Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 51 áhöfn með Íslendingum. Úti á sjó verður maður bara að treysta á sjálfan sig og redda sér, það er enginn að fara að túlka fyrir mann. Ég finn því mikinn mun á íslensku- kunnáttunni. Mér finnst samt vanta íslenskunámskeið fyrir lengra komna í málinu og tengt atvinnu. Það eru mörg námskeið í boði, en það er bara grunnur sem ég hef náð tökum á.“ Fullkominn drengur Hringur er ísari og landar einu sinni í viku uppi í vinnslu hjá G.Run í Grundarfrði, það er land- að einu sinni í viku. Kerfið er sett upp þannig að brottför er á föstu- dögum og heimkoma á miðviku- dögum í síðasta lagi, en stundum fyrr ef vel gengur að fylla. Nokkuð styttri túrar en á frystitogurunum, en Grzegorz segist vel undir lengra úthald búinn. „Ég var á Rifsnesinu. Við fór- um oft norður á vertíð og lönduð- um á Siglufirði. Þá fær maður bara löndunarfrí og svo er farið beint út, þannig að það eru löng úthöld. Maður fékk kannski helgarfrí á fjögurra vikna fresti. Ég get því vel ímyndað mér hvernig það er.“ Grzegorz er kokkur á Hring, eins og áður segir. Tók við því í fyrrahaust, en áður hafði hann verið afleysingakokkur við og við. Þegar kokkurinn hætti benti skipstjór- inn á Grzegorz sem arftaka, þannig að það er greinilega ekki mikið skammast yfir matnum hans. „Þeir skamma mig ekki, en það tilheyrir að skammast aðeins í kokknum. Ég gef þeim þó ekki mik- ið færi á að vera með athugasemd- ir. Það að vera kokkur gefur manni líka færi á að koma heim með kunnáttu.“ Er konan ekki ánægð með það? „Jú, ég er mjög ánægð með matinn hans. Hann er fullkominn drengur. Hann er hógvær og fer gott orð af honum,“ segir Diana Matusiewicz, sambýliskona Grzegorz í sam- tali við blaðamann. Diana vinnur á dvalarheimili aldraðra en var áður í fiskvinnslu hjá G.Run. Þau hjóna- leysin eiga engin börn, ennþá. Það er nefnilega á planinu og það sem meira er, þá verða þau ekki hjóna- leysi mikið lengur því það styttist í stóra daginn. Diana og Grzegorz munu ganga í það heilaga í Póllandi 8. ágúst í sumar. Þó Grzegorz sé skráður kokkur, þá tekur hann að sjálfsögðu þátt í öllum verkum um borð ef með þarf. Stundum þarf allar hendur á dekk ef hölin eru stór eða bæta þarf stór göt. Að læra nýja hluti Sjómennskan var nýr kafli í lífi Grzegorz og hann hafði ekki kom- ið nálægt sjónum áður en hann kom til Íslands. „Þetta var það nýtt fyr- ir mér að þegar ég kom heim eft- ir fyrsta túrinn fékk ég landriðu. Þegar ég kom heim datt ég næst- um því í sturtunni, þetta var allt svo óvenjulegt. Það sem ég hef hins vegar fram yfir marga sem eru nýir er að ég hef aldrei orðið sjóveikur. Það er mikill kostur, enda fátt verra en að vera sjóveikur um borð. Það eru þó til dæmi um sjóara til áratuga sem fundu alltaf til sjó- veiki fyrstu dagana í túrnum en létu það ekki stoppa sig. Það er nefni- lega eitthvað við sjóinn sem togar í mann, ef maður hefur einu sinni kynnst því að vera um borð, finna krafta náttúruaflanna og smæð manns og skips. Meira að segja stærstu skip verða ógnarsmá þegar hvergi sést til lands. Sjórinn krækir einhvern veginn í vitund manns og það er morgunljóst að sjórinn hefur krækt í Grzegorz. „Þetta var erfitt fyrst. Í fyrsta túrnum grét ég oft í koddann og var hræddur við að vera farinn langt frá landi. Ég velti því fyrir mér hver myndi bjarga mér ef illa færi og þá hvernig. Hef ég tíma til að synda burtu og bjarga mér? Annar túrinn var eins, en það var eitthvað sem hvatti mig áfram. Ég veit ekki hvað það var, hvort það var að geta upp- fyllt drauma mína, en ég varð háð- ur því að fara aftur og aftur,“ segir Grzegorz, og staðfestir þar með að sjórinn hefur krækt í hann. Grzegorz er þakklátur fyrir allt sem honum var kennt tengt fisk- veiðum og sérstaklega er hann þakklátur fyrrverandi háseta á Hring, Mihhail Hanz. „Hann er frá Eistlandi og er kominn á eftirlaun, en var einstaklega þolinmóður við að kenna rétt handtök. Og ekki bara gagnvart mér, hann var dug- legur við að kenna öllum það sem til þurfti.