Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 24
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég fæddist í Reykjavík árið 1959 og
svo flutti ég til Vestmannaeyja þar
sem ég bjó til átta ára aldurs,“ hefur
dr. Ragnheiður Bragadóttir frásögn
sína, prófessor í augnlækningum við
Háskólasjúkrahúsið í Ósló í Noregi,
Ullevål í daglegu tali, og sérfræð-
ingur í sjónhimnuskurðlækningum.
Við erum stödd á skrifstofu Ragn-
heiðar í byggingu númer 36, Ullevål-
sjúkrahúsið er nánast eins og eigið
sveitarfélag mitt í norsku höfuðborg-
inni og ekki fyrir hvern sem er að
rata um fjölda bygginga á lóðinni,
þær elstu frá ofanverðri 19. öld.
Ragnheiður fannst þó að lokum.
Augnlæknirinn hefur búið í
Skandinavíu hálfa ævi sína, hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1979 og innritaðist í lækna-
deild Háskóla Íslands, þegar ákveðin
í að helga starfsferil sinn því sem við
gætum einna best samkvæmt orða-
tiltækinu – sjáaldri augans. „Ég var
eiginlega ákveðin í að verða augn-
læknir áður en ég byrjaði í lækn-
isfræðinni. Mér finnst augað svo fal-
legt og sjónin er svo mikilvæg,“ segir
Ragnheiður og erfitt að mótmæla
þeirri yfirlýsingu enda hefur hún
aukið lífsgæði býsna margra um dag-
ana, sé aðeins litið til skurðaðgerða
hennar skipta þær þúsundum á
löngum ferli.
Sérfræðingur í rafeðlisfræði
„Á þessum tíma var ekki numerus
clausus [fjöldatakmarkanir miðaðar
við ákveðinn fjölda efstu próftaka] í
læknadeildinni en þegar ég byrjaði
voru þar margir sem voru að fara í
annað og þriðja skiptið á fyrsta ár og
rosaleg pressa á okkur, það var
reynt að fella okkur og því haldið
áfram gegnum allt læknanámið,“
segir Ragnheiður og getur ekki var-
ist hlátri. „Við vorum held ég yfir 60
sem útskrifuðumst ’86 og svo tók ég
kandídatsárið á Akureyri,“ heldur
hún áfram og játar að á þessum tíma
hafi hún þó aðeins verið að bíða eftir
að komast á augndeild. Það tókst og
við tóku níu mánuðir á Landakots-
spítala en þá var stutt í Skandinavíu-
för og þaðan hefur Ragnheiður enn
ekki snúið.
„Ég fékk hjálp frá Ingimundi
Gíslasyni, lækni á Landakoti, við að
koma mér út til Svíþjóðar. Ég hafði
áhuga á rannsóknum á sjónhimnunni
og þannig lenti ég í Linköping,“ segir
Ragnheiður sem bjó um árabil í
þessum sænska smábæ en háskóla-
sjúkrahúsið þar var á þessum tíma
mjög framarlega í sjónhimnurann-
sóknum og lauk hún doktorsgráðu í
augnlækningum þaðan árið 1996 sem
sérfræðingur í rafeðlisfræði augans.
Í Linköping komst Ragnheiður í
kynni við Kristinu Narfström, pró-
fessor í dýralækningum, sem að sögn
Ragnheiðar var býsna lunkin við að
finna dýr með sjónhimnusjúkdóma,
bæði hunda og ketti. „Í hundum og
köttum eru mjög margir arfgengir
sjónhimnusjúkdómar sem hún hefur
fundið og við fengumst til að mynda
við sjónhimnuígræðslur á köttum í
Gautaborg. Þeirri sem sá um kettina
fyrir okkur þar þótti hálfóhugnan-
legt að við værum að fara að skera í
augun á köttum en ég sagði henni að
hún gæti verið alveg róleg með það,
ég væri búin að æfa mig svo mikið á
mannfólkinu,“ segir Ragnheiður og
glottir við tönn.
