Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202242 ar á breidd og brúin er 42 metrar á breidd. Og ekki vantar kraftinn. Brilliance of the Seas er svo kallað gas turbine vessel, bæði með diesl- vél og gastúrbínu, og knúið áfram með drifbúnaði sem nefnist azipod. Þetta eru skrúfur sem virka eins og utanborðsmótorar, eru undir bátn- um og hægt að snúa í 360 gráð- ur. Podarnir, sem eru rafknúnir, eru 2,7 megavött og að framan eru þrjár Bose skrúfur sem eru um 2,5 metrar í þvermál og 2.000 kílóvött hver. Til samanburðar er aðalvél- in í Baldri 2.000 kílóvött. Um 800 manns eru í áhöfn og skipið tekur um 1.800 farþega. „Við sigldum út frá Tampa í Florída. Sigldum til Bahamas og Covo Kay, Nassau, til Mexíkó. Mjög áhugavert. Fyrsta mánuðinn var þarna fólk á aldrinum 55 til 70 og síðan hinn mánuðinn var spr- ing break og þá kom háskólafólkið líka sem var að skemmta sér. Þriðja mánuðinn þveruðum við Altants- hafið og fórum með skipið í slipp í Cadiz á Spáni, enginn farþegi um borð. Við fengum mjög gott veð- ur á okkur yfir Atlantshafið. Maxið er 24 hnútar, þannig að þetta svífur áfram. Miðað við hvað hún er löng, þá er hún tiltölulega mjó og nær upp miklum hraða.“ Tékklistar og töflufundir Einar fór út sem annar stýrimað- ur. Það kostaði mikla þolinmæði og útsjónarsemi að komast að og hann segir að þeir sem hjálpuðu hon- um við það viti alveg hverjir þeir eru. Hann komst fljótlega að því að umhverfið var aðeins öðruvísi en það sem hann átti að venjast. „Þetta var allt mjög stórt og það er allt annað umhverfi þarna en hér heima. Það er ekkert þarna sem heitir undanþága eða neitt þannig. Það er bara unnið í tékk- listum, til dæmis. Sem annar stýri- maður varstu á tólf tíma vöktum, annað hvort frá miðnætti til hádeg- is eða hádegi til miðnættis. Það var alltaf farið um morguninn, þannig að annar stýrimaður á vakt fór yfir brúna með tékklistann að vopni. Þá klárarðu bara tékklistann, ekkert kjaftæði. Ef það stendur ekki í tékk- listanum þá þarftu ekki að gera það. Þegar verið er að fara er töflu- fundur sem annar stýrimaður þarf að undribúa. Þá þarftu að taka inn veðurskilyrði, hvort lóðsinn sé kominn um borð, hvort búið sé að hafa samband við höfnina, hvaða olíur við erum með um borð, far- þegafjölda og allt. Þetta er bara töflufundur þar sem allir sem hafa eitthvað verkefni í brottförinni koma saman og farið er yfir hvern- ig við ætlum að gera þetta.“ Efast um allt Einar sigldi með þaulreyndum skipstjóra, Ole Johan, sem var norskur. Hann var 72 ára og hafði starfað í 47 ár hjá félaginu, byrj- aði þar tveimur árum eftir að það var stofnað. „Hann sagði það sjálf- ur að þó svo að menn séu ekki jafn reyndir og hann verði þeir að gagn- rýna það sem hann er að gera, hvort að hann sé ekki örugglega að gera þetta rétt. Ef þú heldur að hann sé að gera mistök, verðurðu að láta hann vita af því. Það er allt saman tekið upp í brúnni og ef eitthvað gerist, ef klesst er á annað skip eða við ströndum eða hvað sem er, og þú sást eitthvað sem þú varst ekki alveg viss um hvort væri rétt eða ekki, þá er reglan sú að ef þú sagðir það ekki þá gerðist það ekki. Það er bara þannig.“ Skipstjórinn tekur ekki skipið endilega alltaf sjálfur frá og sá sem er með skipið í höndunum hverju sinni er það sem kallað er á ensku „with a con“. Sá þarf að fara yfir það hvernig hann ætlar að taka skipið frá, þannig að allir séu upplýstir um hvað er í gangi. Eins og þeir segja þá þarf maður að vera með allt sitt á hreinu, því við erum allir að vinna sama verkefni, allir saman um borð í skipinu, og þú þarft að efast um hvað hinir eru að gera, þó skipstjór- inn sé búinn að vera lengi um borð. „Ég fékk einu sinni að taka skip- ið frá bryggju, frá Costa Maya. Það var mjög áhugavert. Ég hef fengið að taka Herjólf frá bryggju og þetta er margfalt umsvifameira skip, en það kom mér samt á óvart hvað hann lét vel. Þetta var síðasti túr- inn áður en skipstjórinn fór í frí og hann bað mig að taka það frá. Það var gott veður og höfnin er opin, kemur eins og L og svo opið haf. Þannig að það var ekki erfitt. Hann tekur rosalegan vind á sig, ristir svona um 8,6 metra, en hæsti punkturinn er 52,7 metrar þannig að þetta er helvítis segl. Það var átta hnúta vindur frá landi. Mað- ur byrjar alltaf á því að keyra skip- ið upp að bryggju. Þegar línurn- ar eru farnar stoppar það og mað- ur fann að það var fljótt að fara frá. En það er náttúrulega allt vélarafl í heiminum. Og með þessum asypod búnaði og bose-skrúfunum hefurðu bara svo mikið vald á skipinu. Þeir voru að færa skipið 30 cm fram, 15 cm aftur, allt eftir því hvernig land- gangurinn átti að vera. Þetta er 90 þúsund tonna skip, hvaða rugl er þetta!