Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202230 Oddur Halldórsson vinnur hjá Faxaflóahöfnum. Hann elst upp við sjómennsku, fór fyrstu róðrana tíu ára gamall með föður sínum. Í dag er hann með hafnsögubáta og dráttarbáta, en reri áður til fiskjar í yfir þrjá áratugi. Þá á hann hlut í bát á Akranesi. „Ég á hlut í bát sem er í höfninni uppi á Skaga með nokkrum skemmtilegum mönnum. Báturinn heitir Jón forseti. Einn aðaleigandinn heitir Jón Sigurðs- son og er kallaður forseti,“ seg- ir Oddur, en á meðal eigenda er Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri á Akranesi og hafnarstjóri. Tíu ára í róður Oddur átti ekki langt að sækja áhugann á sjónum, þar sem faðir hans átti bát. Eftir að skólaskyldu lauk komst ekkert annað að hjá honum en að fara á sjóinn. „Pabbi minn var sjómaður þannig að ég ólst upp við það. Fjöl- skyldan átti bát sem gekk vel, Jón Bjarnason. Við vorum átta syst kini heima og þetta var eiginlega tólf manna heimili, en það gekk mjög vel að fiska á bátinn. Ég fór fyrst í róður tíu ára gamall. Báturinn var 35 tonn og við komum með 35 tonn að landi eftir daginn, þannig að það gekk mjög vel. Við vorum á netum og rerum vestur á Snæfells- jökul. Svo var Flóinn allur undir. Það kom ekkert annað til greina fyrir mig en að fara á sjóinn. Mér gekk alltaf frekar illa í skóla, var með fötlun sem heitir lesblinda og fékk enga hjálp við því. Ég hataði skólann og hætti eftir skóla- skylduna, sem var þá eftir það sem við kölluðum annan bekk, en þá er miðað við gagnfræðaskólann. En svo gekk mér vel þegar ég fór í nám í Stýrimannaskólanum, ég tók bæði vélanám og stýrimannanám. Ég fór svo að róa með pabba á Jóni Bjarnasyni, fyrst nokkra túra en svo alveg við 15 ára aldur. Ég er þar í fimm ár, en svo deyr pabbi. Það var árið 1975 og þá fór ég á Guðbjörgu og tók svo við henni þegar skipstjórinn veiktist. Við vorum í Flóanum á snurvoð og trolli. Ég kynnist síðan Skaga- mönnunum mikið þegar ég fer að vera með bát og róa á sömu mið og þeir. Birgir Jónsson, mikill vin- ur minn á Akranesi, leiðbeindi mér mjög mikið þegar ég var að byrja. Þá var ég með bát fyrir annan og var á netum. Ég keypti svo hlut í bát í Keflavík sem hét Eyvindur. Það gekk mjög vel, við vorum með hann til skiptis. Við vorum aðallega á snurvoð.“ Ekkert gefið eftir Faxaflóinn var lokaður fyrir veið- um um hríð á áttunda áratugn- um en opnaðist aftur árið 1980. Þá fóru menn á rækju á sumrin en svo breyttist það með opnun Flóans. Þó að báturinn teljist ekki stór, þá var víða farið. „Þetta þykir lítill bátur, en hon- um var róið eins og stórum báti. Það var ekkert gefið eftir, róið langt og það var mjög hörð sjósókn á honum. Við vorum vestur undir Snæfellsnesi og svo austur að Þor- lákshöfn og við suðurströndina. Eftir áramót rerum við norður í Flóann, að hrygg sem er langt úti í Flóa og er kallaður Akraneshrygg- ur. Þar var oft gott að vera fyrst á vertíðinni áður en loðnan kom. Eftir að hún var komin þá elt- um við hana, fiskurinn dreifði sér og hagaði sér öðruvísi. Hann kom stundum í vöðum upp í netin á bak við slippinn á Akranesi. Loðnan gekk þar upp og fiskurinn á eftir henni. Síðustu árin var ég allt árið á snurvoð. Þá var Flóinn lokaður yfir veturinn og þá fórum við og rerum frá Sandgerði og Grindavík. Þetta voru allt dagróðrar og svo gisti ég um borð. Þá kom maður kannski alltaf heim um helgar, eða skaust a.m.k. einu sinni í viku heim.