Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 47

Skessuhorn - 08.06.2022, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 47 Dagur í lífi... Nafn: Eyþór Garðarsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Elínrós M Jónsdóttur. S t a r f s h e i t i / f y r i r t æ k i : Hafnarvörður í Grundar- fjarðarhöfn. Áhugamál: Að horfa á fótbolta (Liverpool) og svo veiðar. Dagurinn: Mánudagur 6. júní, annar í Hvítasunnu. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vaknaði klukkan 05:30 og tann- burstaði mig. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 06:30 og fór á bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Alltaf með verki. Hvað varstu að gera klukkan 10? Vigta úr Áskel ÞH og Verði ÞH. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði þrjár brauðsneiðar. Hvað varstu að gera klukkan 14? Vigta úr Björt SH. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti klukkan 21:00 og stimplaði mig út. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór að sofa vitandi það að ég þarf að vakna klukkan 6 næsta morgun. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Fór ekki í mat, var að vigta úr Viðey RE. Hvernig var kvöldið? Vinna. Hvenær fórstu að sofa? Klukk- an 21:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fékk mér að borða og kyssti kon- una góða nótt. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Ágætis veður í Grundar- firði. Eitthvað að lokum? Að vera hafnarstarfsmaður í Grundarfirði er gefandi og skemmtilegt starf, þú kynnist og hefur samband við mik- ið af góðu fólki. Hafnarvarðar í Grundarfjarðarhöfn Jóhanna Gísladóttir hóf störf sem umhverfisstjóri við Landbúnaðar- háskóla Íslands í vor. Hún hef- ur nýlokið sameiginlegu dokt- orsprófi í umhverfis- og auðlinda- fræði frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og landfræði frá Stokkhólmsháskóla. Jóhanna sinnti stundakennslu samhliða námi bæði í umhverfis- og auðlindafræði sem og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða. Áður hef- ur hún stundað meistaranám við University of Bergen í Noregi og grunnnám við HÍ. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á samspili manns og náttúru, en í rannsókn- um sínum hefur hún skoðað reglu- verk í tengslum við nýtingu auð- linda, með áherslu á skógarhögg, jarðveg landbúnaðarlands og fisk- veiði. Í nýju starfi umhverfisstjóra felst innleiðing á nýrri loftlagsstefnu skólans sem er við gildi 2022-2024, en LbhÍ vill vera til fyrirmynd- ar í umhverfisvænum búrekstri, umhverfis- og náttúruverndar- málum og hafa sjálfbæra þró- un að leiðarljósi í rekstri, stjórn- un, starfsemi og uppbyggingu. Þá verður lögð áhersla á að draga markvisst úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá starfseminni til þess að skólinn leggi sitt af mörk- um til þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir við undirritun Parísarsamkomulags- ins. Þá hefur Jóhanna yfirumsjón með umhverfisbókhaldi skólans, umbótaverkefnum í umhverfis- og loftlagsmálum, og umsjón með úti- svæðum á jarðeignum skólans. Þar að auki kemur hún að uppbyggingu á erlendu samstarfi og fjármögnun alþjóðlegra verkefna sem snúa m.a. að landnýtingu og landnotkun, ásamt kennslu, leiðbeinslu nem- enda í rannsóknarverkefnum og birtingu greina. Kemur frá Akranesi Jóhanna er frá Akranesi og finnst forréttindi að vera nú komin með annan fótinn í Borgarfjörðinn. „Ég kann mjög vel við hversu fjölbreytt Gunnhildur Guðbrandsdóttir hef- ur byrjað störf sem deildarfulltrúi á kennslusviði við LbhÍ á Hvann- eyri. Hún er uppalin á Staðarhrauni á Mýrum og er landfræðingur og þróunarfræðingur að mennt. Gunn- hildur er 44 ára gift og þriggja barna móðir og er að flytja til baka í Borgar- nes eftir um það bil 13 ár í Svíþjóð og þar áður tíu ár í Reykjavík. „Í Svíþjóð vann ég sem verk- efnastjóri móðurmálsstofunnar í sveitarfélaginu Täby í Stokkhólmi ásamt því sem ég tók