Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 12

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202212 Viltu hugsa vel um fólk og sýna því hlýju og nærgætni? Þá er sjúkraliðanám í FVA góður kostur Nokkur pláss eru laus á sjúkraliðabraut í FVA í haust. Kennt er í staðlotum í 6 annir u.þ.b. einn dag í mánuði. Nemendur þurfa að hafa náð 23ja ára aldri. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum, bæði bóklegt og verklegt. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metið samkvæmt skólanámskrá. Mjög góðir atvinnumöguleikar að námi loknu. Hafðu samband við skrifstofu skólans í síma 433 2500 eða á netfangið skrifstofa@fva.is fyrir frekari upplýsingar, í síðasta lagi 24. júní. FVA S K E S S U H O R N 2 02 2 Brautskráningardagur er jafnan mikill hátíðisdagur við Landbún- aðarháskóla Íslands. „Nú bíða nýj- ar áskoranir handan við hornið í síbreytilegum heimi þar sem tæki- færin eru endalaus og frjósamur jarðvegur fyrir nýjar hugmynd- ir sem byggja á sjálfbærri nýtingu auðlinda landsins og tryggja heil- næmt og gott umhverfi,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Braut- skráning LbhÍ fór fram við hátíð- lega athöfn í Hjálmakletti í Borg- arnesi síðastliðinn föstudag þar sem 68 nemendur tóku við skírteinum sínum. Skólinn verðlaunaði nemanda fyrir frábæran árangur á BS prófi og stóð efst í ár Guðrún Sunna Jónsdóttir af skógfræðibraut með einkunnina 9,23. Þá gáfu Bænda- samtök Íslands verðlaun þeim nemanda sem var með samanlagð- an bestan árangur á búfræðiprófi Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands og þar voru þær Kara Nótt Möll- er og Marta Guðlaug Svavarsdótt- ir jafnar. Búfræðikandídatar Í ár settu upp kolla 32 nýir búfræðingar og var við tækifærið veitt verðlaun fyrir góðan náms- árangur. Fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum gáfu Búnaðar- samtök Vesturlands verðlaun og hlaut þau Kara Nótt Möller. Fyr- ir frábæran árangur í bútæknigrein- um hlaut Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller og Ísak Godsk Rögn- valdsson verðlaun fyrir frábær- an árangur í búfjárræktargreinum og gefandi var Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins. Minningarsjóð- ur Hjartar Snorrasonar og Ragn- heiðar Torfadóttur veitti verðlaun fyrir frábær árangur í námsdvöl þeim Mörtu Guðlaugu Svavars- dóttur og Þorfinni Frey Þórarins- syni. Þá verðlaunaði Landbúnað- arháskóli Íslands Köru Nótt Möller fyrir framúrskarandi lokaverkefni á búfræðiprófi. Háskólabrautir Landbúnaðarháskólinn brautskráði nemendur af fimm brautum til BS náms og eru það búvísindi, hesta- fræði, landslagsarkitektúr, nátt- úru- og umhverfisfræði og skóg- fræði auk nemenda úr meistara- námi í skipulagsfræði og einstak- lingsmiðuðu rannsóknarnámi. Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig viðurkenningar fyr- ir góðan námsárangur. Elínborg Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvís- indabraut en gefandi þeirra verð- launa voru Bændasamtök Íslands. Þá gaf Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á hestafræðibraut og var það Freyja Þorvaldardóttir sem hlaut þau. Í landslagsarkitektúr gaf Félag íslenskra landslagsarkitekta verð- laun fyrir góðan árangur á BS prófi og hlaut Lúisa Heiður Guðnadótt- ir þau en hún hlaut einnig verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarkitektafögum. Hið Íslenska náttúrufræðifélag gaf verð- laun þeim nemanda sem bestan árangur hlaut á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði og féllu þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur. Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í skógfræði, gefandi var Skógræktar- félag Reykjavíkur. Þá voru einnig brautskráðir nem- endur úr meistaranámi við skólann. Skipulagsfræðingafélag Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan árang- ur á MS prófi í skipulagsfræði en þau hlaut María Markúsdóttir. Fyr- ir bestan árangur á MS prófi í rann- sóknarmiðuðu meistaranámi hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir viður- kenningu sem gefin var af LbhÍ. Styrkveitingar á brautskráningu Framfarasjóður Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Þorvaldar Guð- mundssonar styrkir Hörpu Ósk Jóhannesdóttur. Harpa Ósk útskrif- aðist sem dýralæknir frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 2018 og hóf doktorsnám við Landbúnað- arháskóla Íslands haustið 2021. Verkefnið hennar fjallar um dauð- fædda kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna áhættuþætti kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum með annars kálfs kýr til viðmiðunar. Rannsóknin fer fram á Hvanneyrarbúinu þar sem fylgst er náið með hverjum burði og haldin um það nákvæm burðar- skráning. Eins eru tekin blóðsýni úr kvígum og annars kálfs kúm síð- asta mánuðinn fyrir burð til grein- ingar á meðgönguhormónum sem gætu gefið vísbendingu um gang meðgöngunnar fyrr en ella. Hjart- sláttur fóstursins er einnig mældur með sónarskoðun um kvið móður- innar til þess að tímasetja hvenær fóstrið deyr. Slíkt hefur ekki ver- ið gert hérlendis fyrr. Komi dauð- ur kálfur er möguleg dánarorsök rannsökuð með krufningu á Keld- um. Blikastaðasjóður Magnús Sigsteinsson fulltrúi stofn- enda Blikastaðasjóðs afhenti tvo styrki til meistaranáms en þá hlutu Hafrún Hlinadóttir og Karen Björg Gestsdóttir. Hafrún Hlinadóttir lauk B.Sc. námi í búvísindum frá Landbún- aðarháskóla Íslands vorið 2018 og hóf meistaranám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann í Noregi NMBU haustið 2021 með nær- ingarfræði og líffræði sem sér- greinar. Hún hefur jafnframt lagt áherslu á að auka við þekkingu sína í erfðafræði, velferð, sjálfbærni og tækninýjungum í landbúnaði. Næsta námsár mun að mestu leyti einkennast af vinnu að lokaverk- efninu. Karen Björg hefur lokið námi í búfræði og B.Sc. námi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem búfræði- kennari við LbhÍ frá 2017. Hún hóf meistaranám sitt við Háskólann í Árósum haustið 2019 og eru náms- lok áætluð í desember 2022. Meist- araverkefni hennar fjallar um áhrif þroska við fyrsta burð á át og afurð- ir á fyrsta mjaltaskeiði. Að lokinni athöfn í Hjálmakletti var haldið kaffiboð á Hvanneyri fyrir brautskráða, gesti þeirra og starfsfólk. mm/ Ljósm. lbhí Guðrún Sunna Jónsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr BS námi, en hún var nemandi á skógfræðibraut. Hér ásamt Ragnheiði rektor. Það var þétt setinn bekkurinn í Hjálmakletti við útskriftina. Bestum árangri á búfræðiprófi náðu þær Kara Nótt Möller og Marta Guðlaug Svavarsdóttir sem hér eru ásamt Ragnheiði I Þórarinsdóttur rektor. VINNA Óskum eftir starfskröftum í eftirfarandi störf í veiðihúsið í Laxá í Leirársveit í sumar en veiðihúsið er staðsett rétt fyrir ofan Akranes í um 40 mín akstursfjarlægð frá Rvk. : A) Aðstoð í eldhúsi frá 18/6 til 1/8. Góð aðstaða í boði. B) Þrif í veiðihúsinu, 4 tímar annan hvern dag frá 18/6-20/9. Til greina kemur að ráða hluta tímabilanna. Nánari uppl. í 822-4850 eða haukur@fastis.is Vélsmiðja Grundarfjarðar óskar G.Run hf innilega til hamingju með nýtt húsnæði Netagerðar G.Run

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.