Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202236 Vetrarvertíðin árið 1921 hafði ver- ið illviðrasöm. Þegar áttæringurinn Sigurfari fór í róður út af Stafnesi á Reykjanesskaga í apríl, gat áhöfn- in ekki frekar en fyrri daginn verið viss um að allir meðlimirnir kæmu heilir í höfn og engan þeirra grun- aði að höfnin sú væri á Akranesi. Þegar róið var til fiskjar á opn- um bátum lögðu sjómenn sig oft í mikla hættu og þungur tollur var tekinn af fjölskyldum og samfélög- um þegar jafnvel heilu áhafnirnar fórust á sjó. Stundum var þó gæf- an með í för og harðfylgi manna og útsjónarsemi gat komið í veg fyr- ir slys. Hér verður sagt frá slíkri sjóferð, þegar áttæringurinn Sig- urfari fór í róður út af Stafnesi á Reykjanesskaga í apríl árið 1921. Atburðurinn á sér sterka tengingu við Akranes og er þess vegna fjallað um hann hér. Hörð vetrarvertíð Nokkrir árabátar voru gerðir út frá Miðnesi á Suðurnesjum, og þá aðallega til þorskveiða. Þar á meðal var skip Magnúsar B. Hákonarson- ar bónda í Nýlendu sem átti áttær- inginn Sigurfara í félagi við frænda sinn Kristin Jónsson á Loftsstöð- um. Báðir þessir bæir eru um 5 km sunnan við Sandgerði, í grennd við Hvalsneskirkju. Magnús var formaður skips- ins sem var fullmannað með átta skipverjum, þar á meðal var með- eigandinn Kristinn og Jón Norð- fjörð faðir hans. Aðrir um borð voru Þorlákur Eyjólfsson, Halldór Vilhjálmsson, Ari Einarsson, Sig- fús Jónsson og Páll Guðmundsson. Sigurfari var talinn traust og gott skip, um 14 ára gamalt. Snemma morguns laugardaginn 2. apríl kallaði Magnús til róðurs. Þá var stíf vestanátt en útlit fyrir að lygndi. Skipverjar voru vel búnir að þess tíma hætti enda allra veðra von. Guðrún H. Steingrímsdótt- ir, kona Magnúsar, hafði prjónað á hann forláta þykkan ullartrefil sem hann hafði um hálsinn. Þeir ýttu úr vör og réru suður með Reykjanesinu, fram á Stafnes- djúp. Veður var þá stundina nokkuð lygnt en nokkur hafalda og úfinn sjór. Skemmst er frá að segja að menn höfðu ekki haft lóðina lengi úti þegar brast á með austanbyl og miklu hvassviðri. Við að draga henti það að lóðin slitnaði. Erfitt var fyrir áhöfn þessa opna skips að sigla í öldurnar í þessum hvassa aflandsvindi. Ekkert var þó annað að gera en að setja upp segl. Þegar þarna var komið var klukk- an líklegast um þrjú að deginum. Þeir sigldu í norður í þeirri von að þeir kynnu að hitta vélbát frá Sand- gerði eða Keflavík, sem drægi þá að landi. Magnús formaður hugsaði sér líka fremur að lenda fyrir innan Reykjanesskagann en sunnan, því að eftir veðurvenju á Suðurnesj- um voru austan hrynur oft stuttar, en vindur síðan oftast suðvestlægr- ar áttar. Þeim gekk þokkalega að komast fyrir Garðskaga og norð- ur í Faxaflóa án þess að sjór kæm- ist inn í skipið nema það sem yfir rauk. En það reyndi mikið á bát- inn. Þegar komið var inn á flóann hægðist vindur og gekk í suðvestur og þeir sigldu góðan beitivind um sinn, í sæmilegasta veðri. Þá gerðist það að skipið hjó á krappri öldu og við það tók að flæða inn sjó svo hratt að virtist ætla að fyllast á svipstundu. Formað- ur skipaði strax að vefja saman segl og kasta út kjölfestunni, en til þess varð að kafa ofan í sjóinn í bátnum. Ef einhverjum hafði tekist að halda sér þurrum meðan sjórinn gekk yfir bátinn þá var sú sæla úti. Nú var lítið annað til bjargar en að ausa eins og kraftar leyfðu. Þegar yfir- borðið hafði lækkað nokkuð köf- uðu tveir skipverja niður í botn til að kanna hvað hefði valdið þessu. Kom þá í ljós stór rifa við kjölinn. Eina ráðið var að reyna að troða í gatið og tók Magnús fyrstur af sér þykkan og mjúkan trefilinn og svo hver af öðrum. Dugði þetta um sinn og vaktaði Kristinn aðstæður og lagfærði ef þurfti. Köld og ömurleg nótt Nú var orðið dimmt en veður sæmilega gott og hundslappadrífa. Þegar henni létti sáu þeir vita, sem þeir töldu líklega vera Gróttuvita. Þeir héldu norðan við hann. Þegar þarna var komið sögu voru þeir orðnir þreyttir og kaldir og lýstu þeir því síðar svo að hvergi hefði verið á þeim þurr blettur nema undir höndum. Ekki var