Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20228 Tombóla í þágu hjálparstarfs AKRANES: Stúlkurnar á þessari mynd búa á Akranesi en þær héldu nýlega tombólu og gáfu innkomuna til hjálp- arstarfs Rauðakrossins. RKÍ á Akranesi þakkar þeim stuðn- inginn. Stúlkurnar heita Anna Daníels dóttir og Camilla Ýr Guðmundsdóttir. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. maí – 3. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 34.198 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 3.289 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 36 bátar. Heildarlöndun: 59.408 kg. Mestur afli: Grímur AK: 3.458 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 23 bátar. Heildarlöndun: 334.217 kg. Mestur afli: Jóhanna Gísla- dóttir: 76.385 kg í einum róðri. Ólafsvík: 54 bátar. Heildarlöndun: 245.980 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 61.325 kg í tveimur löndunum. Rif: 39 bátar. Heildarlöndun: 206.397 kg. Mestur afli: Örvar SH: 38.720 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 27 bátar. Heildarlöndun: 117.644 kg. Mestur afli: Magnús HU: 12.692 kg í fjórum löndunum. Stærstu landanir vikunnar: 1. Jóhanna Gísladóttir GK – GRU: 76.385 kg. 31. maí. 2. Runólfur SH – GRU: 59.020 kg. 30. maí. 3. Hringur SH – GRU: 58.924 kg. 1. júní. 4. Sigurborg SH – GRU: 52.257 kg. 30. maí. 5. Farsæll SH – GRU: 43.657 kg. 30. maí. -sþ Föstudaginn 3. júní síðastliðinn kom nýkjörin sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar saman til fyrsta fundar. Andrea Ýr Arnarsdótt- ir var kjörin oddviti sveitarstjórn- ar og Helga Harðardóttir vara- oddviti, Helgi Pétur Ottesen verð- ur ritari sveitarstjórnar og Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari. Á fundinum var jafnframt kosið í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórn- ir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að. Fram kemur á heimasíðu Hval- fjarðarsveitar að fastur fundartími sveitarstjórnar verður fyrst um sinn óbreyttur, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar klukkan 15 en til stendur, þegar ný sam- þykkt um stjórn Hvalfjarðarsveit- ar hefur verið auglýst í Stjórnartíð- indum, að færa fundartíma yfir á annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 15. Á fundinum samþykkti sveitar- stjórn einnig ráðningu sveitar- stjóra og mun Linda Björk Páls- dóttir áfram gegna starfi sveitar- stjóra á yfirstandandi kjörtímabili. vaks Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar: Ómar Örn Kristófersson, Inga María Sigurðardóttir, Birkir Snær Guðlaugsson, Helga Harðar- dóttir, Linda Björk sveitarstjóri, Andrea Ýr Arnarsdóttir, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Helgi Pétur Ottesen. Ljósm. hvalfjardarsveit.is Nýkjörin sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar Ný sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur tekið til starfa og á heima- síðu hreppsins þakkar hún fyrir traustið sem henni var sýnt í kosn- ingunum. „Við erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi og för- um jákvæð og bjartsýn inn í kjör- tímabilið. Við teljum að tækifær- in til uppbyggingar séu gríðarlega mörg og hlökkum til að reyna að grípa þessi tækifæri fyrir samfélag- ið okkar.“ Þá kemur fram að núverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingi- björg Birna Erlingsdóttir, verði áfram við stjórnvölinn næstu fjög- ur ár. „Ingibjörg Birna hefur sinnt starfi sínu sem sveitarstjóri af heil- indum og metnaði og hefur ávallt hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Það er því mikið happ fyrir sveitarfélagið að hún muni áfram sinna þessu starfi.“ segir sveitarstjórnin á heimasíðu Reyk- hólahrepps. vaks Nýja sveitarstjórnin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Árný Huld Haraldsdóttir, Mar- grét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Hrefna Jónsdóttir. Ný sveitarstjórn Reykhólahrepps Fimmtudaginn 2. júní kom bæjar- stjórn Snæfellsbæjar saman til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili. Bæjar- stjórn skipa nú Auður Kjartans- dóttir, Björn H. Hilmarsson, Fríða Sveinsdóttir, Jón Bjarki Jónatans- son, Júníana Björg Óttarsdóttir, Margrét Sif Sævarsdóttir og Mich- ael Gluszuk. Á fundinum var Björn H. Hilmars son kosinn forseti bæjar- stjórnar til eins árs, Michael Glu- szuk fyrsti varaforseti og Júníana Björg Óttarsdóttir annar vara- forseti, til sama tíma. Í bæjarráði næsta árið verða Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdótt- ir og Fríða Sveinsdóttir. Jafnframt var gengið frá ráðningu við Krist- inn Jónasson, bæjarstjóra, til næstu fjögurra ára. Á heimasíðu Snæfellsbæjar kem- ur fram að almenn fundarstörf á fyrsta fundi bæjarstjórnar eru með- al annars þau að skipa í nefndir og ráð bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Munu bæjarstjóri og bæjarrit- ari í framhaldinu kalla allar nefndir til fyrsta fundar í Ráðhúsinu. Ósk- uðu bæjarfulltrúar nýjum nefndar- mönnum til hamingju og jafnframt vildu þau koma á framfæri þakk- læti til þeirra aðila sem setið hafa í nefndum fyrir Snæfellsbæ undan- farið kjörtímabil en eru nú að hverfa frá nefndarstörfum. vaks Bæjarstjórn Snæfellsbæjar 2022 til 2026: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Patryk Zolobow sem kom inn sem varamaður Mar- grétar Sifjar Sævarsdóttur, Björn H Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Jón Bjarki Jónatansson og Auður Kjartansdóttir. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra afhenti Landgræðsluverð- launin á ársfundi Landgræðslunn- ar sem fram fór í Gunnarsholti. Verðlaunahafar voru bændurnir á Kaldbaki á Rangárvöllum, þau Sig- ríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson og Landvernd, land- græðslu- og umhverfisverndar- samtök Íslands. Bændur á Kaldbaki hlutu verðlaunin fyrir öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og land- bótastarf á jörð sinni og fleiri svæð- um á Rangárvöllum um áratuga skeið. Landvernd hlaut verðlaun- in fyrir öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu. Svandís afhenti verðlaunahöfum Fjöregg Landgræðslunnar, verð- launagripi sem unnir eru úr tré í Eik-listiðju á Miðhúsum við Egils- staði. mm Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felix son formaður Landverndar, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson frá Kaldbak á Rangárvöllum ásamt fjórum barnabörnum, og Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Rangæsk hjón hljóta Landgræðsluverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.