Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202224 Eftir hartnær 50 ár til sjós og í störfum tengdum sjómennsku hef- ur Erling Þór Pálsson á Akranesi látið að mestu staðar numið hjá Faxaflóahöfnum og hætti form- lega störfum 1. maí síðastliðinn en þar starfaði hann frá árinu 2006. Lengst af var hann fyrsti stýrimað- ur á Vikingi AK-100 frá Akranesi. Eftir árin á Víkingi gerði hann stuttan stans hjá Norðuráli og síð- an hjá Fiskistofu áður en hann réði sig til Faxaflóahafna sem hafnsögu- maður. Fyrsta sjóferðin fékk snöggan endi Erling Þór vissi strax sem krakki og unglingur hvert stefndi. Sjó- mennskan átti hug hans allan. „Sem krakki var ég alltaf að teikna báta og skip og svo smíðaði ég báta líka m.a. úr olíubrúsum og ferðirnar voru ófár niður á bryggju að skoða bátana. Eitt skiptið gengum við, ég og Pálmi heitinn Guðmundsson, aðeins lengra og tókum lítinn bát traustataki sem lá við bryggjuna og ætluðum að róa til fiskjar og veiða í soðið. En það var einhver þarna sem sá til okkar þegar við vorum komnir alveg út í hafnarkjaftinn og komin smá undiralda. Hann kall- aði til okkar og sagði okkur að snúa við þar sem ekkert austurtrog væri í bátnum og svo væri ómögulegt að halda til veiða án þess að fá sér að borða fyrst. Við féllumst á þetta og snérum við. Þannig fékk fyrsta sjó- ferðin mín snöggan endi.“ Skipstjórinn kunni ráð við sjóveikinni Erling byrjaði á sjó 14 ára gam- all á Önnu SI. Þar var hann í einn mánuð. Neyddist til þess að hætta vegna sjóveiki. „Ég var hræðilega sjóveikur og var alveg búinn eftir þennan tíma, náði ekkert að borða. Fór síðan á Sigurfara AK og það var sama sagan þar, sjóveikin að drepa mig. Síðan var það þriðja sumar- ið mitt á sjó árið 1970. Þá réði ég mig á Höfrung III með Kristjáni Péturssyni skipstjóra. Ég man eft- ir því þegar að pabbi keyrði mig til skips og sagði ákveðinn að þetta yrði í síðasta skipti sem hann keyrði mig ef úthaldið yrði ekki meira og betra en á síðustu sumarvertíð- um hjá mér. En Kristján skipstjóri kunni ráð. Hann kom við í sjoppu og keypti kassa af Coke og lét mig fá flösku úr kassanum þegar ég fann til sjóveiki og það virkaði heldur betur og ég fann ekki fyrir sjóveiki og sjóaðist um leið og hef varla fundið fyrir því síðan. Um haustið fór ég í Iðnskólann á Akranesi og fór síðan á Gróttuna með Guð- mundi heitnum Sveinssyni og síðan á Jörund III með Runólfi heitnum Hallfreðssyni.“ Erling ákvað síðan að fara í Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum í byrjun september 1972 og var þar haustönnina, en í janúar 1973 hófst Vestmannaeyjagosið og allt breytt- ist. „Þegar ég var á Jörundi III var með mér um borð Kristján Krist- jánsson, sem var ættaður úr Eyjum. Ég var þá að velta fyrir mér að fara í Stýrimannaskólann. Kristján sagði að það væri ekki spurning að ég ætti að fara í skólann úti í Eyjum, hann væri miklu betri en skólinn í Reykjavík. Að áeggjan hans ákvað ég að fara til Vestmannaeyja og sá ekki eftir því og hefði viljað vera þar lengur en eftir að gosið hófst var hann fluttur til Reykjavíkur og ég kláraði hann árið 1974.“ Eftir námið var Erling með Sím- oni heitnum Símonarsyni á Víði og síðan á Bjarna Ólafssyni, sem stýri- maður á Sæfara með Einari heitn- um Gíslasyni. „Síðan lendi ég suð- ur í Garði á Jóni Finnssyni og kem svo aftur á heim á Akranes og er á Sigurborginni með Árna Sig- mundssyni.