“ Smitandi ástríða Það sem upp úr sjónum kemur heillar hann ekki síður. Grzegorz sýnir blaðamanni fjölda mynda sem hann hefur tekið um borð, stórfiska sem vekja enn undrun og áhuga Grzegorz við stofuborðið heima. Hann tekur mikið af myndum og myndböndum í túrum og birtir á instagram, á @sea_atlantic_, en nokkrar þeirra má sjá hér með við- talinu. Ástríða Grzegorz er nánast áþreifanleg þegar hann ræðir um sjóinn og skoðar myndir. Diana segir að sá áhugi birtist meðal annars í því að þegar hann kemur auga á bát sem hann fær áhuga á brjótist ástríðan fram. Hann rúnti reglulega niður að skipi og skoðar og veit að einn daginn muni hann enda um borð. Hann gerði þetta bæði varðandi Rifsnes og Hring. Sá skipin, dólaði sér á bryggjunni þegar þau voru í höfn, rúntaði nið- ur að þeim og skoðaði og endaði sem háseti þar. Setur sér markmið og sáir fræjum sem spíra. Mórall, ekki peningar Laun skipta máli og það að hafa góð- ar tekjur hefur hjálpað Grzegorz að láta drauma sína rætast. Honum er hins vegar mjög áfram um að fólk megi ekki einblína um of á peninga, allra síst á sjónum. „Það sem mér finnst mikilvæg- ast þegar maður er á sjó er hvern- ig fólki líður um borð, að það sé góður mórall. Það má ekki bara mæta og hugsa um peningana og að vera latur er smitandi. Ef það er góður mórall og góður mannskap- ur verður allt annað auðveldara og þá verða peningarnir bara gulrót. Vondur mórall getur eyðilagt allt, þegar menn eru lokaðir saman í einum matsal og á skipi úti á ball- arhafi. Til dæmis er ekki gott þegar menn eru í sífellu að spyrja hvenær við komum heim, jafnvel áður en lagt er úr höfn. Þá skynjar maður að viðkomandi hefur engan áhuga á þessu. Ég hef bara áhuga á að fylla bátinn og þegar því er lokið förum við í land. Það er fátt skemmtilegra en þegar við fáum gott hal á togara. Þetta er skrýtin tilfinning, maður æsist upp og keppnisskapið kvikn- ar. Maður fær alls kyns hugmyndir og setur sér markmið; að fara niður í lest og loka einhverjum 40 körum eða eitthvað.“ En er Grzegorz ekki einmitt að lýsa aflaæðinu sem stundum gríp- ur skipstjóra? Stundum sagði mað- ur í slíkum aðstæðum að nú væri kallinn kominn á öskrið. Áttu ekki bara að stefna að því að verða skip- stjóri? „Ég mundi alveg skoða það ef ég væri betri í íslensku. En það er kannski of stórt verkefni fyrir mig. Því fylgir rosalega mikil ábyrgð og það krefst mjög mikillar þekkingar. Maður þar að leiða hópinn og hafa alla með sér í liði. Þetta tekur mörg ár. Mér líður betur í að geta gefið mig 100% í starf sem ekki er eins háttsett, en að eltast við drauma sem ég tel ólíklegt að geti ræst.“ Grzegorz hefur góðar fyrir- myndir hvað þetta varðar, skip- stjóra og stýrimann á Hringn- um. „Þeir eru pottþéttir, geggjað- ir skipstjórar, menn sem eru fædd- ir í þetta. Viðmiðið er því nokkuð hátt.“ Sjómannadagurinn mikilvægur Grzegorz segir að sjómanna- dagurinn sé honum mikilvægur og hann finni vel á þeim degi hve sjó- menn skipti miklu máli. „Þetta er mjög stór dagur fyr- ir mig og allar fjölskyldurnar. Ég tek þátt í öllum hátíðarhöld- um og keppnum sem eru í boði. Kapp róður, reiptog og kodda- slagur. Ég finn á þessum degi að fólk ber virðingu fyrir sjómönn- um, það mætir og tekur þátt í hátíðahöldunum. Svo er þetta eini dagurinn á árinu sem ég get vakn- að og fengið mér bjór í morgun- mat án þess að konan skammist í mér,“ segir Grzegorz, og þau Diana hlæja dátt. Kannski bendir það til þess að ekki sé full alvara á bak við lýsingu á þessum morgun- verði meistaranna. Grátið í koddann Sjómennskan er samt annað og meira en bjór í morgunmat einu sinni á ári og lífið er ekki bara dans á rósum um borð. Grzegorz segir að fyrstu túrarnir hafi verið erfiðir og hann hafi átt erfiða daga á sjó. „Það er erfitt að koma óvanur í nýtt umhverfi og kunna ekki