Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Króatía, Bosnía / Herzegovenia, Serbía, Svartfjallaland Glæsileg menning, mikil saga, stórkostleg, náttúrufegurð og bros- andi heimamenn. Við förum aftur í tíma og rúmi, sjáum gömul þorp, kirkjur, klaustur, og söfn svo eitthvað sé nefnt. Við förum upp í Mokra Gora fjöllinn, siglum um Drina gilið og skoðum töfrandi umhverfið. Þá verða á vegi okkar glæsilegar menningarborgir eins Sarajevo og höfuðborg Svartfjalla- lands sem rekja má til ársins 1326, svo og miðaldabæinn Herceg Novi í Króatíu sem stað- settur er á einstökum stað við Adríahafið, sjón er sögu ríkar. Þá munum við kynnast miðalda- borginni Riga frá 12. öld, sem ekki á sinn líka, menningarborg Evrópu 2014. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Balkanskaginn og miðaldaborgin Riga 14.-26. september 2022 INNIFALIÐ • Flug með sköttum og tösku • Hótel með morgunmat 4 og 5 stjörnu • Fullt fæði á Balkanskaganum • Íslenskur fararstjóri • Innlendur enskumælandi fararstjóri (local) • Allar skoðunarferður skv. ferðaplani • Aðgangur þar sem við á skv. lýsingu • Allur flutningur skv. ferða- plani , rúta, bátur og lest VERÐ 418.700 kr. á mann í 2ja manna herbergi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gagnvirk hraðahindrun sem Vega- gerðin setti upp á þjóðveginum í gegnum Ólafsvík hefur virkað vel, að mati verkfræðings hjá Vegagerðinni og bæjarstjórans í Snæfellsbæ. Mjög hefur dregið úr hraða öku- tækja sem fara um kaflann en hann er við grunnskólann í Ólafsvík og flestir halda sig vel innan marka um hámarkshraða. Verið er að huga að því að koma slíkum búnaði víðar upp. Búnaðurinn er sænskur og hefur verið í notkun þar í tólf ár og hefur jafnframt verið komið fyrir víðs veg- ar um heiminn. Skynjari á háum staur mælir hraða ökutækja og virkjar hraða- hindrunina ef ekið er of hratt. Við það fellur hleri sem búið er að koma fyrir í yfirborði vegarins niður um nokkra sentímetra svo högg kemur á hjól bílsins. Gagnvirk hraða- hindrun hefur þann kost umfram hefðbundnari hraðahindranir með upphækkun að ökumenn þurfa ekki að hægja á bílum sínum áður en far- ið er yfir hindrunina og því hægt að stuðla að jöfnum hraða, að sjálf- sögðu innan leyfilegra marka. Hraðahindrunin í Ólafsvík var sett upp síðastliðið sumar og var virkjuð í haust. Eru hindranir á báð- um akreinum á Ennisbraut við grunnskólann í Ólafsvík en Ennis- braut er þjóðvegurinn í gegnum Ólafsvík og til Rifs og Hellissands, „Búnaðurinn hefur skilað góðum árangri, við erum mjög ánægð með hann. Hann hefur einnig þann kost að hann safnar upplýsingum um um- ferð og umferðarhraða,“ segir Krist- ín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, sem unnið hefur að tilraunaverkefninu. Mælingarnar sýna að aðeins 6% ökutækja aka svo hratt að platan fellur. Það þýðir að 94% allra öku- manna sem fara þarna um aka á lög- legum hraða. Þá sýna þær að með- alhraðinn við hraðahindrunina er 37-39 km á klukkustund hjá þeim sem aka í vesturátt, út úr bænum, og 41-45 hjá þeim sem aka í austurhátt en þar liggur leiðin niður brekku. Hámarkshraðinn er 50 km á klukku- stund. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er sömu skoðunar, seg- ir að hraðahindrunin hafi virkað vel. