Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 41 Mátti ekki kaupa tollinn Einhverjum hefði þótt það of mik- il ábyrgð fyrir 18 ára dreng að vera stýrimaður á skipi Landhelgisgæsl- unnar. Einar hefur hins vegar ver- ið eftirsóttur, eins og ferill hann ber með sér, og því ljóst að hann sinn- ir starfi sínu vel. Það hlýtur samt að hafa verið sérstakt að vera 18 ár stýrimaður á Gæslunni? „Jú, því fylgdi ýmislegt en þetta var mjög skemmtilegt. Einu sinni fórum við til Færeyja til að taka olíu. Þá var ég yngstur í sögu Gæsl- unnar. Einn hásetinn, sem hafði verið þar lengi, gerði grín að því að þetta væri í fyrsta skipti sem hann vissi til þess að stýrimaðurinn mætti ekki kaupa tollinn út af aldri! Ég var ekki mjög lengi hjá Gæsl- unni en fékk tækifæri til að sigla með þungavigtargæjum eins og Einari Vals skipherra, sem er nátt- úrulega goðsögn, og Palla Geir- dal. Ég var bæði á Tý og Þór og fékk að vera síðustu tvo túra Hall- dórs Nellet skipherra, áður en hann hætti. Hann var í þorskastríðinu. Ég kynntist líka Kóka, Hauki, sem er sá síðasti sem er eftir hjá gæsl- unni af þeim sem voru í þorska- stríðinu. Hann segir ekki mikið og talar aldrei um þorskastríðin, en þegar hann segir eitthvað þá er það ólýsanlegt. Þessi tími var náttúru- lega ótrúlegur. Farið í fraktina Einar var um hálft ár hjá Land- helgsigæslunni og sigldi stíft. Þá hringdi félagi hans í hann og lét vita að Eimskipum vantaði stýri- mann. Einar heyrði í áhafnastjór- anum sem leist svo vel á hann að Einar var nánast fastráðinn í sím- anum; samið var um að koma og ef allt gengi vel fengi hann að halda stöðunni. Einar tók jólatúrinn á Brúarfossi, sem er stærsta skip í sögu Eimskipa og þá Íslands, þó það sé reyndar skráð í Færeyjum. Ég minni lesendur á að þá var Ein- ar enn aðeins 18 ára gamall. „Ég var alveg smá stressaður niðri í Kattegat, en sem betur fer er ekki mikil umferð þarna yfir jólin. Þetta var hins vegar erfiðara fyrir mömmu, litla barnið hennar bara farið þarna yfir jólin. Við tók tæpt ár á Brúarfossi sem þriðji stýri- maður. Þar kynntist ég líka alveg einstaklega góðum köllum. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt og mikill reynslubanki. Við vorum á alþjóðasvæði og að sigla á Græn- land og Norðurlöndin.“ Einar upplifði ýmislegt í frakt- inni, m.a. að vera fastur við Hvarf, sem löngum hefur reynst sjófar- endum varhugavert. „Við festum okkur við Grænland í febrúar í fyrra. Brúarfoss er nátt- úrulega nýsmíði og þetta var bara annar túrinn sem þeir voru að fara í drifti. Þetta eru þriggja vikna túr- ar, vika til Grænlands og tvær til Evrópu, með viðkomu á Íslandi þarna á milli. Í febrúar förum við til Grænlands. Þar eru veður þannig að gjarnan kemur lægð við norð- austurströndina og vinur niður með austurströndinni og endar niðri við Hvarf. Þetta var bara þvæla, ég held að það hafi verið 45-55 m/sek í stöðugum vindi, NA-átt. Þegar við erum að fara fyrir Hvarf þá erum við með þetta á hlið. Það er alltaf mjög lítið um borð í skipinu þegar við erum að fara frá Grænlandi, þannig að hann er mjög hastur. Höggið er lágt niðri og þetta hreyfist rosalega hratt. Þegar þú ert kominn upp í brú er hæðin orðin 40 metrar eða álíka, þannig að þetta er engin smá sveifla. Skip- ið var að leggjast á hliðina 35-40° í hvort borðið þegar best lét. Við reyndum þrisvar sinnum að fara fyrir Hvarf, en síðan tók skipstjór- inn ákvörðun um að bíða þetta af sér. Við fórum vestur af Grænlandi í var og vorum þar í viku. Það gerist mjög sjaldan. Yfirleitt þegar fiski- bátarnir fara í var, skríður fraktar- inn fram hjá því þetta eru náttúru- lega stærri og öflugri skip. Þetta var hálf súrrealískst. Þegar við vorum komin vestur fyrir Grænland varstu bara kominn í sól og blíðu. Hvarf er grjótmagnaður staður,“ segir Einar, sem er hrifinn af Grænlandi. „Við sigldum líka einu sinni í gegnum Prins Christians-sundið, þá siglirðu bara í gegnum Hvarf. Það er bara það fallegasta sem ég hef séð á norðurslóðum. Það var líka mikil upplifun, því þá þurftirðu bara að vippa pappírskortinu upp á borðið, eða því sem næst.“ Siglt og siglt Hringurinn á Brúarfossi er þannig að menn eru þrjár vikur úti og þrjár inni. Einar nýtti fríin vel og sigldi þegar færi gafst. Hann leysti af á Herjólfi, bæði sem stýrimaður og háseti, því hann var að safna inn tímum. „Þeir tikka svolítið hratt inn, því ég sigldi mikið hjá Gæslunni og svo á Herjólfi í fríum þar líka, eins og af Brúarfossi. Ég hélt nú að kærastan myndi hætta með mér. Ég var að sigla stíft á Brúarfossi, tók held ég tvo túra. Kom svo heim í viku og þá var mér boðið að fara sem háseti á ísfiskara frá Vestmannaeyjum þannig að ég fór í vikutúr á Breka. Þú þarft eitt ár í siglingatíma til að fá yfirstýrimannsskírteinið þitt. Ég kláraði þann tíma í desember í fyrra, en fékk ekki skírteinið fyrr en fyrir tveimur dögum, því þá varð ég tvítugur,“ en 20 ár er lágmarksaldur til að fá yfirmannsskírteini. „Næsta verkefni er að verða yfir- stýrimaður á Herjólfi. Ég verð þar út sumarið og svo tökum við stöð- una. Ég væri alveg til í að verða þar áfram. Þá fæ ég að sigla með stjúpa, sem er ákveðinn draumur. Við höf- um siglt einn og einn dag saman á Herjólfi, en það er draumur að fá að sigla saman. Hann hefur reynst mér svo vel í öllu og við smullum beint saman. Höfum báðir áhuga á skipum og sameiginlegan áhuga á byssum. Hann er því mikill áhrifa- valdur í mínu lífi.“ Brilliance of the Seas Mörg ævintýrin gerast til sjós og ekki leið á löngu þar til Einar fór í sitt næsta ævintýri. Hann réði sig um borð í sitt stærsta skip, til þessa, skemmtiferðaskipið Brilliance of the Seas. Það er engin smásmíði. Skipið er 292 metra langt og 90 þúsund tonn. Það er 32 metr- Varðskipið Týr við Hornbjarg. Framhald á bls. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.