Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202238 „Ég byrjaði í rauninni að fara á sjó þegar ég kem hingað,“ seg- ir Jóhann Már Þórisson kokkur og háseti um borð í Bárði SH sem rær frá Rifi. Jóhann Már er smiður í grunninn og hefur starfað lengst af við smíðar með föður sínum Þóri Jónssyni húsasmiði. Jóhann er með smíðaverkstæði á Rifi og áður en hann hóf störf um borð í Bárði SH var hann í því að gera húsgögn fyr- ir fólk, bæði hanna þau og búa til, undir nafninu Sheepa. Hann býr ásamt konu sinni og fjórum börn- um í Rifi. „Í dag er aðal vinnan mín að vera á sjó og það er búið að vera svoleiðis í eitt ár núna,“ seg- ir Jóhann. Bárður SH var í slipp þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti Jóhann á heimili hans og var hann að bíða eftir símtalinu að fá að komast út á sjó aftur. „Mér finnst þetta æði. Eins og núna þá bara hlakkar mig til að báturinn fari niður.“ Smíðarnar lagðar til hliðar „Ég tók netavertíðina í fyrra í jan- úar og fram í apríl á Bárði. Skip- stjórinn hringdi svo í mig í júlí þegar vertíðinni var lokið og bauð mér að koma um leið og þeir byrj- uðu aftur. Þannig hafði ég smá tíma til að ljúka við útistand- andi verkefni í smíðunum,“ segir Jóhann. Í dag er sjómennskan aðal vinnan hans og hafa smíðarnar því verið lagðar til hliðar. „Það kom í raun bara tími þar sem mig lang- aði að gera eitthvað allt annað. Ég var í eigin rekstri í smíðavinnunni í svo mörg ár og það að losna við allt áreitið sem fylgir því að vera í eigin rekstri var mikill léttir. Á sjónum þá bara sinni ég vinnunni minni. Eins og til dæmis þegar ég er kokkur þá þarf ég bara að hugsa um hvort það sé nógur matur fyr- ir alla um borð. Það er enginn að hringja í mig á kvöldin og spyrjast fyrir um gluggasmíði eða þakvinnu heldur fer ég bara heim og er með fjölskyldunni,“ segir Jóhann. „Ég er mjög ánægður að hafa feng- ið þetta tækifæri. Ég geri bara það sem mér er sagt að gera og það fer ekkert í taugarnar á mér heldur. Ég var kannski mest hræddur við það hvað mér fyndist um það að vera sagt fyrir verkum eftir að hafa ver- ið minn eigin herra í svona mörg ár og hafa frelsið sem því fylgir. En mér líður vel í þessari rútínu að vera á sjó, enda í frábærum félags- skap.“ Af sjómannsættum Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykholti í Borgarfirði. Langafi hans var skólastjóri í héraðsskólan- um þar og afi Jóhanns var kennari við skólann. „Bæði móðurættin og föðurættin eru sjómannsfólk þó svo ég sé alinn upp í sveit. Amma í föðurætt er úr Grindavík og móður ættin er frá Höfn í Horna- firði og þar voru bræður ömmu með útgerð. Það svo sem stóð alltaf til boða að komast á sjó hjá ættingj- um mínum ef maður hefði geng- ið eftir því. Mamma dró frekar úr því að ég færi á sjó, en hefur samt alltaf stutt mig í þeim ákvörðunum sem ég hef tekið. Það var nefnilega hræðilegt slys 15. september 1961 þegar Helgi SF-50 fórst og fjór- ir úr fjölskyldunni fórust; afi og bræður ömmu og þrír aðrir. Það voru einungis tveir sem lifðu af af níu sem voru um borð. Mamma var þá 12 ára þegar þetta gerist,“ segir Jóhann. „Þetta var miklu algengara á þessum tíma að menn skiluðu sér ekki aftur heim. Þetta er sem betur fer mun skárra í dag, allur aðbúnaður, fræðsla og sund- geta sjómanna. Þess vegna er mjög lítið um slys eins og þetta sem átti sér stað 1961.