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi viljað ná niður hraðanum á þjóðveg- inum við grunnskólann, ekki síst vegna öryggis barnanna. Hann segir að búnaðurinn sé áberandi og hafi ákveðinn fælingarmátt. Spurður hvort menn finni fyrir höggi á hjólin þegar þeir aka of hratt tekur Krist- inn fram að hann hafi ekki reynt það á sjálfum sér, þeir sem aki á lögleg- um hraða finni ekki fyrir hindr- uninni. Kristín kannast ekki við að skemmdir hafi orðið á ökutækjum vegna hraðahindrunarinnar og fyrir- tækið sem framleitt hefur þennan búnað frá árinu 2010 hafi engar slík- ar tilkynningar fengið. Til athugunar að setja búnaðinn upp víðar Hraðahindrun af þessu tagi er dýr og ekki við því að búast að hún komi í stað hefðbundinna hraðahindrana. Búnaðurinn í Ólafsvík kostaði um 16 milljónir króna með uppsetningu og öllu en Kristín telur að áætla megi að framvegis muni kostnaðurinn á hverjum stað verða um 12 milljónir. Búnaðurinn í Ólafsvík var tekinn á leigu í eitt ár og nú er búið að ákveða að kaupa hann. Verið er að huga að framhaldinu. Kristín telur ekki ólík- legt að slíkur búnaður verði settur víðar upp. Nefnir sem dæmi að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi fylgst með tilrauninni í Ólafsvík. Morgunblaðið/Alfons Ennisbraut Gangbraut er við hraðahindrun við grunnskólann í Ólafsvík. Börnin eru öruggari vegna minni hraða. Fæstir finna fyrir hindrun - Gagnvirk hraðahindrun lækkar ökuhraða við skólann Guðni Einarsson Eggert Skúlason Sú bylgja Ómíkron-afbrigðis nýju kórónuveirunnar sem nú stendur yf- ir er enn á mikilli niðurleið hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Þetta gerist þrátt fyrir að engar op- inberar sóttvarnir hafi verið í gildi frá 25. febrúar sl. Daglega greinast nú um 100-200 manns sem skýrist að einhverju leyti af færri teknum sýn- um en áður. „Aðalástæða færri smita nú en áð- ur er líklega sú, að í íslensku sam- félagi hefur náðst víðtækt ónæmi gegn Covid-19 eða svokallað hjarð- ónæmi. Víðtækt ónæmi hefur fyrst og fremst náðst vegna útbreiddra smita í samfélaginu en einnig vegna góðrar þátttöku í bólusetningum. Bólusetning kemur fyrst og fremst í veg fyrir alvarleg veikindi af völdum Covid-19 og hefur útbreidd bólu- setning þannig gert okkur kleift að standast útbreiddan faraldur með lágmarks alvarlegum afleiðingum,“ segir í frétt sóttvarnalæknis. Til þessa hafa um 184.000 manns greinst með Covid-19 hér á landi. Líklega hafa enn fleiri smitast án þess að greinast. Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir mælingum á mót- efnum gegn Covid-19 í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu (ÍE) til að kanna raunverulega útbreiðslu smita. Fyrri kannanir bentu til þess að allt að tvöfalt fleiri hefðu í raun smitast en greindust. Ný rannsókn sóttvarnalæknis og ÍE stendur yfir á höfuðborgarsvæðinu á mótefna- stöðu. Niðurstöður eru væntanlegar á næstu vikum. Þótt staða faraldursins sé nú góð hér á landi ríkir nokkur óvissa um þróun hans á næstu mánuðum. Heilaþoka, mæði og verkir Stefán Yngvason, framkvæmda- stjóri lækninga á Reykjalundi, segir að ekki liggi fyrir staðfestar tölur um fjölda þeirra sem glíma við lang- vinn einkenni eftir Covid-smit, þar á meðal heilaþoku, skort á einbeit- ingu, mæði, skert starfsþrek o.fl. Aðrir finna til verkja eins og t.d. lið- verkja, staðbundinna verkja, höf- uðverks og sársaukastingja. Hann telur að þessi hópur geti verið 10- 15% þeirra sem smitast. Þetta kemur fram í viðtali við Stefán í Dagmálum. Þátturinn í heild er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. Faraldurinn er á mikilli niðurleið - Líklegt að hjarðónæmi hafi náðst - Langvinn einkenni hrjá 10-15% Fjöldi daglegra Covid-19 smita Fimm daga meðaltal frá byrjun janúar Heimild: Embætti landlæknis janúar 2022 febrúar mars apríl 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.