til bóta að hafa þurft að fórna treflum sínum í að þétta bátinn. En uppgjöf var ekki í boði, enda lífið að veði. Tveir stóðu í sífelldum austri og náðu að halda vatninu þannig að það næði ekki hærra en upp á kálfa. Einn hafði örmagnast og lá hreyfingar- laus fyrir, þrír réru undir seglum, einn stýrði og Kristinn vakti yfir viðgerðinni á kilinum. Svona gekk alla nóttina. Mennirn- ir voru orðnir aðframkomnir þegar þeir komu undir morgun að klett- um eða hárri urð norðan við vit- ann, sem var ekki við Gróttu held- ur Vesturflös við Akranes. Þeir biðu þar birtingar og notuðu svo síðustu kraftana í að róa móti briminu. Þeir reru með Suðurflös og Breið og fundu Steinsvör þar sem þeim tókst að lenda um sjöleytið þenn- an sunnudag. Þá höfðu þeir verið á hvíldarlausri siglingu í rúman sól- arhring og voru svo að niðurlot- um komnir að þeir gátu ekki dregið bátinn á land. Viðbrögð Akurnesinga Svo segir Magnús Þórarinsson frá: „Einn mann sáu þeir á ferli, kölluðu til hans eða veifuðu, sögðu honum í fáum orðum ferð sína og beidd- ust hjálpar að bjargar skipinu; hann kvað það mundi verða stundarbið, því menn væru ekki almennt komn- ir á fætur á sunnudagsmorgni, en svo dreif að þarna fleiri menn heldur en að skipinu komust. Þeir settu upp skipið og björguðu öllu, sem því fylgdi. - Á sömu stund og skipið var skorðað, rauk á hvasst norðanveður með hörkufrosti; það var mikið lán að það var ekki fyrr á skollið.“ Akurnesingar skiptu hinum sjó- hröktu mönnum á milli heimila sinna, léðu þeim þurr föt, veittu þeim góðan beina í mat og drykk, gott rúm til svefns og hvíldar og greiddu götu þeirra á allan hátt. Magnús talaði við meðeiganda sinn um að þeir þyrftu að fá viðgerð á skipinu, að Jóni Ottóssyni skip- stjóra áheyrandi. „Þið þurfið ekkert um það að hugsa, piltar,“ sagði Jón; „Við sjáum um þetta allt saman.“ Og á mánudagsmorgni sendi Haraldur Böðvarsson efni og tvo smiði til þess að gera við skipið, tók viðgerðin tvo daga. Rómaði skipshöfnin á Sigurfara mjög hin- ar ágætu viðtökur og miklu fyrir- greiðslu er þeir nutu á Akranesi, hraktir og kaldir. Eftirmáli Fimmtudaginn 7. apríl tók svo vél- báturinn Einar Þveræingur Sigur- fara í tog til Keflavíkur. Var skip- ið sett þar upp til bráðabrigða, en menn allir gengu heim. Nærri má geta að þeim hefur verið fagnað vel eftir þessa hetjulega baráttu við Ægi konung. En frásögnin er fal- legt vitni um þá hlýju og mannkær- leik sem þeir mættu á Akranesi eftir þessa mannraun. Magnús Hákonarson formaður Sigurfara var rétt rúmlega þrítug- ur þegar þetta var og tveggja barna faðir. Hann lifði til ársins 1964 og bjó alla tíð eftir þetta í Nýlendu þar sem sjóróðrar voru stór þáttur í búskapnum. Hann hafði áður lent í mikilli lífshættu þegar sexæringi sem hann var á hvolfdi á heimleið úr róðri tíu árum fyrr. Voru á því skipi átta menn en einungis þremur þeirra náðist að bjarga af kili báts- ins. Geta má nærri að þetta hefur verið erfið reynsla. Þess má einnig geta að dóttur- sonur Magnúsar hefur lengi ver- ið búsettur á Akranesi, Magnús Hákon Ólafsson arkitekt. Móð- ir hans hét því fallega nafni Björg Magnea Magnúsdóttir. Nafn henn- ar merkir björgun Magnúsar, enda var hún var fyrsta barn foreldra sinna sem fæddist eftir þennan atburð, fædd síðla árs árið 1921. -gj Megin heimild: Frásögn Magnúsar Þórar- inssonar (1879-1964) sem tók viðtöl við fjóra sjómenn um miðbik síðustu aldar. Birt m.a. í Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 1956. Þakkir fyrir aðstoð: Sólveig Ólafsdóttir og Haraldur Sturlaugsson. Hættuför árið 1921 Magnús Bjarni Hákonarson. Guðrún og Magnús í Nýlendu ásamt börnum sínum. Myndin er tekin árið 1956. Synirnir eru frá vinstri: Ólafur Hákon, Einar Marinó og Gunnar Reynir. Dæturnar: Steinunn Guðný, Tómasína Sólveig, Hólmfríður Bára og Björg Magnea. Áttæringur sem Magnús átti eftir seinna stríð og hefur líklega tekið við af Sigurfara. Báturinn bar nafn föður hans, Hákonar Tómassonar. Haraldur Böðvarsson. Hann hóf útgerð á Akranesi árið 1906 þá 17 ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.