Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare Colibri Létt og nett rafskutla sem auðvelt er að taka sundur og setja í bíl RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 8 km/klst Hámarksdægni 16 km Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Verð 269.000 kr. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fátt bendir til þess að skortur á aflaheimildum sé afgerandi skýring þess að grásleppubátar hafa verið staðnir að stórfelldu brottkasti að undanförnu. Aðeins tveir þeirra 13 báta sem um ræðir höfðu hvorki fengið úthlutað aflamark né leigt til sín. Þetta kemur fram í svari Fiski- stofu við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Í drónaeftirliti í mars stunduðu allir sjö bátar sem flogið var yfir brottkast og var um að ræða 30-90% af öllum þorski sem fékkst í grá- sleppunetin og var um að ræða stór- an hrygningarþorsk, en þorskur er óhjákvæmilegur meðafli veiðanna. Í kjölfar umfjöllunar um brottkast grásleppubáta hófst mikil umræða um hvort skortur á aflaheimildum væri skýring brottkastsins. Flogið var á ný yfir tvo báta í síð- ustu viku og voru þeir einnig staðnir að brottkasti. Síðan fjóra báta til við- bótar í gær og var brottkast greint hjá öllum. „Af þessum 13 eru tveir sem hafa hvorki fengið úthlutað afla- mark né leigt til sín, einn sem hefur leigt til sín 30 kíló og einn sem hefur leigt til sín 18 tonn. Þremur hefur verið úthlutað innan við tveggja tonna aflamarki. Aðrir voru með út- hlutaðar aflaheimildir og óveitt frá tæplega fjórum tonnum og upp í yfir 100 tonn, einn af þeim hafði áður en grásleppuveiðar hófust leigt frá sér allt aflamark en leigt aftur til sín fá- ein tonn áður en veiðar hófust,“ seg- ir í svari Fiskistofu. Tíu án nokkurra heimilda Þá hafa alls 10 bátar fengið útgef- ið leyfi til grásleppuveiða á vertíð- inni án þess að hafa heimildir til veiða á þorski. Jafnframt voru 10 með tveggja tonna aflamark eða minna, sem þeir höfðu í flestum til- vikum leigt til sín áður en sótt var um grásleppuleyfi. „Þess ber þó að geta að það er ekki ólöglegt eða óeðlilegt að stunda grásleppuveiðar án þess að hafa aflamark í þorski. Þessir aðilar geta í einhverjum til- vikum landað þorski í VS-afla ásamt því að hafa möguleika á að leigja til sín aflamark eftir á þegar ljóst er hve mikið hefur veiðst,“ áréttar Fiskistofa. Benda má þó á að grásleppunet liggja í sjó um nokkurn tíma og fæst úr netunum þorskur sem telst ekki af miklum gæðum og fæst því lítið fyrir hann, að því er blaðamaður kemst næst. Kostnaður við löndun, veiðigjald og þjónustu fiskmarkaða getur skapað aðstæður þar sem mik- ill fjárhagslegur hvati er til brott- kasts. Brottkast ekki vegna skorts á aflaheimildum - Flestir grásleppubáta sem Fiskistofa greip með nægar heimildir í þorski Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Grásleppuveiðar Fiskistofa hefur staðið fleiri báta að brottkasti. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kynjahlutfall félagsmanna Lög- mannafélags Íslands er áhyggjuefni að mati Sigurðar Arnar Hilmarsson- ar formanns félagsins. Í árskýrslum LMFÍ má finna ýmsar fróðlegar upplýsingar, segir Sigurður Örn í grein sem hann ritar í nýútkomið Lögmannablað. Á hverju ári sé þar gerð grein fyrir „þróun kynjahlutfalls félagsmanna LMFÍ“ en við nánari skoðun sjáist að þróun- in sé nánast engin. Árið 2013 voru konur 30,2% félagsmanna, en átta árum síðar voru þær 31,2% fé- lagsmanna. Nærtækara væri því að kalla stöplaritið „stöðnun kynjahlut- falls félagsmanna LMFÍ“. Hlutfallið sé enn verra ef litið er til sjálfstætt starfandi lögmanna og fulltrúa þeirra. Samkvæmt síðustu ársskýrslu LMFÍ voru konur 