“ Íslendingurinn Mikil rómantík er yfir siglingum skemmtiferðaskipa í Karabíska haf- inu og auðvelt að ímynda sér slíkt sem áhyggjulast frí í góðu veðri. Því fer þó fjarri með yfirmenn og áhöfn. Vinnuálagið er gríðarlega mikið og úthöldin löng. „Þetta er allt í tékklistum. Aðal- vinnan okkar í gegnum mánuðinn var að fara yfir björgunarbátana og allar eldvarnarhurðir og vatnsheld- ar hurðar og handslökkvitæki í skip- inu. Það er bara meira vesen heldur en það hljómar. Eldvarnarhurðirn- ar eru 850 á 15 dekkjum, þannig að það þarf að skoða hverja einustu og hvert slökkvitæki. Svo gerirðu ráð fyrir því að þú þurfir að stoppa við einhverjar hurð því hún sé biluð, þá þarftu að baksa eitthvað í henni. Það tekur bara heilan mánuð að skoða þetta allt. Eldvarnarhurð má ekki taka lengri tíma en 30 sekúnd- ur til að lokast og ekki styttra en 10 sekúndur. Þú þarft að stilla það allt af. Svo er hún kannski bogin því einher rak sig í hana með kerru. Í lok hvers mánaðar þá var tek- ið fjarstýrð lokun á allar hurðarn- ar í skipinu upp í brú og séð hverj- ar lokast og hverjar ekki. Þá kom Íslendingurinn upp í mér, af hverju að gera eitthvað meira en við þurf- um? Af hverju byrjuðum við ekki á þessu og fórum svo og löbbuðum á þær sem virkuðu ekki? Hvað er í gangi?“ Einar komst líka að því að hann væri meiri Íslendingur en hann vildi viðurkenna. Hann var um hríð í 35° hita og rakinn var 85%. Slíkt átti ekki vel við yfirmanninn frá norðlægu slóðunum. „Ég sagði við strákana þegar það var mánuð- ur eftir og við vorum að taka skipið yfir hafið, að ég gæti ekki beðið eft- ir að komast heim og í súld,“ segir Einar og hlær. „Þetta var gríðarlega gaman og mikil reynsla og auðvitað mikið tækifæri. Það er ekki sjálfgefið að maður fái 19 ára að fara og sigla einhverju svona skipi. Bara þetta traust, að vera settur í þessa yfir- mannsstöðu. En þetta var of langt. Þetta var mikið ævintýri en bara svolítið langt. 14 vikur eru lang- ur tími og launin eru kannski ekki eitthvað til að ræða um miðað við íslenskan klassa. Lægri laun er hér. Ég ætla ekki að fara aftur, en þetta var gott til að tikka í boxið. Það hefur alltaf verið draumurinn að fara á svona skemmtiferðaskip og gera eitthvað sem fáir aðrir höfðu prufað.“ Stefnir norður Einar hefur nú siglt yfir Atlantshaf- ið og má samkvæmt óskráðum regl- um láta húðflúra ankeri á sig. Hann veit þó ekki hvort hann láti verða af því, en maður á aldrei að segja aldrei. Hann hefur ekki endilega markmið um að sigla um heims- höfin sjö, en hann á sér vissulega markmið. „Á þessum núna tveimur og hálf- um árum eftir skólann er ég búinn að sjá hvernig landið liggur á ýms- um stöðum. Ég hef áttað mig á því að fiskur er ekkert rosalega mikið fyrir mig, ég er frekar í hinu. Ég ætla bara að sjá hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Ég er búinn að prófa Gæsluna og sé alveg fyrir mér að fara þangað aftur einhvern tím- ann, ef þeir vilja mig. Fraktin er líka mjög skemmtileg og heillandi. Síðan hefði ég áhuga á að fara og mennta mig hjá Dananum í hern- um þar. Það er þá menntun til sjó- liðsforingja. Ég hef áhuga á að læra dönskuna betur og sjá hvern- ig þeir eru að gera þetta. Þeir eru með gæslu á norðurslóðum og ég er mjög heillaður af íssvæðinu; Græn- landi og þeim slóðum. Það hljóm- ar mjög áhugavert að prófa það. Annars er ég bara til í að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér, ekki vera fastur við eitthvað eitt.“ Sem lítill polli stóð Einar við bryggjuna í Stykkishólmi og dáðist að því hvað Baldur væri stór og einn lítill kall stýrði þessu stóra skipi. Reynslan hefur þó kennt honum að stærð er afstæð. „Þegar ég byrj- aði á Baldri fannst mér hann mjög stór. Svo fór ég á Herjólf, sem er enn stærri. Svo fór ég á Tý sem var aðeins stærri og svo Þór, þá fannst mér ég vera á stóru skipi. Brúarfoss, þá fannst mér heldur betur vera á stóru skipi. Og síðan á Brilliance og þá áttaði ég mig á því að ég hafði bara aldrei verið á stóru skipi. Í raun og veru kallar það bara á mig að sigla. Það er eitthvað við það að vera á flottu skipi.“ kóp Efsta dekkið á Brilliance of the Seas. Í einkennisklæðnaði. Bræla suður af landinu, 45 m/sek. Einar og sjúpi, Sigmar Logi Hinriksson, saman í brúnni á Herjólfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.