Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202254 Hvaða fiskur er þinn uppáhalds á diskinn? Spurning vikunnar (Spurt í Grundarfirði) Svavar Áslaugsson sjómaður: Soðinn saltfiskur með kartöflum og blómkáli. Baldur Orri Rafnsson tónlistarkennari Fish and chips að sjálfsögðu Rut Rúnarsdóttir einkaþjálfari Pönnusteiktur þorskur í raspi. Eydís Lúðvíksdóttir kennari Steiktur fiskur í raspi með kart- öflum og lauk. Lúðvík Karlsson listamaður Nætursaltaðir þorskhnakkar með kartöflum og hamsatólg eins og mamma gerði. Pennagrein Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveit- arstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatl- aðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjöl- mörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomu- lagi sem skilar sér í betri ákvörðun- um og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á. Hvort sem sveitarfélög hafa starf- rækt notendaráð áður, eða hyggj- ast leggja af stað í þá vegferð núna, þá er mikilvægt að kalla strax eft- ir tilnefningum frá hagsmunafélög- um fatlaðs fólks um einstaklinga á svæðinu til að sitja í þessum ráðum. Undirrituð hafa verið í sam- bandi við fatlað fólk í notendaráð- um um allt land undanfarin miss- eri á reglulegum fundum. Auk þess höfum við átt samtal við starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa um þessi mál. Af þeirri reynslu höfum við lært að það virkar vel að kjörn- ir fulltrúar sitji í slíkum ráðum og séu þannig í beinu talsambandi við fatlaða íbúa í stefnumótun og ákvarðanatöku. Vel hefur gefist að starfsfólk sveitarfélaganna sé frekar í stuðningshlutverkum í þessum nefndum. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skipan og starfrækslu notendaráða: Leitast við að hafa hóp fulltrúa fatlaðs fólks ekki of lítinn þannig að fjölbreytileiki náist. Tryggja að fatlað fólk sé ekki í miklum minnihluta í notendaráð- inu. Greiða fyrir setu í ráðinu líkt og greitt er fyrir í öðrum fastanefnd- um. Passa að fundir séu haldnir í aðgengilegu húsnæði og að gögn séu send með hæfilegum fyrirvara fyrir fundi til að hægt sé að kynna sér þau í þaula. Við skorum hér með á sveitar- stjórnarfulltrúa sem þetta lesa, að gera málið að sínu og tryggja að samráð við fatlað fólk sé til fyrir- myndar í ykkar sveit. Ekki hika við að hafa samband hvort sem er í síma eða tölvupósti mottaka@obi.is. ÖBÍ er boðið og búið að aðstoða ykkur varðandi þessi mál og auðvitað til þess að fá tilnefningar um fatlað fólk til sam- starfs. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, for- maður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttindalög- fræðingur Vorsýning Fimleikafélags Akra- ness var síðastliðinn miðvikudag í fimleikahúsinu við Vesturgötu. Boðið var upp á tvær sýningar og var húsfyllir á þeim báðum. Þar sýndu iðkendur og þjálfarar þeirra afrakstur þrotlausra æfinga í vet- ur. Þema sýninganna var gömlu ævintýrin og mátti sjá fjölmargar persónur úr sögum H.C Andersen, Grimms bræðra, Astrid Lindgren og fleiri bregða fyrir. Allir iðkend- ur FIMA, 5 ára og eldri, koma fram í sýningunni og er óhætt að segja að stemningin í nýju fimleikahöll- inni hafi verið frábær. Fimleikar eru með fjölmennari íþróttagrein- um sem eru æfðar á Akranesi og hefur nýtt fimleikahús virkað sem vítamínsprauta á starfið. Eftir sýn- ingarnar voru seldar grillaðar pyls- ur, gos og svalar utan húss, en sýn- ingarnar voru um leið mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. gó Sumarhátið íþróttaskólans í Dala- byggð fór fram laugardaginn 4. júní. Mikil stemning, fjör og gleði var í hópi barnanna. „Íþrótta- skólinn er fyrir öll börn 0-6 ára og hefur verið starfræktur núna í á annað ár og gengur vel. Þetta var síðasta skiptið á þessari önn, en við komum til með að byrja aftur síð- ari hlutann í ágúst,“ segir Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir. Allir voru ánægðir með hoppukastala, andlist- málningu, leiki og grillaðar pylsur í lokin. mm Ævintýrastemning á vorsýningu FIMA Íþróttaskólinn í Dölum kominn í sumarfrí Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.