Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 16

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 202216 Bjarni Þór Bjarnason listamaður og Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir eig- inkona hans voru í síðustu viku að ferðbúast; pakka málverkum, trön- um og viðlegubúnaði í sendibíl sinn og aka út í sumarið í óvissu- ferð. Hófu þau farandsýninguna Rokk á flakki á Hótel Vogi á Fells- strönd í Dölum á föstudaginn. All- ir eru velkomnir á sýningu Bjarna, en verkin verða ekki til sölu. Þau hugðust staldra við í nokkra daga á Vogi, en halda síðan áfram för um landið. Nánara sýningarplan liggur ekki fyrir, enda er sýningin í senn frí þeirra hjóna og valdir staðir með tilliti til veðurs. „Við ætlum að flakka um landið, stilla verkunum upp á trönur, dvelja á hverjum stað í nokkra daga, en pakka síðan öllu saman og aka á næsta stað,“ segir Ásta Salbjörg í samtali við Skessu- horn. Þema á sýningunni eru rokk- stjörnur liðinna tíma, heimsþekkt- ar persónur. mm Kylfingurinn Lárus Hjaltested sló draumahöggið í síðustu viku á Garðavelli á Akranesi. Lárus fór holu í höggi á áttundu braut vallar- ins og komst þar með í einn eftir- sóttasta klúbb landsins, Einherja- klúbbinn. Til að gerast meðlimur í Einherjaklúbbnum þurfa kylfingar að ná því að fara holu í höggi eða ná hinu svokallaða draumahöggi. Reglurnar um hvað telst gilt draumahögg (hola í höggi) á Íslandi fylgja lögum Einherjaklúbbsins og þar má nefna að leika þarf minnst níu holur og vera með minnst einn meðspilara (vitni). Völlurinn verð- ur að hafa viðurkenningu frá Golf- sambandinu og þarf minnst að vera fjögur þúsund metra langur miðað við 18 holur. vaks Guðrún Birna Haraldsdóttir í Borgarnesi vann í liðinni viku síð- ustu vinnuviku við gangbrautar- gæslu á aðalgötu bæjarins. Þar hef- ur hún gætt öryggis skólabarna og almennings í morgunumferðinni í aldarfjórðung og hefur gert það af einstakri hlýju og alúð. Á fimmtu- dagsmorguninn brá henni í brún þegar hún mætti að venju snemma til vinnu og sá að stór hópur fólks var þar saman kominn. Voru þar skjólstæðingar hennar ýmsir gegn- um tíðina, mættir til að heiðra hana og þakka fyrir sig. Flosi Sigurðs- son, staðgengill sveitarstjóra, flutti ávarp og færði Guðrúnu blómvönd og Sigursteinn Sigurðsson færði henni góðar gjafir frá samfélaginu sem þakklætisvott fyrir hennar verðmæta starf. Alkunna er hve miklu máli mót- tökur Guðrúnar hafa skipt börn á leið í skólann. Heilsar hún þeim með virktum um leið og hún stoppar umferðina fyrir þau svo þau komist heilu og höldnu inn í skóladaginn. Ekki síst hefur þetta verið dýrmætt ungum sálum á dimmum vetrarmorgnum. Kona sem vel þekkir til starfa Guðrúnar komst svo að orði: „Gull af mann- veru hún Guðrún Birna.“ Sam- kvæmt mætingunni á fimmtu- daginn eru margir sammála þessu. Skessuhorn var á staðnum og fang- aði augnablikið. gj/ Ljósm. glh Einleikurinn Síldarstúlk- ur var sýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi um hvítasunnuhelgina eftir að hafa verið í sýningu á Siglufirði á vikunum áður. Það er Halldóra Guðjónsdóttir sem leikur í verk- inu og er einnig höfundur þess ásamt Andreu Elínu Vilhjálms- dóttur sem leikstýrir. Að sögn Hall- dóru var sérlega spennandi að fá að sýna einleikinn Í Landnámssetrinu því fyrsti neistinn að hugmyndinni hafi komið við að sjá sýningar þar, en hún var sýningarstjóri á Mr. Skallagrímsssyni og Brák á sínum tíma. Þess má geta að Halldóra er ættuð úr Reykholtsdal og á einnig ættir að rekja til Borgarness. Í kynningu á einleiknum kemur fram að hann fjalli um minningar kvenna af síldarævintýrinu á Siglu- firði. Halldóra segir þetta vera sög- ur frá fólki sem upplifði síldarævin- týrið og við ritun verksins hafi þær hlýtt á upptökur af viðtölum sem Síldarminjasafnið tók á sínum tíma. Um tónlist sá harmonikkuleikar- inn Margrét Arnardóttir sem leikur á þrjár harmonikkur í sýningunni, þar af eina sem leikið var á á síldar- árunum á Siglufirði á sínum tíma. gj Hátíðin Varmalandsdagar var haldin í annað sinn síðustu helgi að Varmalandi í Borgarfirði. Hátíð- in bar undirtitilinn List og lyst sem vitnar í handgerða list og matarlyst. Finna mátti alls kyns listvarning á hátíðinni ásamt heitum mat og kökuhlaðborði. Hátíðinni var dreift um allt Varmaland en hægt var að sjá myndlistasýningu listakonunnar Louise Harris á Hótel Varmalandi en þar voru grillaðir hamborgarar í boði útivið og tilboð á matseðli. Einnig var kveikt á grilli í skóginum og Kvenfélag Hvítársíðu bauð upp á kökuhlaðborð í Þinghamri. Hægt var að hitta listafólk sem sýndi og seldi list sína og mátti sjá málverk, útskurð, prjónavarning og margt fleira. Skoða mátti gamlar dráttar- vélar og vélhjólaklúbburinn Raftar sýndu hjól sín. Heppnaðist hátíðin vel og var hún vel sótt. Endað var á kjötsúpukvöldi þar sem Karlakór- inn Heiðbjört úr Staðarsveit flutti nokkur lög. sþ Fyrsti viðkomustaður var Hótel Vogur á Fellsströnd. Hér eru listamaðurinn og hótelstjórinn. Farandsýningin Rokk á flakki Halldóra Guðjónsdóttir í hlutverki sínu. Ljósm. aðsend. Síldarstúlkurnar komu í Borgarnes Karlakórinn Heiðbjört söng á meðan gestir gæddu sér á kjötsúpu. Varmalandsdagar haldnir í annað sinn Sjá mátti listaverk verða til úr tré. Alls kyns list prýddi rými Þinghamars. Lárus hæstánægður eftir draumahöggið. Ljósm. af FB síðu Leynis. Fór holu í höggi á Garðavelli Hefur gætt öryggis barna í aldarfjórðung

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.