Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 23 Heillaóskir, sjómenn ! Snæfellsbær óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Mynd: Ólafur Bjarnason SH-137 landar við Ólafsvíkurhöfn í kvöldsólinni 2. september með átta tonna afla. vinna við afgreiðslustörf í Rekstrar- landi. Það gat ég ekki og entist bara í nokkrar mánuði áður en ég var kominn aftur hingað vestur,“ seg- ir Hilmar og hlær. „Ég frétti þá af plássinu í Kristni SH og hafði strax samband við skipstjórann og komst inn,“ bætir hann við þakklátur. Yngstur í áhöfninni Það er ekki oft sem það losnar pláss á balalínubáti eins og Kristni SH og það er ekki auðvelt að kom- ast að, að sögn Hilmars, en hann var snöggur til þegar hann frétti af plássinu. „Það sem hjálpaði mér að fá plássið var að ég hafði staðið mig vel í hinu plássinu,“ segir Hilmar. Hann er yngstur í áhöfninni en lætur það ekki trufla sig. „Maður veit alveg af því að maður er yngstur um borð en maður bara tekur allt á kassann til að halda plássinu,“ bætir hann við léttur í lund. „Það gengur ekki að vera með mönnum til sjós allan mánuðinn og að það sé lélegur mórall og svona. Það myndi bara bitna á öllum.“ Verklagið um borð Það eru tvær stöðvar eins og Hilm- ar útskýrir það um borð í Kristni. Annars vegar á rúllunni og svo að blóðga fiskinn. „Það eru alltaf tve- ir á vakt í einu. Það er skipstjórinn og svo er einn að leggja út línuna þegar við förum út. Á meðan geta hinir sofið, þá fá þeir kannski fjóra tíma til að leggja sig. Svo vakna þeir og draga í svona sjö til átta tíma. Á meðan fæ ég og skipstjór- inn að sofa. Þessu er svo róter- að alltaf eftir því hver er að fara leggja út hverju sinni,“ útskýr- ir Hilmar um rútínuna á sjónum. Þeir eru sex í heildina sem starfa á Kristni SH en bara fjórir um borð í hverjum túr, svo er þessu róter- að á meðan vertíðin stendur yfir. „Vaktaplanið okkar er þannig að við erum á sjó í þrjár vikur og svo eina viku frí. En á meðan þessar þrjár vikur eru í gangi þá er mað- ur alltaf tilbúinn og þarf að geta stokkið til með stuttum fyrirvara svo það kemst voða fátt annað að á þessum tíma.“ Langar til Danmerkur Vertíðin hjá Hilmari kláraðist núna í maí og við tekur sumarfrí hjá áhöfninni fram í ágúst en hann sér ekki fram á að halda áfram á sjó eft- ir fríið. „Nú er ég líklega að fara að flytja út eftir þessa vertíð. Ég ætla að fara að koma mér út í nám og flytja til Danmerkur,“ segir Hilm- ar fullur tilhlökkunar. „Ég bjó eina önn í Árósum þegar ég var í lýðhá- skóla 2019, rétt fyrir Covid. Það var alveg æðislegt og mig langar bara að komast aftur út,“ bætir hann við en hvað á að læra? „Ég ætla að læra húsgagnasmíði. Danmörk er nátt- úrulega bara höfuðborg húsgagna og hönnunar tengt því. Húsgagna- smíði er svolítil andstæða við sjó- mennskuna ef út í það er farið en ef það er eitthvað sem sjómennskan hefur kennt mér þá er það að mér þykir gaman að vinna með höndun- um. Ég get ekki verið að pikka á tölvu í einhverri skrifstofu vinnu, það veit ég,“ svarar Hilmar hrein- skilinn. En verður stefnan einhvern tímann sett á sjóinn aftur? „Það er allavega gott að vera með þessa reynslu í farteskinu. Plús, ef manni vantar pening þá er fínt að geta tek- ið nokkra róðra,“ segir Hilmar að endingu. glh Áhöfnin á Kristni SH; f.v. Aron, Hilmar, Svavar og Þorsteinn. Kör full af fiski. Hilmar segir vertíðina hafa gengið vel en illa hafi viðrað í janúar og febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.