27,2% þeirra lögmanna sem eiga eða starfa á lögmannsstof- um. En hvað veld- ur? spyr Sigurður Örn í greininni. „Einhverjir kynnu að halda að kynjaskiptingin héldist í hendur við kynjahlutföll útskriftar- árganga laga- deilda landsins. Svo er ekki. Sam- kvæmt upplýsingum frá öllum lagadeildum landsins voru konur 57,5% brautskráðra á árunum 2012- 2021. Á hverju þessara ára hafa laga- deildirnar brautskráð fleiri konur en karla. Samt breytist kynjahlutfall LMFÍ nánast ekki neitt. Ef kynja- hlutfall LMFÍ yrði yfirfært á út- skriftarárgangana væri eins og 380 konur hefðu ekki útskrifast á þessu tímabili. En það gerðu þær sannar- lega. Þær bara skila sér ekki inn í fé- lagið eða staldra stutt við,“ segir Sig- urður Örn. Hann segir það sameigin- legt verkefni lögmanna að breyta þessu. Í fyrsta lagi mætti kynna betur lögmennsku sem starfsvettvang fyr- ir fjölbreyttari hóp. Í öðru lagi þurfi að gæta þess að konur fái sömu tæki- færi og karlar, hvort heldur er við nýráðningar, þróun í starfi eða fram- gang. Í þriðja lagi þurfi að huga bet- ur að starfsumhverfi lögmanna. Það sé að mörgu leyti gamaldags, bæði hvað varðar vinnutíma og vinnulag. Í fjórða lagi þurfi að huga að brottfalli úr stéttinni og ástæðum þess. Í lok febrúar 2022 voru félagar í Lögmannafélagi Íslands 1.058 tals- ins. Fjöldi lögmanna sem flutt geta mál fyrir héraðsdómstólum er 698 og fjöldi þeirra sem auk þess hafa rétt- indi til málflutnings fyrir Landsrétti er 61. Þá hafa 297 félagsmenn aflað sér réttinda til málflutnings fyrir Hæstarétti. Morgunblaðið/Ómar Mál flutt í Hæstarétti Formaður Lögmannafélags Íslands hefur áhyggjur af lágu hlutfalli kvenna í stétt lögmanna. Segir kynjahlutfall í LMFÍ áhyggjuefni - Konur eru 31,2% félagsmanna í Lögmannafélaginu Sigurður Örn Hilmarsson Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur tekið afgerandi forystu í keppninni um ræðukóng Alþingis nú þegar 152. löggjafarþingið er komið í páskafrí. Björn Leví hefur flutt 401 ræðu og athugasemd/andsvar og talað í 1.173 mínútur frá því þingið var sett 23. nóvember 2021. Það eru nær 20 klukkustundir samtals. Næstir koma Andrés Ingi Jóns- son Pírati með 315 ræður og athuga- semdir og hefur talað í 931 mínútu samtals. Síðan koma Gísli Rafn Ólafsson Pírati (335/891), Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu (320/ 717) og Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins (244/703). Sú þing- kona sem lengst hefur talað er Helga Vala Helgadóttir Samfylk- ingu (242/579). Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sá ráðherra sem lengst hefur talað (207/592). Ræðukóngur þriggja síðustu þinga, Birgir Þórarinsson Sjálfstæð- isflokki, hafði fremur hægt um sig að þessu sinni. Hann hefur flutt 47 ræð- ur/athugasemdir og talað í 172 mín- útur á yfirstandandi þingi. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hafa 105 alþingismenn og varamenn þeirra tekið til máls það sem af er 152. löggjafarþinginu, en þingmenn eru sem kunnugt er 63 talsins. Flutt- ar hafa verið 3.726 þingræður og gerðar 3.494 athugasemdir. Meðal- lengd þingræðu er 3,6 mínútur. Alþingi kemur saman að nýju mánudaginn 25. apríl, að loknu páskahléi. Þingið mun starfa í eina viku en síðan tekur við tveggja vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosning- anna 14. maí. Nefndarstörfum á að ljúka 3. júní. Þinglok eru síðan áformuð föstudaginn 10. júní. sisi@mbl.is Hefur talað í tæpa 20 tíma á Alþingi - Björn Leví stefnir á ræðukóngstitilinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Björn Leví stefnir óðfluga að ræðukóngstitlinum á þessu þingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.