Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202244 Ólsarinn Ríkarð Ríkarðsson hef- ur ýmislegt gert um ævina. Byrjaði ungur að fara á sjó eins og tíðkað- ist í Ólafsvík á þeim árum og seinna færðist hann óvænt yfir í ferðaþjón- ustuna sem átti vel við hann. Í dag starfar Ríkarð hjá Fiskistofu en fer þó þegar hann getur nokkra túra um landið með ferðamenn. Skessu- horn heimsótti Ríkarð í Stykkis- hólmi á dögunum þar sem lífið til sjós var rifjað upp en einnig ferða- mennskan. Allt snerist um vinnu „Ég byrjaði mjög ungur sem sjó- maður,“ rifjar Ríkarð upp, en hann var einungis 15 ára gamall þegar hann var farinn að vinna á laun- um úti á sjó, réði sig á bát frá Pat- reksfirði sem var að fara á grálúðu- veiðar með línu og svo var siglt með aflann til Hull. „Línan var beitt um borð og réði ég mig sem beitningar mann. Ég var vanur að beita og hafði gert það með skóla og sem sumarvinnu,“ segir Rík- arð. „Ég hætti í skóla, tók sem sagt ekki tíunda bekkinn. Þetta snerist allt um vinnu á þessum tíma,“ bæt- ir hann við. Í Ólafsvík í kringum 1983 sner- ist allt um sjóinn og útgerð að sögn Ríkarðs og flestir bæjarbú- ar unnu við fisk að einhverju leyti, hvort sem það var á miðunum eða í vinnslunum í landi. „Það voru fjór- ar öflugar fiskvinnslur í plássinu og mikið af vertíðar fólki og vertíðar bátum, nóg að gera,“ bætir Ríkarð við um tíðarandann. „Ég var á sjón- um fimm vertíðar áður en ég fór í Stýrimannaskólann og var þá aðal- lega um borð sem háseti og kokkur á þessum vertíðarbátum. Vertíðar- bátar á þessum tíma voru bátar sem voru kannski á netum á vertíðinni sem hófst alltaf í endaðan febrúar. Svo var farið á fiskitroll eða rækju á sumrin. Um haustið var farið á síld, svo línu og loks aftur á net. Þetta var mjög fjölbreytt og ég kunni því vel.“ Verbúðarandinn í Ólafsvík Ólafsvík var svona staður þar sem hellingur af fólki dvaldi yfir ver- tíðarnar, að sögn Ríkarðs. „Ver- búðin var kölluð Mafían. Þar sem veitingastaðurinn Sker er til húsa í dag. Þetta hús var upphaflega byggt sem verbúð, efri hæðin það er að segja. Útgerðirnar áttu tvö til þrjú herbergi þarna og þær tóku sig saman og byggðu þetta hús. Sjálfur var ég ekki á verbúð en ég lét mig ekki vanta á böllin. Það var farið út kannski fimm um nótt og komið í land klukkan níu, tíu um kvöldið. Þetta voru langir vinnudagar og aðeins frí aðra hverja helgi og þá var auðvitað farið á ball, það var nóg af böllum, ef ekki heima í Ólafsvík þá á Hellissandi eða Grundarfirði. Það var líf og fjör og gaman að vera ungur á þessum tíma, bærinn iðaði af lífi,“ rifjar hann upp. Að vera stýrimaður eða skipstjóri var toppurinn Ríkarð var einungis 19 ára gam- all þegar hann var gerður að stýri- manni um borð og átti hann þá eft- ir að fara í Stýrimannaskólann sem hann svo gerði tvítugur að aldri. „Ég var duglegur og mér var treyst. Þetta var kannski 10 til 12 manna áhöfn og að vera 19 ára gutti með stjórn á öllu á dekki á vetrarvertíð, maður þurfti að vera með svolítið bein í nefinu til að hafa forystu. Þarna voru karlar sem voru kannski tvöfalt, þrefalt eldri en ég. Þetta var mikil ábyrgð og góður skóli áður en maður fór svo í Stýrimanna- skólann,“ segir Ríkarð um starfið. „Að vera stýrimaður eða skipstjóri var toppurinn fannst mér á þessum árum og þegar ég fór í skólann tók ég á náminu eins og vinnu og fékk verðlaun fyrir kunnáttu, háttprýði og skyldurækni við útskrift,“ bætir hann stoltur við. Ríkarð var stýrimaður og skip- stjóri á Hamri SH frá Rifi í tæp- an áratug og segir að þar hafi verið gott að vera, úrvals áhöfn og útgerð. Seinna var hann skipstjóri og stýri- maður á hinum ýmsu skipum við margskonar veiðar og einnig við farþegaflutninga og hvalaskoðun. Skakari í grunninn „Ég keypti mér trillu þegar ég var 16 ára gamall og átti hana í nokk- ur ár. Ég var að fara út á skak þegar tími gafst til en þá voru ekki komn- ar tölvurúllur eins og þekkist í dag. Við vorum með rúllur sem við gát- um látið hífa en urðum að skaka og var því afkastagetan miklu minni en með nútíma tölvustýrðum rúllum. Á þessum tíma var ekkert mikið um að menn voru að veiða á handfæri en voru þó nokkrir, en á þessum tíma var bara erfitt að losa sig við fiskinn,“ rifjar Ríkarð upp. „Hand- færa fiskur var litinn hornauga og það mátti bara þakka fyrir það að fá einhver viðskipti með fiskinn yfir höfuð. Svo breyttist þetta í kring- um 1989 þegar fiskmarkaðarnir komu til sögunnar, þá vildu allir fá handfæra fisk. Það