að mér að kenna íslensku sem móðurmál fyrir grunn- skólabörn í nokkur ár,“ segir hún. Gunnhildur hefur mikinn áhuga á jafnréttismálum, náttúrunni og sam- veru með fjölskyldu og vinum. Starf hennar við LbhÍ felur í sér umsjón með framhaldsnáminu við skólann. Hún verður tengilið- ur milli nemenda annars vegar og kennara og skólans hins vegar ásamt umsjón með skipulagi og utanumhaldi námsins. Nemend- um í framhaldsnámi hefur fjölg- að mikið undanfarin ár og því mikilvægt að bæta við starfskrafti í teymi kennsluskrifstofu til að halda áfram að veita öllum góða og skjóta þjónustu. „Ég er bara rosa ánægð með að vera komin aftur á æskuslóðir og að veita börnunum mínum tækifæri á að alast upp við sama frelsi og ég gerði og í þessari náttúrufegurð sem hér er,“ segir Gunnhildur. mm/lbhí Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar hefst á hugvekju sr Ósk- ars Inga Ingasonar og ávarp er frá Svan- dísi Svavars dóttur ráðherra sjávarút- vegsmála. Sigurð- ur Bogi Sævars- son blaðamað- ur ræðir við Guð- mund Smára Guð- mundsson og Rósu dóttur hans hjá G.Run í Grundar- firði. Einnig skrapp Sigurður nýlega til bæjarins Vogs á Suðurey í Færeyjum og ræddi við Sjúrd Vestergaard en hann var í Ólafsvík á árum áður ásamt mörg- um öðrum frá Suðurey. Reynir Georgsson skipstjóri á Má SH 127 segir frá því er skip- inu var meinað að koma í höfn í Noregi til að taka úr skrúfu skips- ins. Þetta varð að milliríkjamáli milli Íslands og Noregs á sínum tíma en þetta var árið 1995. Þá er grein um 70 ára sögu Sjómanna- dagsráðs Ólafsvíkur ásamt mynd- um sem með fylgja. Viðtöl eru við þrjá sjómenn; togarasjómanninn Guðmund Guðmundsson sem býr á Spáni og er á Sólborgu RE 27 í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og svo þá Ólaf Barða Guðmundsson og Guðjón Guðmundsson sem eru fyrrum sjómenn hér í Ólafsvík og þeir hafa frá mörgu áhugaverðu að segja. Skemmtileg grein er eftir Skúla Möll- er sem var kennari við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík sem margir fyrrverandi skipstjórar kann- ast við. Kristinn Jón Friðþjófsson skrifar um fimmtíu ára sögu Hamars SH 224 í Rifi en skipið hefur verið í eigu hans og fjölskyldu þessi ár. Þá er viðtöl við tvo unga skip- stjóra þá Orra Freyr Magnússon í Ólafsvík og Runólf Jóhann Krist- jánsson í Grundarfirði. Sagt er frá stórslysi á sjómanni sem var í bát við bryggju í Ólafsvíkurhöfn í september 1960. Grein er eft- ir Guðbrand Þorkel Guðbrands- son en hann skrifar um húsin sem eru við Ennisbraut í Ólafsvík. Þar kemur margt áhugavert fram en safnað var ýmsum heimildum þá sem bjuggu þar í fyrstu og byggðu húsin. Skemmtilegar vísur koma frá Guðjóni Jóhannessyni bónda í Syðri-Knarrartungu sem gaman er að lesa. Fleiri greinar og myndir eru í blaðinu sem koma fyrir augu lesenda.Blaðið er brotið um í Stein- prenti í Ólafsvík og það er 88 síður. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhanns- son. -fréttatilkynning Gunnhildur Guðbrandsdóttir. Ljósm. LbhÍ. Komin aftur á heimaslóðir og hefur umsjón með framhaldsnámi Jóhanna Gísladóttir. Ljósm. Kristinn Ingvarsson. Jóhanna tekin við starfi umhverfisstjóra LbhÍ Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar á leið úr prentun starf þetta er, en síðan ég hóf störf hef ég sinnt verkefnum allt frá því að hafa umsjón með erlendu sam- starfsverkefni fyrir hönd Land- búnaðarháskólans yfir í að skila inn grænu bókhaldi til Umhverfis- stofnunar, slá gras á Hvanneyri á litlum traktor og mæla matarsó- un eftir hádegismat í mötuneytinu. Hér liggja gríðarleg tækifæri varð- andi rannsóknir, miðlun þekkingar og kennslu, ekki síst vegna þeirrar sérstöðu sem skólinn hefur. Innan skólans starfar yndislegt og lausna- miðað fólk sem brennur fyrir sínum störfum sem ég hlakka til að takast á við komandi verkefni sem hluti af þessu frábæra teymi starfsmanna,“ segir Jóhanna. mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.