Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 15 Alltof víða er fötluðum gert erfitt fyrir að sækja sér þjónustu eða stunda innkaup vegna slæms aðgengis. Bæði stofnanir og fyrir- tæki geta haft áhrif á þá stöðu með því að skoða aðstæður fyrir hjóla- stóla við innganga og bæta úr þar sem þarf. Árið 2015 var ákveðið að 11. mars það árið yrði Dag- ur aðgengis fyrir alla og það hefur síðan breiðst út til annarra landa. Þekkt er framtak Haraldar Þor- leifssonar sem stóð fyrir átaki í að setja upp rampa fyrir hjólastóla í Reykjavík undir heitinu Römpum upp Reykjavík. Viðbrögð sveitarfélaga á Vesturlandi Haraldur hefur nú sett annað sam- bærilegt verkefni í gang sem ber heitið Römpum upp Ísland. Þessu tengt hefur hann sent erindi til allra sveitarfélaga á landinu með fyrirspurn um hvort þau vilji vera með í verkefninu og rampa upp á helstu þéttbýlisstöðum. Sem dæmi um viðbrögð sveitarfélaga á Vesturlandi má nefna að bæjar- stjórn Grundarfjarðarbæjar hef- ur falið umhverfis- og skipulags- sviði að skrá sveitarfélagið til þátt- töku og í framhaldinu að athuga með styrki til þess að gera úttekt á aðgengismálum í og við opinberar byggingar og mannvirki í sveitar- félaginu. Byggðarráð Dalabyggðar fagnaði erindinu á fundi nýverið og vísaði því til umsjónarmanns fram- kvæmda. Framkvæmdir að hefjast í Borgarnesi Verkefnið er komið á rek- spöl í Borgarnesi í samvinnu við Borgar byggð. Þar er Hrafnhild- ur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála. Hún hafði á sínum tíma samband við Þorleif Gunnlaugsson stjórn- arformann og framkvæmdastjóra verk efnisins og munu aðgerð- ir hefjast innan skamms. Fulltrú- ar Römpum upp Ísland eru búnir að koma á svæðið og skanna hvar helst verður farið í framkvæmd- ir. Í raun er ástandið mjög gott hjá einkaaðilum og margir staðir voru þegar í fullkomnu lagi, en enn má bæta um betur. Við römpunina er farið eftir ákveðinni forgangsröðun og áhersla eingöngu lögð á fjölsótta staði eins og kaffihús, veitingastaði og verslanir. Þess vegna var ekki verið að skoða öll fyrirtæki, skrif- stofur eða þess háttar. Fjöldi rampa miðast við höfðatölu og má reikna með að 6-7 rampar komi í Borgar- nes í þessu átaki. Ekki er í öllum til- vikum um umfangsmikið verk að ræða heldur aðeins að setja aflíð- andi hækkun á gangstéttar til að auðvelda aðkomu. Verkið er unnið í náinni samvinnu við sveitarfélagið og tilheyrandi rekstraraðila. Þúsund rampar 2026 Forsvarsfólk Römpum upp Ísland hefur sett sér það markmið að þús- und rampar verði komnir á sinn stað fyrir Dag aðgengis fyrir alla eftir fjögur ár, þ.e. 11. mars 2026 og hófst verkefnið í Hveragerði og er í gangi í Keflavík núna. Til- gangurinn er skýr; að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, versl- un og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson er stjórn- andi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækis ins Ueno og er hvatamaður verk efnisins eins og áður sagði. Stofnfé framkvæmda- sjóðs þess eru framlög frá jöfn- unarsjóði auk stuðnings einstak- linga, fyrirtækja, samtaka og stofn- ana sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja aðgengi hreyfihaml- aðra um allt land. Nánar má sjá um þetta á www. rampur.is og þar er hægt að sækja um stuðning aðgengissjóðs verk- efnisins til framkvæmda. gj Þriðjudaginn 31. maí var mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga þó svo að formlegu skólahaldi væri lokið. Ástæða þess var sú að fjölskylda Berglindar Rósu Jóseps- dóttur gaf skólanum 147 tré til gróðursetningar. Berglind Rósa var starfsmaður við mötuneyti skól- ans í nokkur ár en hún lést eftir skammvinn veikindi 30. desember 2019, aðeins 33 ára gömul. Starfs- menn FSN og fjölskylda Berglind- ar komu því saman þennan dag og gróðursettu alls 15 reynitré, 30 birkitré, 67 stafafurur og 35 aspir. Vonir standa til að þarna muni vaxa myndarlegur lundur í framtíðinni til minningar um Beggu. Stefnt er að því að setja einnig upp rólubekk þar sem hægt verður að setjast nið- ur og hvíla lúin bein. Fjölskylda Beggu vill koma á framfæri þökk- um til starfsmanna Fjölbrautaskóla Snæfellinga og þá sérstaklega Árna Ásgeirssonar raungreinakennara, Ólafs Tryggvasonar umsjónar- manns fasteigna skólans og Björns Ásgeirs Sumarliðasonar formanns Skógræktarfélags Stykkishólms, en hann var einnig fyrsti forseti nem- endafélags Fjölbrautaskóla Snæfell- inga fyrir nokkrum árum. tfk Dagur aðgengis fyrir alla 2026 – römpun í Borgarnesi næst á dagskrá Við verslunina Bjarg á Akranesi er vel hugað að aðgengi fyrir alla. Frá Borgarnesi. Hans Bjarni Sigurbjörnsson eldri sonur Beggu lagði hönd á plóg. Gróðursett í minningu Berglindar Rósu Hópurinn sem mætti og gróðursetti samanstendur af fjölskyldu Berglindar og starfsmönnum FSN. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari lét ekki sitt eftir liggja. Berglind Rósa Jósepsdóttir. Magni Rúnar Sigurbjörnsson, sonur Beggu, er hér með Kristjáni Frey frænda sínum að setja niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.