voru nefnilega engir markaðir, bara hraðfrystihús og verkanirnar sem sáu um allan fiskinn. Þú þurftir að fara til þeirra og á þessum tíma létu þeir þannig eins og þeir vildu ekkert með hand- færa fiskinn gera,“ bætir hann við. „Það gjörbreytti öllu þegar mark- aðarnir komu. Þú sérð að árið áður en fiskmarkaðirnir koma þá vorum við að fá 33 krónur fyrir kílóið en fór upp í 90 krónur þegar fiskmark- aðurinn kom. Það er yfir 100% hækkun. Áður hafði í raun vinnslan verið að einoka þetta,“ segir hann ennfremur. „Ég fékk mér svo aft- ur handfæra bát þegar ég hætti á Hamri og fór að taka mér frí frá stóru bátunum svona yfir hásum- arið. Mér finnst fátt skemmtilegra en að lenda í góðri veiði á handfær- um. Svo þróaðist þetta til þess að ég fékk mér stærri bát og fór að gera út allt árið og þá með línu yfir vetrar- mánuðina. Ég sel svo útgerðina árið 2007.“ Úr sjómennskunni yfir í ferðaþjónustuna Eftir að Ríkarð seldi allt sitt þá datt hann óvænt inn í ferðaþjónustuna sem átti svo seinna eftir að springa út. Ferðaþjónustan átti vel við Rík- arð. „Frænka mín var að vinna sem framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu- fyrirtæki og hún spyr hvort ég vilji ekki fara einhverja túra. Hún vissi nefnilega að ég væri með meira- prófið og gat því verið ökuleiðsögu- maður,“ segir Ríkarð. „Ég sló til og var í þessu meira og minna í fimm ár. Það var aldrei kvartað yfir mér svo ég hlýt að hafa verið ágætur í þessu,“ bætir hann við og hlær. „Ég hef fengið fjöldann allan af bréfum sent til mín þar sem mér er þakk- að fyrir ferðirnar. Svo fer ég að vísu núna í sumar nokkra túra, nýti sex vikna sumarfríið mitt til að fara með ferðamenn um landið. Ég fer alla- vega þrjár hringferðir,“ segir hann fullur tilhlökkunar, en í dag starfar Ríkarð hjá Fiskistofu. „Að vera með fólki í fríi á fal- legustu stöðum landsins og vinna við að segja sögur og hlusta á sög- ur allsstaðar að úr veröldinni, getur ekki verið annað en gaman. Svo er landið svo fallegt og fólk svo ánægt að koma hingað. Það eru allir gjör- samlega dolfallnir fyrir Íslandi. Ég var eiginlega blindur á þetta áður en ég fór í ferðaþjónustuna,“ bæt- ir Ríkarð hreinskilinn við. „Þegar ég byrjaði í þessu þá vorum við 12 leiðsögumennirnir starfandi hjá fyr- irtækinu og þegar ferðaþjónustan hrynur í Kórónuveirufaraldrinum þá vorum við orðin rétt undir 70 leiðsögumenn. Eftir að allt hrynur sæki ég um hjá Fiskistofu og fæ þar vinnu strax og þar hef ég verið síð- ustu tvö ár.“ Ferðamenn vilja heyra álfasögur Ríkarð segir starfið hjá Fiskistofu skemmtilegra og fjölbreyttara en hann hafði búist við. „Þetta starf er alls ekki til að hanka menn! Flestir eru að fara eftir reglum en það alltaf einhverjir sem reyna að sveigja þær svolítið en þá er okkar starf að beina þeim á rétta braut og stundum þarf að beita viðurlögum því miður. Við erum í þessu starfi til að leiðbeina og það er gaman og gefandi,“ seg- ir Ríkarð um vinnuna sína hjá Fiski- stofu. Það leynir sér hins vegar ekki að Covid hafi þvingað Ríkarð í aðra átt en hann hafi viljað á sínum tíma og segir hann að hefði ekki verið fyr- ir Covid að þá væri hann líklega enn að segja fólki álfasögur á ferðinni í kringum landið. „Ég hef alltaf verið mikill grúskari og lesið mikið. Þegar ég fyrst byrjaði í ferðaþjónustunni þá lagðist ég í lestur og lærði heiti á fjöllum, dölum og allskonar svo- leiðis fróðleik um landið okkar. Svo fór ég að þylja þetta upp í rútunni og var kannski með 20 manns fyrir aftan mig. Ég sá að það bara slökkti á fólki í baksýnisspeglinum,“ rifjar hann upp og hlær. „Fólk er almennt ekki að koma fyrir þessar upplýs- inga. Um leið og ég fór að segja sög- ur af álfum og tröllum þá lifnaði yfir öllum. Ferðamenn eru líka forvitn- ir um okkur Íslendinga og sérstöðu okkar að hafa hokið á þessari eyju út í miðju Atlantshafi í meiri en þús- und ár. Fólk finnst við skrítin og ég held það sé alveg rétt hjá þeim,“ bætir hann kíminn við að endingu. glh/ Ljósm. einkasafn. „Allir bæjarbúar unnu við fisk að einhverju leyti“ -rætt við Ríkarð Ríkarðsson fyrrum sjómann úr Ólafsvík Ólsarinn Ríkarð Ríkarðsson. Ljósm. glh. Ríkarð segir hér sögur af Bárði Snæfellsás með jökulinn í baksýn. Báturinn hans Ríkarðs, Rikki Magg SH, sem hann gerði út á handfæri og línu Gunnar Bjarnason SH. Á þessum bát fór Ríkarð sína fyrstu vertíð og Pabbi hans var skipstjóri og var skipstjóri á þessum bát í 14 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.