“ Úr Mosó og aftur út á land Jóhann flutti til Reykjavíkur og keypti sér íbúð þar á meðan hann lærði smiðinn. Hann byggði sér svo hús í Mosfellsbæ árið 1999 og bjó þar til ársins 2011 þegar fjölskyld- an flytur í Rif. „Það var í rauninni hruninu að kenna eða þakka öllu heldur að við ákveðum að flytja aft- ur út á land,“ rifjar Jóhann upp. „Mig langaði alltaf að komast aft- ur út á land, en Adela mín var ekki alveg jafn spennt. Hún er frá Rúm- eníu og elti mig til Íslands og stend- ur alltaf þétt við bakið á mér. Við byggðum okkur bústað á Arnarstapa og ég fór að vinna mikið fyrir fólk hérna á svæðinu, það vantaði alltaf iðnaðarmenn,“ bætir hann við. „En eins og fyrst þegar ég flyt hingað réði ég mig inn sem hálfgerðan vél- stjóra við Sjávariðjuna, fiskvinnslu hér í Rifi.“ Jóhann var tæp tvö ár í landi áður en hann fór svo fyrst á sjó á Hamar SH sem er í eigu sömu fjölskyldu. „Það var fyrsta reynslan mín á sjó,“ segir Jóhann en hann tók sér smá pásu frá sjómennskunni á meðan þau hjónin eignuðust börnin sín fjögur. „Ég var í landi í sjö til átta ár. Við eignumst fjögur börn á tíu árum. Eigum tvær stelpur fæddar 2005 og 2007 og svo tvo stráka fædda 2012 og 2014. Eftir á þá var það bara fínt plan því stelpurnar okkar eru bestu vinkonur og sömuleiðis strákarnir okkar bestu vinir,“ segir Jóhann um krakkahópinn sinn. Vertíðin í ár „Fyrst þá rérum við á snurvoð- inni viku og viku í senn, þannig við vorum á sjó í viku og í landi í viku til skiptis. Svo á netavertíð- inni, þá byrjuðum við rétt fyrir áramótin. Netavertíðin er hörku puð, við fáum alveg að finna fyr- ir því. Hún er yfirleitt í gangi fram í miðjan apríl. Við erum bara með átta daga í frí í mánuði, en bátur- inn rær samt alla daga sem hægt er. Þá eru bara níu um borð og þrír í fríi hverju sinni,“ segir Jóhann um fyrir komulagið. „Á netavertíð þá erum við stundum að landa tvisvar sama daginn. Tökum svona ca. 40 tonn í lest miðað við að vera með öll kör full. Við fórum alveg upp í það að landa yfir 100 tonnum á dag en þá erum við líka ekki að fara langt út. Til dæmis í mars, sem er yfirleitt langstærsti mánuðurinn, þá vorum við með einhver 1200 tonn sem er mjög mikið,“ bætir hann stoltur við. Þykir gaman að elda Jóhann segist vera kokkur og háseti þegar hann er um borð. „Það er ekki vinsælasta starfið um borð, en mér þykir gaman að elda og ég elda mikið heima hjá mér,“ seg- ir Jóhann um kokkastarfið. „Ef ég er kokkurinn um borð þá mæti ég hálftíma áður og útbý morgun- mat. Svo mætir áhöfnin og borðar á meðan við siglum út. Eftir rúmt korter er farið að draga inn fyrstu trossu og oft dregnar inn fjórar til fimm trossur. Svo hleypur maður á milli trossa og reynir að undirbúa í eldhúsinu. Síðan koma allir inn og borða og fara strax aftur út til að halda áfram að vinna. Ég vaska yfir- leitt upp á landleiðinni eða þegar verið er að landa. Það er oft reglan um borð að kokkurinn landar ekki heldur hreinsar hann í eldhús- inu og undirbýr næsta dag,“ bætir hann við. „En það er í þessu, þú ert með þrjá til níu karla sem eru ekki feimnir við að láta heyra í sér ef þeim líka ekki eitthvað við matinn, en það er alls ekki mikið um það. Það fer að vísu bara inn um eitt og út um hitt hjá mér,“ segir Jóhann og hlær. „Það er bara aldrei hægt að gera alla ánægða, ekki nema mað- ur sé alltaf með lambalæri og brúna sósu í matinn,“ bætir hann kíminn við. „Aðalatriðið er að hafa nóg af mat og fjölbreyttan mat. Allt frá soðnum fiski, lambalæri, kótilettur í raspi eða pottrétt. Í raun er þetta heimilismatur fullur af orku,“ segir Jóhann að endingu. glh/ Ljósm. af. Jóhann Már Þórisson um lífið á sjónum: „Mér finnst þetta æði“ Jóhann Már Þórisson fyrir utan heimili sitt í Rifi. Ljósm. glh. Jóhann Már við löndun. Þegar Jóhann er kokkur um borð reynir hann samt að gera eins mikið gagn við veiðarnar og hægt er. Við þakbyggingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.