“ Góður afli bjargar málum Oddur var í 32 ár á fiskiskipum og starfar nú hjá Faxaflóahöfnum, eins og áður segir. Hann á erfitt með að slíta sig alveg frá sjónum. Hefur hann velt því fyrir sér hvað veld- ur því? „Það var bara eitthvað í blóð- inu hjá okkur. Bræður mínir voru til sjós líka, þetta er eitthvað gena- tískt, áhuginn fyrir veiðiskap. Það er voða spenna í þessu. Þegar þú ert með bát er alltaf verið að keppa við þann næsta og því fylgir spenna. Ég held að ég hafi verið mjög heppinn. Okkur gekk mjög vel að fiska, það vantar ekki. Þá er eigin- lega málinu borgið, ef manni geng- ur vel að fiska.“ Akranes 470 Oddur segist heppinn að hafa fengið starf við hafnirnar, en þar hóf hann störf árið 2000. Það get- ur verið erfitt fyrir menn sem hafa verið lengi á sjó að koma í land, þeir eiga erfitt með að finna vinnu sem þeim líður vel í. Hann fær hins vegar að vera í tengslum við sjóinn og sjósókn og gengur í allt sem til fellur, hjálpar til í endum sem svo ber undir. Eftir 32 ár á fiskveiðum hafi verið gott að breyta til. Hann var hins vegar þokkalega fiskinn. „Mér gekk bara býsna vel. Lór- aninn var nýkominn þegar ég var að byrja. Tölurnar fóru strax í höfuðið á mér, ég þekki Flóann í lórantölum. Við töluðum um að vera úti í 300 eða 400, þær liggja þannig tölurnar. Ég var svo ungur að tölurnar síuðust vel inn í mig. Tölurnar á Akranesi voru 470 og svo talaði maður í kringum núllið, það var 19 þúsund,“ segir Oddur, og blaðamaður verður að viður- kenna að þessar tölur eru eins og latína fyrir honum. Lágt fiskverð Umhverfið hefur breyst mikið frá því að Oddur hóf sjósókn árið 1968. Hann kynntist því af eigin raun hve erfitt getur verið að eiga við stór- útgerðirnar þegar hann hugðist kaupa bát en stórútgerð bauð enda- laust betur. Í dag er meira en að segja það að bæta kvóta á bát eða koma sér inn í greinina, það kostar allt of mikið. Hins vegar brennur við að sjómenn fái ekki sanngjarn- an hlut. „Umhverfið er allt öðruvísi í dag. Fyrir þá sem geta fengið að selja á markaði gengur þetta, en ég veit ekki hvort það er verandi hjá útgerð sem á skipið og borgar lélegt hrá- efnisverð. Það er ekki gott. Það er ótrúlegt hvað sum útgerðarfyrir- tæki sem eiga bát komast upp með að borga lágt fiskverð. Það er bara svoleiðis. Aðalbjörgin er síðasti bátur frá Reykjavík. Þeir eru á markaði. Svo eru menn hjá annarri útgerð sem eru að róa á sama sjó og með sama veiðarfæri en þeir fá upp und- ir helmingi minna fyrir aflann. Ég er ekki að segja að öll fyrirtæki séu svona slæm, en það eru mörg fyr- irtæki sem borga alltof lágt verð.“ Oddur segir umhverfið ekki eins þægilegt gagnvart sjómönnum og áður. Að vísu hafi verið landsmark- aðsverð þegar hann byrjaði til sjós og engir markaðir til. Fiskmarkað- irnir hafi hins vegar hækkað verðið sem nýtist þeim sem landa á mark- að. Bræð´ann Bátarnir hafa líka breyst og í dag eru nánast allir bátar yfirbyggð- ir, þó til séu á því undantekningar. Sú var ekki raunin þegar Oddur hóf sinn feril. Þá hefur notkun veiðar- færa breyst. „Það eru eiginlega allir hættir á netum, menn eru á snurvoð allt árið. Það veiðarfæri er eiginlega bara dottið upp fyrir, það er rosa- lega lítið um netaveiðar. Það kem- ur bara betri vara bæði úr dragnót og línu. Svo er þessi tækni í línu- veiðunum, beitningarvélabátar. Það getur enginn landbeitt í dag því það fæst ekki mannskapur til að beita. Það er einna helst landbeitt í Bolungarvík. Kunningi minn á Akranesi gafst upp á þessu því hann fékk ekki beitningarmenn. Það eru þó einhverjir eftir á netum, en þeir eru rosalega fáir miðað við þegar ég er að byrja. Sjómönnum hefur líka fækkað ansi mikið. Hér voru allar bryggj- ur fullar. Þegar ég var að róa héð- an þá var hér fullt af sjómönnum. Kaffivagninn var fullur klukkan fimm á morgnana meðan við vor- um að athuga hvort það yrði veður. Það var verið að „bræð´ann“ eins og við sögðum, að bræða með sér hvort það væri sjóveður eða ekki. Svo var kannski keyrt út í Gróttu til að athuga hvort það væri veður. Ef einn fór þá fóru allir aðrir af sama stærðarflokki.