Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.06.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202216 Bjarni Þór Bjarnason listamaður og Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir eig- inkona hans voru í síðustu viku að ferðbúast; pakka málverkum, trön- um og viðlegubúnaði í sendibíl sinn og aka út í sumarið í óvissu- ferð. Hófu þau farandsýninguna Rokk á flakki á Hótel Vogi á Fells- strönd í Dölum á föstudaginn. All- ir eru velkomnir á sýningu Bjarna, en verkin verða ekki til sölu. Þau hugðust staldra við í nokkra daga á Vogi, en halda síðan áfram för um landið. Nánara sýningarplan liggur ekki fyrir, enda er sýningin í senn frí þeirra hjóna og valdir staðir með tilliti til veðurs. „Við ætlum að flakka um landið, stilla verkunum upp á trönur, dvelja á hverjum stað í nokkra daga, en pakka síðan öllu saman og aka á næsta stað,“ segir Ásta Salbjörg í samtali við Skessu- horn. Þema á sýningunni eru rokk- stjörnur liðinna tíma, heimsþekkt- ar persónur. mm Kylfingurinn Lárus Hjaltested sló draumahöggið í síðustu viku á Garðavelli á Akranesi. Lárus fór holu í höggi á áttundu braut vallar- ins og komst þar með í einn eftir- sóttasta klúbb landsins, Einherja- klúbbinn. Til að gerast meðlimur í Einherjaklúbbnum þurfa kylfingar að ná því að fara holu í höggi eða ná hinu svokallaða draumahöggi. Reglurnar um hvað telst gilt draumahögg (hola í höggi) á Íslandi fylgja lögum Einherjaklúbbsins og þar má nefna að leika þarf minnst níu holur og vera með minnst einn meðspilara (vitni). Völlurinn verð- ur að hafa viðurkenningu frá Golf- sambandinu og þarf minnst að vera fjögur þúsund metra langur miðað við 18 holur. vaks Guðrún Birna Haraldsdóttir í Borgarnesi vann í liðinni viku síð- ustu vinnuviku við gangbrautar- gæslu á aðalgötu bæjarins. Þar hef- ur hún gætt öryggis skólabarna og almennings í morgunumferðinni í aldarfjórðung og hefur gert það af einstakri hlýju og alúð. Á fimmtu- dagsmorguninn brá henni í brún þegar hún mætti að venju snemma til vinnu og sá að stór hópur fólks var þar saman kominn. Voru þar skjólstæðingar hennar ýmsir gegn- um tíðina, mættir til að heiðra hana og þakka fyrir sig. Flosi Sigurðs- son, staðgengill sveitarstjóra, flutti ávarp og færði Guðrúnu blómvönd og Sigursteinn Sigurðsson færði henni góðar gjafir frá samfélaginu sem þakklætisvott fyrir hennar verðmæta starf. Alkunna er hve miklu máli mót- tökur Guðrúnar hafa skipt börn á leið í skólann. Heilsar hún þeim með virktum um leið og hún stoppar umferðina fyrir þau svo þau komist heilu og höldnu inn í skóladaginn. Ekki síst hefur þetta verið dýrmætt ungum sálum á dimmum vetrarmorgnum. Kona sem vel þekkir til starfa Guðrúnar komst svo að orði: „Gull af mann- veru hún Guðrún Birna.“ Sam- kvæmt mætingunni á fimmtu- daginn eru margir sammála þessu. Skessuhorn var á staðnum og fang- aði augnablikið. gj/ Ljósm. glh Einleikurinn Síldarstúlk- ur var sýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi um hvítasunnuhelgina eftir að hafa verið í sýningu á Siglufirði á vikunum áður. Það er Halldóra Guðjónsdóttir sem leikur í verk- inu og er einnig höfundur þess ásamt Andreu Elínu Vilhjálms- dóttur sem leikstýrir. Að sögn Hall- dóru var sérlega spennandi að fá að sýna einleikinn Í Landnámssetrinu því fyrsti neistinn að hugmyndinni hafi komið við að sjá sýningar þar, en hún var sýningarstjóri á Mr. Skallagrímsssyni og Brák á sínum tíma. Þess má geta að Halldóra er ættuð úr Reykholtsdal og á einnig ættir að rekja til Borgarness. Í kynningu á einleiknum kemur fram að hann fjalli um minningar kvenna af síldarævintýrinu á Siglu- firði. Halldóra segir þetta vera sög- ur frá fólki sem upplifði síldarævin- týrið og við ritun verksins hafi þær hlýtt á upptökur af viðtölum sem Síldarminjasafnið tók á sínum tíma. Um tónlist sá harmonikkuleikar- inn Margrét Arnardóttir sem leikur á þrjár harmonikkur í sýningunni, þar af eina sem leikið var á á síldar- árunum á Siglufirði á sínum tíma. gj Hátíðin Varmalandsdagar var haldin í annað sinn síðustu helgi að Varmalandi í Borgarfirði. Hátíð- in bar undirtitilinn List og lyst sem vitnar í handgerða list og matarlyst. Finna mátti alls kyns listvarning á hátíðinni ásamt heitum mat og kökuhlaðborði. Hátíðinni var dreift um allt Varmaland en hægt var að sjá myndlistasýningu listakonunnar Louise Harris á Hótel Varmalandi en þar voru grillaðir hamborgarar í boði útivið og tilboð á matseðli. Einnig var kveikt á grilli í skóginum og Kvenfélag Hvítársíðu bauð upp á kökuhlaðborð í Þinghamri. Hægt var að hitta listafólk sem sýndi og seldi list sína og mátti sjá málverk, útskurð, prjónavarning og margt fleira. Skoða mátti gamlar dráttar- vélar og vélhjólaklúbburinn Raftar sýndu hjól sín. Heppnaðist hátíðin vel og var hún vel sótt. Endað var á kjötsúpukvöldi þar sem Karlakór- inn Heiðbjört úr Staðarsveit flutti nokkur lög. sþ Fyrsti viðkomustaður var Hótel Vogur á Fellsströnd. Hér eru listamaðurinn og hótelstjórinn. Farandsýningin Rokk á flakki Halldóra Guðjónsdóttir í hlutverki sínu. Ljósm. aðsend. Síldarstúlkurnar komu í Borgarnes Karlakórinn Heiðbjört söng á meðan gestir gæddu sér á kjötsúpu. Varmalandsdagar haldnir í annað sinn Sjá mátti listaverk verða til úr tré. Alls kyns list prýddi rými Þinghamars. Lárus hæstánægður eftir draumahöggið. Ljósm. af FB síðu Leynis. Fór holu í höggi á Garðavelli Hefur gætt öryggis barna í aldarfjórðung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.