess á milli hef ég verið á stóru bát- unum. Þetta hófst allt þegar ég var ráð- inn á Þórsnesið 1975, þá að verða 16 ára gamall. Áður hafði ég verið með pabba á trillunni öll sumur frá því að ég var tíu ára gamall. Maður komst ekkert hjá því að vera með, ekki þar fyrir að mig langaði mjög til þess. Hann var orðinn veikur kallinn og dó 1976. Það var fyrir nútímahjartalækningar, hann deyr úr einhverju tengdu kransæðunum. Einhverju sem hægt væri að gera helling í núna. Það átti að senda hann í þræðingu, hann var með allra fyrstu mönnum í það. Þegar suður var komið tóku þeir af hon- um öll hjartalyfin og hann þoldi það ekkert og dó inni á spítala, 48 ára gamall.“ Ekkert vol né væl Eftir andlát föður Björns var trill- an seld. Systkinahópurinn var stór, mikið af bæði al- og hálfsystkinum. „Mamma sat í óskiptu búi. Pabbi átti fimm börn fyrir. Við erum sex yngri hópurinn og ég er elstur af þeim. Svo áttum við fimm hálsystk- ini fyrir og þau gerðu enga kröfu eða neitt í búið. Það hefur alltaf verið gott samkomulag þarna á milli. Yngsta hálfsystir mín er bara sex mánuðum eldri en ég. Mamma verður níræð í byrjun júní, þannig að þá komum við öll saman. Hún vill nú ekki hafa neitt húllumhæ, en það verður kaffiboð og matur. Hún er alveg með fulle fem. Vann þang- að til hún var 75-76 ára, vildi ekk- ert hætta að vinna. Hún sagði að heilsan hefði byrjað að bila þegar hún hætti að vinna. Hún vildi aldrei neitt helvítis vol né væl.“ Þú hefur þá verið alinn upp þannig? „Já. Ég fékk alveg að vita af því. Þau voru nokkuð ólíkir persónuleikar, pabbi og mamma. Pabbi var mikill bókamaður og við vorum alin upp í því að lesa. Hann var mikill bókasafnari og ég er það nú reyndar líka og við bræður. Þau voru mjög góð við okkur bæði, hvort á sína vegu,“ segir Björn. „Ég var sjóveikur fyrstu tíu árin sem ég var á sjó á stórum bát. Ég man þegar ég var á Þórsnesinu fyrst. Þetta var trébátur, 80 tonn, og ég man þegar við fórum fyr- ir tangana þá kom alltaf slagvatns- lyktin. Djöfulsins drullupestin. Ég fann alveg fyrir þessu, var kannski ekki ælandi en með ónot. Ég man á vorin áður fyrr þegar ég var alltaf á trillunum, þá var maður kannski bullandi sjóveikur þegar maður kom í skólann. Svo vandist það nú og ég hef ekki fundið fyrir þessu í 35 ár.“ Flakkað með flöskuna Birni telst til að hann hafi verið um 47 ár háseti á stórum bátum. Í fjölda ára var hann lítið sem ekkert í Hólminum og fór um landið og elti góð pláss. „Ég var bara hér og þar, mikið í Grindavík en alltaf á sjó. Það er mikið flökkueðli í mér og ég þurfti að fara hér og þar og vera allsstað- ar. Svo var alkóhólismi líka, maður var alltaf í brennivíni. Ég hætti því nú reyndar fyrir um 17 árum. Ég reykti líka, tvo pakka og lengst af þrjá pakka af Camel á dag. Maður er að bíta úr nálinni með það núna. Lungun eru það eina sem er að hrjá mig. Þó það séu tíu ár síðan ég hætti þá fer lungnaþemban ekkert.“ Töluvert var rætt um það hvort sjónvarpsþættirnir Verbúðin gæfu raunsanna mynd af lífinu í sjávar- útvegi á níunda áratugnum. Björn hefur lifað ýmislegt sem hefði vel átt heima í umræddum þáttum. „Ég man að ég var í sigling- um í kringum 1980, m.a. á Bret- land. Það var bara fyllerí út í eitt. 1980 sigldi ég rosalega mikið og svo sigldi ég alla túrana. Það gaf mér velvilja gagnvart því að mega vera mjúkur um borð á fiskeríinu. Ég var í beitningunni, það var ver- ið að beita útilegu og línu. Þá hafði maður það eins og maður vildi. Þetta voru tíu tólf dagar á fisker- íi og svo hálfur mánuður á sigl- ingu. Ég var alltaf í eldhúsinu hjá kokknum, sem var dagdrykkjumað- ur. „Viltu kaffi,“ spurði hann og rétti manni fant fram í sneisa og kannski helmingurinn vodki. Mað- ur gerði bara það sem maður vildi og engar reglur. Þetta var allt öðru- vísi.“ Björn flakkaði svo um landið og var gjarnan á verbúðum. Landað var í ólíkum höfnum og ávallt fjör hvar sem komið var. Óneitanlega líkt því sem við fólk sá í þáttunum um Verbúðina. Meistaradeildin Línuveiðar áttu vel við Björn og hann sótti í línubátana. Hann seg- ir að það að fara til Grindavíkur hafi snúist um það hvort hann ætl- aði að spila í meistaradeildinni eða ekki. Þess vegna fór hann til Vísis, þar sem var nægur kvóti og hægt að fiska. Þar á bæ voru menn býsna djarfir við sjósóknina, stundum um of. „Ég var á þeim frægasta, Sig- hvati. Þar voru mikil sjóhundar. Við vorum oft einskipa að draga. Hann var það frægur að þegar þeir tóku við honum núna hafa þeir átt í erfiðleikum með að ráða menn á hann. Þegar menn heyra nafnið Sighvatur þá fylgir því sagan af mikilli keyrslu. Það eru hörkutekj- ur, en það gæti nú hafa kvisast út hvernig þetta var hér áður fyrr. Ég var með þeim tveimur, Dóra Geirs og Unnsteini Líndal. Þetta voru hvorttveggja alveg hörkusjómenn og maður var alveg óhræddur við það sem þeir voru að gera. En sóttu alveg eins og andskotar og það var stundum allt á hvolfi þegar við vor- um að leggja.“ Tví- og þrískipting Á árum áður sóttu menn í sjó- inn það sem hann gaf. Slegist var um góð pláss og róið hvenær sem veður gaf. Sjómenn tímdu varla að vera í landi því næsti túr gat verið met túrinn og ekki vildirðu missa af honum. Breytingar hafa orðið á þessu og nú er víðast hvar komið kerfi tví- og þrískiptingar. Þegar ég var á Tjaldinum, hjá Guðmundi Kristjánssyni, var þar Með flökkueðli á fiskeríi Rætt við Björn Björnsson sem hefur verið á sjó í um hálfa öld Tilbúinn að halda til veiða. Björn hugar að bátnum við bryggju. Ekki má róa á rauðum dögum og þá eru þeir nýttir til að hafa allt klárt í næsta róður. Eins og sjómanna er siður fá menn sér í nefið yfir spjallinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.