“ Réði sig á Víking AK-100 „Haustið 1976 var Víkingur AK sendur til Noregs þar sem gerð- ar voru miklar breytingar á hon- um og þá sæki ég um pláss á honum og byrja þar í febrúar 1977. Byrjaði þar sem háseti og er orðinn fyrsti stýrimaður 1979 eftir að hafa verið búinn að leysa af fram að því. Skip- stjóri á Víkingi var Viðar Karlsson. Viðar er besti skipstjóri sem ég hef verið hjá. Hann reyndist mér og okkur öllum í áhöfninni afskaplega vel auk þess sem maður lærði heil- mikið af honum í gegnum tíðina. Einnig var Guðjón heitinn Berg- þórsson skipstjóri á skipinu um tíma. Reyndist hann líka góður og farsæll skipstjóri. Ég var á Víkingi alveg þar til í mars 1998 og átti far- sælan tíma þar með góðri áhöfn. Á þessum tíma vorum við mest á loðnu, kolmunna og á rækju. Á rækjunni gerðum við út frá Ísafirði og frá Akureyri. Víkingur kom úr vélaskiptum um haustið 1981. Fljótlega á eftir er sett á loðnuveiðibann og réðist ég þá sem skipstjóri á Gróttu eftir áramótin og fylgdu mér nokkrir úr áhöfninni af Víkingi yfir á Grótt- una og var ég með hana til hausts- ins 1983. Þá hófust loðnuveiðarn- ar að nýju og við fórum aftur yfir á Víking,“ segir Erling. Þegar sjómannsferlinum lauk hjá Erling réði hann sig til starfa hjá Norðuráli. Hann kunni ekki nægj- anlega vel við sig þar og var þar einungis í rúm tvö ár. Þetta voru einu árin sem hann starfaði ekki við störf sem tengdust sjónum. Góður tími hjá Fiskistofu og Faxaflóahöfnum „Þegar ég hætti í Norðuráli réði ég mig til Fiskistofu og var í veiði- eftirlitinu í um fjögur ár. Það var virkilega góður tími. Við ferðuð- umst vítt og breytt um landið og vorum einnig á sjó í eftirliti. Þarna hitti ég marga gamla félaga úr sjó- mennskunni og enn aðra sem ég hafði aldrei séð en verið í sam- bandi við þá þegar ég var til sjós. Þetta var mjög gefandi og ánægju- legt að starfa hjá Fiskistofu. En mér bauðst góð vinna hjá Faxaflóahöfn- um árið 2006. Á fyrstu árum mín- um hjá Faxaflóahöfnum var þetta aðeins öðruvísi en nú er. Þá vor- um við Akurnesingarnir sér hérna á Akranesi og þjónustuðum Akra- neshöfn og Grunartangahöfn auk Olíustöðvarinnar í Hvalfirði. Það var mikið um að olíuskip kæmu að sækja olíubirgðir þangað. Þá var skipunum lagt við ankeri fyrir utan höfnina og slanga lögð út í skip- ið. En í dag eru hafnsögumennirn- ir undir sama hatti með aðstöðu í Hafnarhúsinu í Reykjavík og þjón- usta allt svæðið þaðan að mestu leyti. Ævintýri á Mið- jarðarhafi Þótt Erling hafi átt farsælan og áfallalausan starfsferil til sjós, tók Kom ekkert annað til greina en að verða sjómaður Rætt við Erling Þór Pálsson, sem starfað hefur í tengslum við sjómennsku í hálfa öld Erling Þór við hafnarhúsið á Akranesi. Ljósm. se. Áð í Messina á Sikiley í ferjusiglingunni. Sjómannadagurinn 1985 eða 1986. Knattspyrnuleikur, yfirmenn gegn undir- mönnum. Frá vinstri: Valetínus Ólason, Erling Þór Pálsson, Ólafur Hallgrímsson og bræðurnir Sigurjón, Runólfur og Gísli Runólfssynir. Um borð í lóðsinum. Erling Þór fer upp kaðalstiga til að lóðsa flutningaskip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.