Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202212 Viltu hugsa vel um fólk og sýna því hlýju og nærgætni? Þá er sjúkraliðanám í FVA góður kostur Nokkur pláss eru laus á sjúkraliðabraut í FVA í haust. Kennt er í staðlotum í 6 annir u.þ.b. einn dag í mánuði. Nemendur þurfa að hafa náð 23ja ára aldri. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum, bæði bóklegt og verklegt. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metið samkvæmt skólanámskrá. Mjög góðir atvinnumöguleikar að námi loknu. Hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 433 2500 eða á netfangið skrifstofa@fva.is fyrir frekari upplýsingar, í síðasta lagi 24. júní. FVA S K E S S U H O R N 2 02 2 Brautskráningardagur er jafnan mikill hátíðisdagur við Landbún- aðarháskóla Íslands. „Nú bíða nýj- ar áskoranir handan við hornið í síbreytilegum heimi þar sem tæki- færin eru endalaus og frjósamur jarðvegur fyrir nýjar hugmynd- ir sem byggja á sjálfbærri nýtingu auðlinda landsins og tryggja heil- næmt og gott umhverfi,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Braut- skráning LbhÍ fór fram við hátíð- lega athöfn í Hjálmakletti í Borg- arnesi síðastliðinn föstudag þar sem 68 nemendur tóku við skírteinum sínum. Skólinn verðlaunaði nemanda fyrir frábæran árangur á BS prófi og stóð efst í ár Guðrún Sunna Jónsdóttir af skógfræðibraut með einkunnina 9,23. Þá gáfu Bænda- samtök Íslands verðlaun þeim nemanda sem var með samanlagð- an bestan árangur á búfræðiprófi Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands og þar voru þær Kara Nótt Möll- er og Marta Guðlaug Svavarsdótt- ir jafnar. Búfræðikandídatar Í ár settu upp kolla 32 nýir búfræðingar og var við tækifærið veitt verðlaun fyrir góðan náms- árangur. Fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum gáfu Búnaðar- samtök Vesturlands verðlaun og hlaut þau Kara Nótt Möller. Fyr- ir frábæran árangur í bútæknigrein- um hlaut Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller og Ísak Godsk Rögn- valdsson verðlaun fyrir frábær- an árangur í búfjárræktargreinum og gefandi var Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins. Minningarsjóð- ur Hjartar Snorrasonar og Ragn- heiðar Torfadóttur veitti verðlaun fyrir frábær árangur í námsdvöl þeim Mörtu Guðlaugu Svavars- dóttur og Þorfinni Frey Þórarins- syni. Þá verðlaunaði Landbúnað- arháskóli Íslands Köru Nótt Möller fyrir framúrskarandi lokaverkefni á búfræðiprófi. Háskólabrautir Landbúnaðarháskólinn brautskráði nemendur af fimm brautum til BS náms og eru það búvísindi, hesta- fræði, landslagsarkitektúr, nátt- úru- og umhverfisfræði og skóg- fræði auk nemenda úr meistara- námi í skipulagsfræði og einstak- lingsmiðuðu rannsóknarnámi. Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig viðurkenningar fyr- ir góðan námsárangur. Elínborg Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvís- indabraut en gefandi þeirra verð- launa voru Bændasamtök Íslands. Þá gaf Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á hestafræðibraut og var það Freyja Þorvaldardóttir sem hlaut þau. Í landslagsarkitektúr gaf Félag íslenskra landslagsarkitekta verð- laun fyrir góðan árangur á BS prófi og hlaut Lúisa Heiður Guðnadótt- ir þau en hún hlaut einnig verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarkitektafögum. Hið Íslenska náttúrufræðifélag gaf verð- laun þeim nemanda sem bestan árangur hlaut á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði og féllu þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur. Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í skógfræði, gefandi var Skógræktar- félag Reykjavíkur. Þá voru einnig brautskráðir nem- endur úr meistaranámi við skólann. Skipulagsfræðingafélag Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan árang- ur á MS prófi í skipulagsfræði en þau hlaut María Markúsdóttir. Fyr- ir bestan árangur á MS prófi í rann- sóknarmiðuðu meistaranámi hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir viður- kenningu sem gefin var af LbhÍ. Styrkveitingar á brautskráningu Framfarasjóður Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Þorvaldar Guð- mundssonar styrkir Hörpu Ósk Jóhannesdóttur. Harpa Ósk útskrif- aðist sem dýralæknir frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 2018 og hóf doktorsnám við Landbúnað- arháskóla Íslands haustið 2021. Verkefnið hennar fjallar um dauð- fædda kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna áhættuþætti kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum með annars kálfs kýr til viðmiðunar. Rannsóknin fer fram á Hvanneyrarbúinu þar sem fylgst er náið með hverjum burði og haldin um það nákvæm burðar- skráning. Eins eru tekin blóðsýni úr kvígum og annars kálfs kúm síð- asta mánuðinn fyrir burð til grein- ingar á meðgönguhormónum sem gætu gefið vísbendingu um gang meðgöngunnar fyrr en ella. Hjart- sláttur fóstursins er einnig mældur með sónarskoðun um kvið móður- innar til þess að tímasetja hvenær fóstrið deyr. Slíkt hefur ekki ver- ið gert hérlendis fyrr. Komi dauð- ur kálfur er möguleg dánarorsök rannsökuð með krufningu á Keld- um. Blikastaðasjóður Magnús Sigsteinsson fulltrúi stofn- enda Blikastaðasjóðs afhenti tvo styrki til meistaranáms en þá hlutu Hafrún Hlinadóttir og Karen Björg Gestsdóttir. Hafrún Hlinadóttir lauk B.Sc. námi í búvísindum frá Landbún- aðarháskóla Íslands vorið 2018 og hóf meistaranám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann í Noregi NMBU haustið 2021 með nær- ingarfræði og líffræði sem sér- greinar. Hún hefur jafnframt lagt áherslu á að auka við þekkingu sína í erfðafræði, velferð, sjálfbærni og tækninýjungum í landbúnaði. Næsta námsár mun að mestu leyti einkennast af vinnu að lokaverk- efninu. Karen Björg hefur lokið námi í búfræði og B.Sc. námi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem búfræði- kennari við LbhÍ frá 2017. Hún hóf meistaranám sitt við Háskólann í Árósum haustið 2019 og eru náms- lok áætluð í desember 2022. Meist- araverkefni hennar fjallar um áhrif þroska við fyrsta burð á át og afurð- ir á fyrsta mjaltaskeiði. Að lokinni athöfn í Hjálmakletti var haldið kaffiboð á Hvanneyri fyrir brautskráða, gesti þeirra og starfsfólk. mm/ Ljósm. lbhí Guðrún Sunna Jónsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr BS námi, en hún var nemandi á skógfræðibraut. Hér ásamt Ragnheiði rektor. Það var þétt setinn bekkurinn í Hjálmakletti við útskriftina. Bestum árangri á búfræðiprófi náðu þær Kara Nótt Möller og Marta Guðlaug Svavarsdóttir sem hér eru ásamt Ragnheiði I Þórarinsdóttur rektor. VINNA Óskum eftir starfskröftum í eftirfarandi störf í veiðihúsið í Laxá í Leirársveit í sumar en veiðihúsið er staðsett rétt fyrir ofan Akranes í um 40 mín akstursfjarlægð frá Rvk. : A) Aðstoð í eldhúsi frá 18/6 til 1/8. Góð aðstaða í boði. B) Þrif í veiðihúsinu, 4 tímar annan hvern dag frá 18/6-20/9. Til greina kemur að ráða hluta tímabilanna. Nánari uppl. í 822-4850 eða haukur@fastis.is Vélsmiðja Grundarfjarðar óskar G.Run hf innilega til hamingju með nýtt húsnæði Netagerðar G.Run
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.