Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúm-
fatnaði og öðru líni fyrir hótel
Króatía, Bosnía / Herzegovenia, Serbía, Svartfjallaland
Glæsileg menning, mikil saga, stórkostleg, náttúrufegurð og bros-
andi heimamenn. Við förum aftur
í tíma og rúmi, sjáum gömul þorp,
kirkjur, klaustur, og söfn svo
eitthvað sé nefnt. Við förum upp í
Mokra Gora fjöllinn, siglum um
Drina gilið og skoðum töfrandi
umhverfið. Þá verða á vegi okkar
glæsilegar menningarborgir eins
Sarajevo og höfuðborg Svartfjalla-
lands sem rekja má til ársins
1326, svo og miðaldabæinn
Herceg Novi í Króatíu sem stað-
settur er á einstökum stað við
Adríahafið, sjón er sögu ríkar.
Þá munum við kynnast miðalda-
borginni Riga frá 12. öld, sem
ekki á sinn líka, menningarborg
Evrópu 2014.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Balkanskaginn og
miðaldaborgin Riga
14.-26. september 2022
INNIFALIÐ
• Flug með sköttum og tösku
• Hótel með morgunmat 4 og
5 stjörnu
• Fullt fæði á Balkanskaganum
• Íslenskur fararstjóri
• Innlendur enskumælandi
fararstjóri (local)
• Allar skoðunarferður skv.
ferðaplani
• Aðgangur þar sem við á skv.
lýsingu
• Allur flutningur skv. ferða-
plani , rúta, bátur og lest
VERÐ 418.700 kr.
á mann í 2ja manna herbergi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gagnvirk hraðahindrun sem Vega-
gerðin setti upp á þjóðveginum í
gegnum Ólafsvík hefur virkað vel, að
mati verkfræðings hjá Vegagerðinni
og bæjarstjórans í Snæfellsbæ.
Mjög hefur dregið úr hraða öku-
tækja sem fara um kaflann en hann
er við grunnskólann í Ólafsvík og
flestir halda sig vel innan marka um
hámarkshraða. Verið er að huga að
því að koma slíkum búnaði víðar
upp.
Búnaðurinn er sænskur og hefur
verið í notkun þar í tólf ár og hefur
jafnframt verið komið fyrir víðs veg-
ar um heiminn.
Skynjari á háum staur mælir
hraða ökutækja og virkjar hraða-
hindrunina ef ekið er of hratt. Við
það fellur hleri sem búið er að koma
fyrir í yfirborði vegarins niður um
nokkra sentímetra svo högg kemur
á hjól bílsins. Gagnvirk hraða-
hindrun hefur þann kost umfram
hefðbundnari hraðahindranir með
upphækkun að ökumenn þurfa ekki
að hægja á bílum sínum áður en far-
ið er yfir hindrunina og því hægt að
stuðla að jöfnum hraða, að sjálf-
sögðu innan leyfilegra marka.
Hraðahindrunin í Ólafsvík var
sett upp síðastliðið sumar og var
virkjuð í haust. Eru hindranir á báð-
um akreinum á Ennisbraut við
grunnskólann í Ólafsvík en Ennis-
braut er þjóðvegurinn í gegnum
Ólafsvík og til Rifs og Hellissands,
„Búnaðurinn hefur skilað góðum
árangri, við erum mjög ánægð með
hann. Hann hefur einnig þann kost
að hann safnar upplýsingum um um-
ferð og umferðarhraða,“ segir Krist-
ín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá
Vegagerðinni, sem unnið hefur að
tilraunaverkefninu.
Mælingarnar sýna að aðeins 6%
ökutækja aka svo hratt að platan
fellur. Það þýðir að 94% allra öku-
manna sem fara þarna um aka á lög-
legum hraða. Þá sýna þær að með-
alhraðinn við hraðahindrunina er
37-39 km á klukkustund hjá þeim
sem aka í vesturátt, út úr bænum, og
41-45 hjá þeim sem aka í austurhátt
en þar liggur leiðin niður brekku.
Hámarkshraðinn er 50 km á klukku-
stund.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í
Snæfellsbæ, er sömu skoðunar, seg-
ir að hraðahindrunin hafi virkað vel.
Hann segir að bæjaryfirvöld hafi
viljað ná niður hraðanum á þjóðveg-
inum við grunnskólann, ekki síst
vegna öryggis barnanna. Hann segir
að búnaðurinn sé áberandi og hafi
ákveðinn fælingarmátt. Spurður
hvort menn finni fyrir höggi á hjólin
þegar þeir aka of hratt tekur Krist-
inn fram að hann hafi ekki reynt það
á sjálfum sér, þeir sem aki á lögleg-
um hraða finni ekki fyrir hindr-
uninni. Kristín kannast ekki við að
skemmdir hafi orðið á ökutækjum
vegna hraðahindrunarinnar og fyrir-
tækið sem framleitt hefur þennan
búnað frá árinu 2010 hafi engar slík-
ar tilkynningar fengið.
