Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 48

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 48
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202248 Krossgáta Skessuhorns Smekk- maður Passar Hlut- verk Elfur Fjöldi Blaður Gerast Fríð Óttast Stórt rými Nettur Dyntur Rasa Hvílum Afa Tölur Ást Kænn Tvíhlj. Samhlj. Duft Tötrar Beita Fæðing Góð Kústa Rúlla Lasin Tvíhlj. Tuðra Dugar 7 11 Ílát Tíni Tók 4 Hraði Á jakka Niður Fang- seta Hnjóð Hundur Smábýli Málmur Ólíkir Gælu- dýr Árangur 2 Fingra- för Grípur Hangir 999 Þrek Sýl Fljót Fúsk Ljóð Fæddu Samhlj. Álkan Vært Korn Grip Hró Fluga Hreyf- ing Flan Men Hæð Enni Fleki Sk.st. Skal Hávaði Voði Rasa Ílát Kliður 5 Púki Skjól Tvíhlj. Klafi Hremma Furða Læti Út Und Óreiða Afkvæmi Jórtur Átt Rafta Logn- alda Kæpa Hempa Nafn- laus Hlaða Slappa 10 Þreytt Kvaka Leyfist 8 Mögl 3 Tölur Fjas Sérhlj. Hljóð- færi 9 Vagn- inn Ætt Kona Á fæti Öf. tvíhlj. Kvað Örlæti 1 Snagar Deila Op Tröllin 6 Sk.st. Kven- fuglinn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimil- isfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Október“. Heppinn þátttakandi var Guðbjartur A Björgvinsson, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi. S V A R T B L Ó M A L U R Á L A G A R Ú S Ú R A G N U Ú Ð L Ö G U R K S A Ð L A G A T A K K K Æ R U S T U R U N N T A A U F Ó L K K Ó R D Í V A N G L A T A S T U A Í Ð G Æ R U N Ó L A R S E I A R T A T L O T Ó I M A R K R F A S K A N N Y L A A U E F A S T Á S A N Á U N G I L E T U R U N S D S Ö G N A R N E N N A Æ T L A A S I D U N D A A K U R R Ó K L Ó N U M U E I R Ó S A L L I A R M O K T Ó B E R Pennagrein Dagana 23.-28. maí sl. hélt hópur kennara frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands til kóngsins Kaupmannahafn- ar. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfsemi þriggja fram- haldsskóla í borginni en auk þess voru skipulagðar ferðir þar sem hópurinn brá sér í líki opinmynntra ferðamanna. Á þriðjudagsmorgni var farið í Hillerød Tekniske skole sem er verkmenntaskóli í úthverfi borgar- innar, með afar fjölbreytt náms- framboð, þ.á.m. bátasmíði og mat- reiðslu. Þar eru um 8000 nemend- ur og rúmlega 600 starfsmenn. Hlýtt var á fyrirlestur um starf- semina sem er afar flókin í fram- kvæmd, m.a. vegna þess að kennsla fer fram víða um land, og síðan voru starfsstöðvar heimsóttar, svo sem húsasmíða- og rafvirkjadeildin sem minnti um margt á okkar verk- námsdeildir en aðstaðan er um margt betri í FVA. Við skólann er líka kennt málaranám en þar stóðu próf sem hæst, einnig í málmiðn- greinum. Fram kom m.a. að nem- ar eru á styrk eða launum í námi og að Danir glíma við svipaðan vanda og við Íslendingar, að færri sækja í iðnnám en þarf til, nóg er af atvinnu en alltof fáir iðnaðar- menn við störf. Eins vantar mennt- aða kennara í iðngreinum. Í FVA er staðan þannig að aðsókn í skólann er afar góð, þar eru um 450 nem- endur í stað- og dreifnámi, og síð- ustu tvö ár höfum við bætt verulega við nemendafjölda í iðngreinum. Eftir skoðunarferðina var hópnum boðið til glæsilegs hádegisverðar í mötuneyti skólans. Síðan var þrammað eftir Carls- bergsvej yfir í Fredriksborg Gymnasium. Þann skóla stofn- aði Friðrik IV. Danakonungur árið 1630. Skólinn var ríkmannlega búinn að flestu, bæði húsakostur og áhöld öll virtust ný og af bestu gerð og umhverfi allt hið fegursta. Tve- ir nemendur og tveir starfsmenn tóku á móti hópnum ásamt Anders skólameistara, sögðu frá skólanum og buðu upp á gos, ávexti og kök- ur. Síðan var gengið um húsakynni. Í FVA er listasvið í boði á opinni stúdentsbraut þar sem áhersla er lögð á myndlist og nýsköpun og því var gaman að sjá að í þessum skóla er áhersla á listir og skapandi greinar. Hópurinn sá nemend- ur m.a. sinna módelsmíði, leiklist og tónlist – einn úr kennarahópn- um gat ekki stillt sig um að taka smá trommusóló sem eflaust hef- ur hresst þá sem sátu í prófi í næstu kennslustofu. Einnig var nýbúið að setja upp klifurvegg í sal skólans og sýndi þá einn úr hópnum nokkuð góða takta. Næsta dag var farið í Christans- havns Gymnasium, sem einnig var stofnaður á 17. öld. Troels skóla- meistari fór yfir sögu þessa skóla sem er mjög eftirsóttur, á besta stað í bænum með 800 bóknámsnemum í aldagömlu húsnæði sem stendur að hluta á fornum kirkjugarði. Eft- ir sögulegt yfirlit og ágæta umfjöll- un um framhaldsskólakerfið í Danmörku voru líflegar umræð- ur og hugmyndavinna um nám og kennslu með nemendum og kennurum skólans. Jacob Nyboe Ölgård, sem kennt hefur dönsku við FVA sl tvö ár við góðan orðstír og var okkar helsti leiðsögumaður í ferðinni, snýr aftur til starfa við þennan skóla í haust og verður sárt saknað. Síðan var genginn hring- ur um næsta nágrenni með leið- sögn og þar mátti m.a. sjá Rasphús- ið þar sem m.a. Íslendingar afplán- uðu dóm fyrir að stela snærisspotta og Kirkju vors frelsara með fræg- um spíralturni. Eftir samlokur og gos var haldið út í sólina, tekinn hringur í fríríkinu Christianiu og skoðuð sögu- og hönnunarsýning á Nordatlantes Brygge. Þá var lokið formlegri dagskrá í skólaheimsókn- inni, á fimmtudagskvöldið borð- aði hópurinn saman á indverskum veitingastað og var þar m.a. skálað fyrir Dönum og Jónasi Hallgríms- syni. Ferð þessi var vel heppnuð í alla staði og hin fróðlegasta. Á starfs- dögum í FVA í maílok var síð- an unnið úr þeim hugmyndum og pælingum sem safnað var í ferðinni og nýttar verða til góðra verka hjá okkur. FVA er fjölbreyttur skóli með breitt námsframboð, þar rík- ir notalegt andrúmsloft og þjónusta við nemendur er til fyrirmyndar. Starfsmenn skólans eru 67 talsins, þar af 50 kennarar. Vísindasjóður Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda veitti félagsmönnum sínum styrk til fararinnar. Næst er í boði að sækja slíkan styrk árið 2024 og er þegar hafinn undirbúningur að frekari landvinningum FVA. Finnbogi Rögnvaldsson, framhaldsskólakennari Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Skólaheimsókn FVA fólks til Kaupmannahafnar Hópurinn framan við Christjanshafns Gymnasium.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.