Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 8

Skessuhorn - 08.06.2022, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20228 Tombóla í þágu hjálparstarfs AKRANES: Stúlkurnar á þessari mynd búa á Akranesi en þær héldu nýlega tombólu og gáfu innkomuna til hjálp- arstarfs Rauðakrossins. RKÍ á Akranesi þakkar þeim stuðn- inginn. Stúlkurnar heita Anna Daníels dóttir og Camilla Ýr Guðmundsdóttir. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. maí – 3. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 34.198 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 3.289 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 36 bátar. Heildarlöndun: 59.408 kg. Mestur afli: Grímur AK: 3.458 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 23 bátar. Heildarlöndun: 334.217 kg. Mestur afli: Jóhanna Gísla- dóttir: 76.385 kg í einum róðri. Ólafsvík: 54 bátar. Heildarlöndun: 245.980 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 61.325 kg í tveimur löndunum. Rif: 39 bátar. Heildarlöndun: 206.397 kg. Mestur afli: Örvar SH: 38.720 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 27 bátar. Heildarlöndun: 117.644 kg. Mestur afli: Magnús HU: 12.692 kg í fjórum löndunum. Stærstu landanir vikunnar: 1. Jóhanna Gísladóttir GK – GRU: 76.385 kg. 31. maí. 2. Runólfur SH – GRU: 59.020 kg. 30. maí. 3. Hringur SH – GRU: 58.924 kg. 1. júní. 4. Sigurborg SH – GRU: 52.257 kg. 30. maí. 5. Farsæll SH – GRU: 43.657 kg. 30. maí. -sþ Föstudaginn 3. júní síðastliðinn kom nýkjörin sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar saman til fyrsta fundar. Andrea Ýr Arnarsdótt- ir var kjörin oddviti sveitarstjórn- ar og Helga Harðardóttir vara- oddviti, Helgi Pétur Ottesen verð- ur ritari sveitarstjórnar og Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari. Á fundinum var jafnframt kosið í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórn- ir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að. Fram kemur á heimasíðu Hval- fjarðarsveitar að fastur fundartími sveitarstjórnar verður fyrst um sinn óbreyttur, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar klukkan 15 en til stendur, þegar ný sam- þykkt um stjórn Hvalfjarðarsveit- ar hefur verið auglýst í Stjórnartíð- indum, að færa fundartíma yfir á annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 15. Á fundinum samþykkti sveitar- stjórn einnig ráðningu sveitar- stjóra og mun Linda Björk Páls- dóttir áfram gegna starfi sveitar- stjóra á yfirstandandi kjörtímabili. vaks Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar: Ómar Örn Kristófersson, Inga María Sigurðardóttir, Birkir Snær Guðlaugsson, Helga Harðar- dóttir, Linda Björk sveitarstjóri, Andrea Ýr Arnarsdóttir, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Helgi Pétur Ottesen. Ljósm. hvalfjardarsveit.is Nýkjörin sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar Ný sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur tekið til starfa og á heima- síðu hreppsins þakkar hún fyrir traustið sem henni var sýnt í kosn- ingunum. „Við erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi og för- um jákvæð og bjartsýn inn í kjör- tímabilið. Við teljum að tækifær- in til uppbyggingar séu gríðarlega mörg og hlökkum til að reyna að grípa þessi tækifæri fyrir samfélag- ið okkar.“ Þá kemur fram að núverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingi- björg Birna Erlingsdóttir, verði áfram við stjórnvölinn næstu fjög- ur ár. „Ingibjörg Birna hefur sinnt starfi sínu sem sveitarstjóri af heil- indum og metnaði og hefur ávallt hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Það er því mikið happ fyrir sveitarfélagið að hún muni áfram sinna þessu starfi.“ segir sveitarstjórnin á heimasíðu Reyk- hólahrepps. vaks Nýja sveitarstjórnin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Árný Huld Haraldsdóttir, Mar- grét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Hrefna Jónsdóttir. Ný sveitarstjórn Reykhólahrepps Fimmtudaginn 2. júní kom bæjar- stjórn Snæfellsbæjar saman til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili. Bæjar- stjórn skipa nú Auður Kjartans- dóttir, Björn H. Hilmarsson, Fríða Sveinsdóttir, Jón Bjarki Jónatans- son, Júníana Björg Óttarsdóttir, Margrét Sif Sævarsdóttir og Mich- ael Gluszuk. Á fundinum var Björn H. Hilmars son kosinn forseti bæjar- stjórnar til eins árs, Michael Glu- szuk fyrsti varaforseti og Júníana Björg Óttarsdóttir annar vara- forseti, til sama tíma. Í bæjarráði næsta árið verða Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdótt- ir og Fríða Sveinsdóttir. Jafnframt var gengið frá ráðningu við Krist- inn Jónasson, bæjarstjóra, til næstu fjögurra ára. Á heimasíðu Snæfellsbæjar kem- ur fram að almenn fundarstörf á fyrsta fundi bæjarstjórnar eru með- al annars þau að skipa í nefndir og ráð bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Munu bæjarstjóri og bæjarrit- ari í framhaldinu kalla allar nefndir til fyrsta fundar í Ráðhúsinu. Ósk- uðu bæjarfulltrúar nýjum nefndar- mönnum til hamingju og jafnframt vildu þau koma á framfæri þakk- læti til þeirra aðila sem setið hafa í nefndum fyrir Snæfellsbæ undan- farið kjörtímabil en eru nú að hverfa frá nefndarstörfum. vaks Bæjarstjórn Snæfellsbæjar 2022 til 2026: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Patryk Zolobow sem kom inn sem varamaður Mar- grétar Sifjar Sævarsdóttur, Björn H Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Jón Bjarki Jónatansson og Auður Kjartansdóttir. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra afhenti Landgræðsluverð- launin á ársfundi Landgræðslunn- ar sem fram fór í Gunnarsholti. Verðlaunahafar voru bændurnir á Kaldbaki á Rangárvöllum, þau Sig- ríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson og Landvernd, land- græðslu- og umhverfisverndar- samtök Íslands. Bændur á Kaldbaki hlutu verðlaunin fyrir öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og land- bótastarf á jörð sinni og fleiri svæð- um á Rangárvöllum um áratuga skeið. Landvernd hlaut verðlaun- in fyrir öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu. Svandís afhenti verðlaunahöfum Fjöregg Landgræðslunnar, verð- launagripi sem unnir eru úr tré í Eik-listiðju á Miðhúsum við Egils- staði. mm Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felix son formaður Landverndar, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson frá Kaldbak á Rangárvöllum ásamt fjórum barnabörnum, og Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Rangæsk hjón hljóta Landgræðsluverðlaunin

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.