hand- tökin, geta ekki bundið, geta ekki saumað, ekki gert þetta eða hitt. Mér hefur alveg liðið illa í slíkum aðstæðum og fundist þetta vera til- gangslaust á þeim tímapunkti, áður en allt fór að ganga vel. Maður á hins vegar ekki að gefast upp þegar manni líður illa, heldur prófa sig áfram og gefa þessu tíma, áður en maður tekur ákvörðun um að hætta. Ég gleymi því aldrei þegar ég var að byrja á togara. Ég var að læra að loka belgnum, pokanum, og sagðist geta það. Ég tók hins vegar ekki síð- ustu slaufuna og þeir slengdu pok- anum. Þegar þeir voru að hífa opn- aði skipstjórinn dyrnar og leit beint á mig, starði á mig og engan ann- an, en sagði ekki neitt. Ég hugsaði að ég vissi að ég hefði gert eitthvað stórt af mér, en ég vissi ekki hvað. Eftir þetta kanna ég sérstaklega vel að allt sé tryggt.“ Grzegorz segist ekki hafa lent í alvarlegu atviki á sjónum, en auðvit- að er það skilgreiningaratriði hvað er alvarlegt í þessum efnum. Fyr- ir nokkrum mánuðum síðan fékk hann línuna ofan á höfuðið þegar verið var að hífa í brælu. Hann var með hjálm, en var að sjálf- sögðu sendur í skoðun á sjúkrahús- ið og var með háls- og höfuðverki í nokkra daga. Það er nokkuð ein- kennandi fyrir Grzegorz að hann greindi slysið með sjálfum sér, fór yfir það í huga sér hvað hefði far- ið úrskeiðis. Niðurstaðan var sú að hann hafði farið aðra leið en hann var vanur að gera. Þegar verið er að hífa er sjaldnast mikill tími til að velta hlutum fyrir sér og ákvarðanir eru teknar á augabragði. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég datt niður var af hverju ég hefði farið hérna en ekki hinum megin. Ég kenndi engum öðrum um þetta og skammaðist ekki í neinum. En slysin gera ekki boð á undan sér og þetta var bara sekúndubrot. Ég fékk frábæra umönnun eftir þetta, skipstjórinn var búinn að hringja í land á undan okkur og ég fékk veik- indaleyfi eins og þurfti. 100% þjón- usta.“ Diana skýtur því inn í að hann hafi ekki einu sinni þegið það leyfi sem honum bauðst, aðeins ver- ið einn túr í landi en ekki tvo. Grzegorz segist hins vegar aldrei hafa lent í lífshættulegri brælu og alltaf treyst skipstjóranum. Það á kannski ekki að koma á óvart að Grzegorz hafi ekki nýtt veikindaleyfið til fulls. Á þeim níu árum sem hann hefur verið til sjós hefur hann aðeins tvisvar sinnum farið í leyfi. Fyrst vegna aðgerðar við æðahnútum og svo þegar hann fékk línuna í höfuðið. Fram að því hafði hann tekið alla túra. Á Grund- firðingi var kerfi og þeir reglulega í landi, en árið á Rifsnesinu reri hann alla túra sem í boði voru. Fyrst og fremst til að ná að klára að safna sér fyrir húsinu. Hann tekur sér auka- mánuð í frí í sumar, tilefnið enda ærið; áður nefnt brúðkaup. Vill vera á sjónum Ástríða Grzegorz fyrir sjómennsk- unni er slík að blaðamann langar bara að rifja upp gamla takta og skella sér með í túr. En getur hann hugsað sér að vera á sjónum það sem eftir er? „Já. Sjómennskan tekur þó á. Ég er búinn að vera á sjó í níu ár og hef alveg fundið fyrir því að það hefur áhrif á skrokkinn. Maður fær verk í hnén og í bakið. Mér finnst eitt ár á sjó jafngilda tveimur árum í vinnu í landi. Ég mun vera eins lengi á sjó og heilsan leyfir, helst þangað til ég kemst á eftirlaun. Hvar sem ég verð; á Íslandi, í Skotlandi eða Noregi, þá mun ég vera á sjó. Þetta er vinna sem mér líður vel í og nýt mín vel við. Lífið snýst um að finna sér vinnu sem manni líður vel í, þá er maður ekki lengur í vinnu heldur að gera eitthvað sem lætur manni líða vel. Ég hef mikla ástríðu fyrir sjónum og það auðveldar allt. Ég hlakka til að fara á sjóinn fyrir hvern túr. Ég veit að þetta er ekki fyrir alla, það verður hver að finna sitt. Mér finnst þó að allir þurfi að prófa að fara á sjó.“ kóp Sjórinn geymir kynjaskepnur. Grzegorz er liðtækur netamaður, enda hefur hann lagt sig fram við að læra öll handtök um borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.