Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 22
var mikil áskorun fólgin í því að hanna og byggja á þessari við- kvæmu lóð, og í raun ekki sjálf- gefið að þar yrði yfirleitt byggt. Verkefnið þurfti því að nálgast af virðingu og auðmýkt og var nálg- unin sú að kallast á tillitssaman hátt á við eldra húsið. Að sama skapi þurfti viðbyggingin einnig að tala við umhverfi sitt og hið stærra samhengi háskólasvæð- isins. Með því að móta landslag lóð- arinnar hafi nýbyggingin ásýnd þriggja hæða byggingar og er neðsta hæðin þannig falin. Þá var farin sú leið að byggja sem minnst fyrir ásýnd á eldra húsið og halda stefnu þess, og hefur sú nálgun, ásamt litavali úr pallettu umhverf- isins, styrkt þá formheild sem skapast hefur milli þessara sögu- frægu bygginga. Þetta á einnig við um hönnun og efnisval innandyra, þar sem viður og litir vísa í eldra hús ásamt sjónsteypu og stáli og mætast þar gamli og nýi tíminn á áreynslulausan en kraftmikinn hátt. Mynda samræmda heild Í áliti Minjastofnunar um tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð Há- skóla Íslands vegna viðbyggingar við Gamla Garð frá 2019 kemur m.a. fram að stofnunin telur að vel hafi tekist til með aðlögun fyrir- hugaðra nýbygginga að yfirbragði og formeinkennum þeirrar sögu- legu byggðar sem fyrir er á há- skólalóðinni næst Hringbraut. Stofnunin leggi áherslu á að áferð og litaval ytra borðs fyrirhugaðra nýbygginga myndi eðlilega teng- ingu við elstu byggingarnar innan reitsins, Þjóðminjasafnið, Gamla Garð og Setberg. Pétur H. Ármannsson arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir í samtali við Morgunblaðið að Andrúm arkitektar hafi haft samráð við Minjastofnun um lita- setningu nýbyggingar þar sem tekið var mið af upphaflegum múr- lit Gamla Garðs og steinaðri áferð nálægra bygginga, Setbergs og Þjóðminjasafnsins. „Að mínu mati tókst með þessu að mynda sam- ræmda heild þar sem gamalt og nýtt kallast á,“ segir Pétur. Ástæða er til að hvetja áhuga- fólk um húsagerðarlist til að skoða nýbygginguna við Gamla Garð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýbygging Hér er horft að Gamla Garði úr suðurátt. Viðbyggingin þurfti að tala við umhverfi sitt og hið stærra samhengi háskólasvæðisins, segja arkitektar hússins í umsögn sinni um verkið. Þar sem gamalt og nýtt kallast á Nýtt og gamalt Nýbyggingin sést hér austan við hinn upprunalega Gamla Garð, sem var byggður árin 1933-34. Innanhúss Viður og litir vísa í eldra hús ásamt sjónsteypu og stáli og mætast þar gamli og nýi tíminn. Mildir litir eru áberandi á göngum nýbyggingar. - Viðbygging við Gamla Garð fylltist á augabragði - Íbúarnir eru mjög ánægðir með aðstöðuna - Nálgunin við verkefnið var sú að kallast á tillitssaman hátt á við eldra húsið, segja arkitektarnir Tenging Húsin eru tengd með gler- byggingu sem snýr að Hringbraut. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viðbygging við elsta stúdentagarð háskólans, Gamla Garð, var vígð í október í fyrra. Viðbyggingin fór strax í útleigu og fylltist eins og skot, segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar stúdenta. Guðrún segir að íbúarnir séu mjög ánægðir með aðstöðuna og hún heyri ekki betur en háskólasamfélagið sé mjög sátt við bygginguna. Um er að ræða tvær byggingar og þar eru 69 einstaklingsherbergi með sérsalerni. Þá eru þar setu- stofur, samkomusalur og sameig- inleg eldhúsaðstaða sem styrkir mjög félagslega þáttinn með því að hvetja til samskipta og minnka lík- ur á því að nemendur einangrist. Var byggður árin 1933-34 Gamli Garður var byggður árin 1933-34 og nýttur sem stúdenta- íbúðir/sumargisting. Hinn þjóð- þekkti arkitekt Sigurður Guð- mundsson teiknaði húsið. Fyrstu stúdentarnir fluttu þangað inn haustið 1934. Það var árið 2016 sem farið var að undirbúa við- byggingu við Gamla Garð. Borgarráð samþykkti síðan í ágúst 2019 deiliskipulag fyrir svæðið byggt á tillögu Andrúms arkitekta. Að sögn arkitektanna 22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.