Til athugunar að setja
búnaðinn upp víðar
Hraðahindrun af þessu tagi er dýr
og ekki við því að búast að hún komi
í stað hefðbundinna hraðahindrana.
Búnaðurinn í Ólafsvík kostaði um 16
milljónir króna með uppsetningu og
öllu en Kristín telur að áætla megi
að framvegis muni kostnaðurinn á
hverjum stað verða um 12 milljónir.
Búnaðurinn í Ólafsvík var tekinn á
leigu í eitt ár og nú er búið að ákveða
að kaupa hann. Verið er að huga að
framhaldinu. Kristín telur ekki ólík-
legt að slíkur búnaður verði settur
víðar upp. Nefnir sem dæmi að
starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi
fylgst með tilrauninni í Ólafsvík.
Morgunblaðið/Alfons
Ennisbraut Gangbraut er við hraðahindrun við grunnskólann í Ólafsvík. Börnin eru öruggari vegna minni hraða.
Fæstir finna fyrir hindrun
- Gagnvirk hraðahindrun lækkar ökuhraða við skólann
Guðni Einarsson
Eggert Skúlason
Sú bylgja Ómíkron-afbrigðis nýju
kórónuveirunnar sem nú stendur yf-
ir er enn á mikilli niðurleið hér á
landi, að sögn sóttvarnalæknis.
Þetta gerist þrátt fyrir að engar op-
inberar sóttvarnir hafi verið í gildi
frá 25. febrúar sl. Daglega greinast
nú um 100-200 manns sem skýrist að
einhverju leyti af færri teknum sýn-
um en áður.
„Aðalástæða færri smita nú en áð-
ur er líklega sú, að í íslensku sam-
félagi hefur náðst víðtækt ónæmi
gegn Covid-19 eða svokallað hjarð-
ónæmi. Víðtækt ónæmi hefur fyrst
og fremst náðst vegna útbreiddra
smita í samfélaginu en einnig vegna
góðrar þátttöku í bólusetningum.
Bólusetning kemur fyrst og fremst í
veg fyrir alvarleg veikindi af völdum
Covid-19 og hefur útbreidd bólu-
setning þannig gert okkur kleift að
standast útbreiddan faraldur með
lágmarks alvarlegum afleiðingum,“
segir í frétt sóttvarnalæknis.
Til þessa hafa um 184.000 manns
greinst með Covid-19 hér á landi.
Líklega hafa enn fleiri smitast án
þess að greinast. Sóttvarnalæknir
hefur staðið fyrir mælingum á mót-
efnum gegn Covid-19 í samvinnu við
Íslenska erfðagreiningu (ÍE) til að
kanna raunverulega útbreiðslu
smita. Fyrri kannanir bentu til þess
að allt að tvöfalt fleiri hefðu í raun
smitast en greindust. Ný rannsókn
sóttvarnalæknis og ÍE stendur yfir á
höfuðborgarsvæðinu á mótefna-
stöðu. Niðurstöður eru væntanlegar
á næstu vikum.
Þótt staða faraldursins sé nú góð
hér á landi ríkir nokkur óvissa um
þróun hans á næstu mánuðum.
Heilaþoka, mæði og verkir
Stefán Yngvason, framkvæmda-
stjóri lækninga á Reykjalundi, segir
að ekki liggi fyrir staðfestar tölur
um fjölda þeirra sem glíma við lang-
vinn einkenni eftir Covid-smit, þar á
meðal heilaþoku, skort á einbeit-
ingu, mæði, skert starfsþrek o.fl.
Aðrir finna til verkja eins og t.d. lið-
verkja, staðbundinna verkja, höf-
uðverks og sársaukastingja. Hann
telur að þessi hópur geti verið 10-
15% þeirra sem smitast.
Þetta kemur fram í viðtali við
Stefán í Dagmálum. Þátturinn í
heild er aðgengilegur áskrifendum
Morgunblaðsins á mbl.is.
Faraldurinn er á
mikilli niðurleið
- Líklegt að hjarðónæmi hafi náðst
- Langvinn einkenni hrjá 10-15%
Fjöldi daglegra Covid-19 smita
Fimm daga meðaltal frá byrjun janúar Heimild: Embætti landlæknis
janúar 2022 febrúar mars apríl
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0