Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 13 Verkefnastjóri Kennslu og þróunar Háskólinn á Bifröst leitar að verkefnastjóra í kennslufræðum í fullt starf. Háskólinn á Bifröst leitar að verkefnastjóra í kennslufræðum í fullt starf. Um er að ræða tvíþætt starf, sem felur annars vegar í sér kennslufræðilega aðstoð og þróun gæða háskólanáms í stafrænni miðlun og hinsvegar utanumhald og verkefnastýringu staðlota grunnnáms. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að vinna með góðum hópi í stuðningi við kennara og þróun starfræns náms. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og er leiðandi hér á landi í stafrænni miðlun náms á háskólastigi. Helstu verkefni og ábyrgð: •Námskeiðahald og kennslufræðileg ráðgjöf í samráði við framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu og deildarforseta. •Þróun á kennslufræði starfræns náms og lausna í stafrænni kennslu •Aðstoð við nám- og kennsluskrárvinnu í samvinnu við verkefnastjóra, kennslustjóra og deildarforseta •Kennslumat og úrvinnsla gagna •Umsjón með vinnuhelgum grunnnáms, verkefnastjórnun og gerð stundatöflu •Samskipti við bóksölu vegna pantana á námsbókum Menntunar- og hæfniskröfur: •Framhaldsnám á sviði menntunarfræða eða á öðru sviði sem nýtist í starfi •Reynsla af þróun kennsluhátta er kostur •Góð almenn tölvuþekking og þekking á stafrænum kennsluháttum •Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð •Góð hæfni í stýringu verkefna og skipulagshæfni •Góð Þekking á stafrænum kennsluháttum •Góð samskiptahæfni og hæfni í að vinna með fjölbreyttum hópum •Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli •Kennslureynsla kostur •Þekking á háskólasamfélagi kostur Umsókn: Með umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu sem nýtist í starfi. Starfsstöð verkefnisstjóra í kennslufræðum er á Bifröst með ákveðna viðverudaga í Reykjavík Nánari upplýsingar Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu kennslustjori@bifrost.is sími 433-3000 eða Hulda Dóra Styrmisdóttir mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is. Umsóknir skilist inn á umsóknarvefnum Alfred.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. Júní 2022 bifrost.is bifrost.is Árgangur 1971 frá Akranesi er án efa samheldnasti árgangur fyrr og síðar og hópurinn sem slíkur beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum í heimabæ í gegnum tíðina. Síðast- liðinn laugardag var komið að árgangsmóti, sem haldið er fimmta hvert ár, og var glatt á hjalla að venju. Dagskráin hófst á fjallgöngu á Akrafjall. Auk þess var safnað fyr- ir þyrluferð fyrir skólabræðurn- ar Svenna og Benna Kalla svo þeir gætu hitt mannskapinn á toppi fjallsins, en þeir eiga aðeins erfið- ara með gang en aðrir. Sem og reyndar einnig bæjarstjórinn Sæv- ar Freyr en samkvæmt læknisráði fer hann ekki í fjallgöngur. Eftir hádegið voru svo Langisandur sótt- ur heim og farið í Guðlaugu og í kjölfarið í skoðunarferð um bæinn. Venju samkvæmt var svo hátíðar- dagskrá um kvöldið þar sem félags- heimilið Miðgarður var miðpunkt- urinn en þar var borðað, skemmti- atriði flutt og dansað fram á rauða nótt með DJ Óla Palla eins og í félagsmiðstöðinni Arnardal forðum daga. „Alveg hreint frábærlega vel heppnað mót í alla staði og gam- an að fá að vera með þessum snill- ingum,“ skrifaði Pétur Magnússon sem tók meðfylgjandi myndir sem hann góðfúslega leyfði Skessuhorni að birta. mm/ Ljósm. pm. Hópurinn fór í kirkjugarðinn og minntist jafnaldra þeirra, Guðráðs Sigurðssonar, sem lést fyrr á þessu ári. Tóku þyrluflug og göngu á topp Akrafjalls Hópurinn á toppi Akrafjalls. Guðmundur flugstjóri í þyrlu- fluginu, Benni, Svenni og Sævar Freyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.