“ Slys í útgerðarsögunni Um og upp úr 1990 var gert tölu- vert átak í því að afskrá báta, ein af afleiðingum kvótakerfisins. Þá fengu menn greiðslu úr úreldingar- sjóði fyrir og margir góðir bátar hurfu. Oddur segir það slys að því hafi verið leyft að gerast. Sem bet- ur fer hafi strandveiðikerfið breytt miklu og fært aftur líf í hafnir. „Það var slys í útgerðarsögu Íslendinga þegar þeir úreltu litlu bátana. Svo komu strandveiðarnar, sem betur fer, og vonandi að þær verði áfram. Fínustu bátar voru úreltir, brotnir niður, með greiðslu úr úreldingarsjóði. Menn eru að svindla einhverjum sem sportbát- um inn í kerfið aftur, en það var þannig að ef þú fékkst borgað úr úreldingarsjóði þá máttirðu ekki stunda fiskveiðar sem atvinnugrein á bátnum eftir. Þeir voru þá sum- ir notaðir í sportveiðar, en margir fluttir út eða hreinlega brenndir. Þá fóru margar skemmtilegar trill- ur sem hefðu hentað vel til strand- veiða.“ Erfitt hefur reynst að stóla á strandveiðarnar síðustu ár og skort hefur á jafnvægi sem er nauðsyn- legt þeim sem hyggja á slíka útgerð. Oddur segir þó komið jafn- vægi á þetta. „Það þarf að vera rekstrargrund- völlur fyrir þessu. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli, ekki síst fyr- ir byggðalög víða um land. Lífgar upp á dauðar hafnir. Stórútgerð- irnar eru þannig að ef einhverju er bætt í strandveiðarnar þá finnst þeim að það sé verið að taka það frá sér, þó þær eigi ekki neitt í dæm- inu. Það er eins og við séum að fara í vasann hjá þeim og taka af þeim peninga. Kvótakerfið var samt að mörgu leyti nauðsyn og gefur svo mikla möguleika fyrir annað. Það þarf ekki alltaf að vera að fella gengið og kvótakerfið hefur hjálpað til við að hagvöxtur er eins og hann er. Það var alltaf verið að fella geng- ið áður en kvótakerfið kom. Þessi fyrirtæki í kringum þetta, sprota- fyrirtæki, þau hafa vaxið af því að menn þurftu að leita í annað. Og laxeldi og allt þetta. Taktu til dæm- is Þorlákshöfn, sem er orðinn nán- ast kvótalaus bær, þar eru núna að koma allt aðrir möguleikar fyrir laxeldi og alls konar sprotafyrir- tæki.“ Meiri tækifæri í landi Ljóst er að Oddur mun seint segja skilið við sjóinn, enda er hann í blóðinu á honum, eins og hann segir sjálfur. Hann hefur lifað tím- ana tvenna þegar að sjósókn kem- ur, en mundi hann ráðleggja ungu fólki að leggja þetta líf fyrir sig í dag? „Nei, ég mundi ekki gera það. Það eru meiri tækifæri í landi. Það er bara þannig umhverfi í dag í þessu. Þú kemst ekkert í pláss svo auðveldlega. Það eru uppgrip í uppsjávarskipunum, en það kom- ast ekki margir í þau pláss. Það er eins og að sitja á púðurtunnu að vera í góðu plássi hjá stórútgerð, því skipin eru kannski seld og þá fer allur mannskapurinn. Svo vita þeir ekkert hvort það kemur annað skip í staðinn eða ekki. Það er þó margt í kringum þetta jákvætt, þó verðin hjá sjómönnunum séu ekki nógu góð.“ kóp Þetta er í blóðinu Rætt við Odd Halldórsson um lífið á og við sjóinn Oddur um borð í Guðbjörgu, sem hann reri á um hríð. Oddur við Kaffivagninn. Þar var á fyrri tíð smekkfullt klukkan 5 á morgnana þegar kallarnir voru að bræ´ðann, það er að bræða með sér hvort væri sjóveður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.