Ýmislegt gagnlegt hafi komið upp
úr þessari vinnu, viss genastökk-
breyting hafi til dæmis uppgötvast í
hundum. „Hundarnir sem við með-
höndluðum voru með stökkbreyt-
ingar í RPE65-geninu. Ástralskir
vísindamenn gerðu vírusvektor með
heilbrigðu RPE65-geni og við kom-
um því fyrir undir sjónhimnu í aug-
um hundanna. Vírusvektorinn smit-
aði frumurnar með fríska geninu og
hundarnir fengu sjón,“ útskýrir
Ragnheiður ferlið og hljómar nánast
sem biblíusögur í eyrum óinnvígðra.
Kveður hún þarna á ferð eitt margra
gena í hverjum stökkbreytingar
valda sjónhimnusjúkdómum sem
leiða til blindu og er reyndar ákveðin
þungamiðja í störfum hennar við
Ullevål.
1.300 sjúklingar á listanum
„Þegar ég kom hingað varð ég
yfirmaður á deild fyrir sjónhimnu-
skurðlækningar og setti á fót rann-
sóknarstofu fyrir elektrófýsíólógíu
[rafeðlisfræði] hérna niðri í kjallara
og hún Sonja, sem við mættum í stig-
anum, er tæknimanneskja þar,“ seg-
ir Ragnheiður af genarannsókn-
unum og blaðamaður man glöggt
eftir téðri Sonju í stiganum, bros-
mildri og huggulegri. Stemningin er
mjög heimilisleg hér á augndeildinni.
„Í elektrófýsíólógíunni getum við
greint á milli þess hvort um arfgenga
sjónhimnusjúkdóma er að ræða eða
sjúkdóma af öðrum orsökum,“ út-
skýrir Ragnheiður.
Hún heldur lista yfir sjúklinga,
sem greindir eru á rannsóknarstof-
unni, og smám saman hafi margar
stökkbreytingar fundist með rann-
sóknum sem teygja sig víða um
heim. Á listanum hafi því fjölgað
jafnt og þétt og hann brátt talið 1.300
manns. Fáeina úr þessum hópi var
ekki hægt að meðhöndla fyrr en téð-
ar rannsóknir á hundunum höfðu
skilað sínu. „Fyrsta genameðferðin á
arfgengum augnsjúkdómi var ein-
mitt á RPE65, að hluta til vegna okk-
ar rannsókna á hundunum. Við höfð-
um þá á skrá nokkra sjúklinga sem
ég meðhöndlaði fyrir tæpu ári. Loks-
ins eftir 20 ár!“ segir Ragnheiður
sigri hrósandi og játar að draumur
hennar hafi einmitt verið að hefja
meðhöndlun þessara sjúklinga áður
en sól eftirlaunaáranna risi yfir hana.
Samstarf þeirra Narfström, sem
hófst í Linköping á sínum tíma, teyg-
ir sig yfir áratugi og raunar langt út
fyrir Skandinavíu og Evrópu. „Hún
fékk prófessorsstöðu í Missouri, var
„headhunt-uð“ [ráðin gegnum
stjórnenda-/sérfræðingaleit] til
Bandaríkjanna og samstarf okkar
hélt áfram eftir það. Hún fékk þar
mjög góða aðstöðu til sinna rann-
sókna, ég var þar mörgum sinnum og
við gerðum augnaðgerðir saman,“
segir Ragnheiður en í vefútgáfu
þessa viðtals má sjá mynd af þeim
Narfström framkvæma augnaðgerð
á hundi í Missouri í byrjun ald-
arinnar.
Blindur ef við gerum ekkert
Sjúklingar koma inn á skurðar-
borð Ragnheiðar af ýmsum ástæð-
um, svo sem þegar um sjónhimnulos
er að ræða, sem er bráðaaðgerð, og
sjóntap af völdum sykursýki en sá
sjúkdómur getur valdið blindu sé
hann það langt genginn að leysi-
geislameðferð dugi ekki til.
„Tækninni hefur fleygt mikið fram
síðustu árin, fyrir tuttugu árum
sögðum við við sykursjúka, sem voru
komnir á þetta stig, „ef við gerum
ekki neitt missirðu sjónina, ef við
skerum þig þá sérðu annaðhvort á
morgun eða þú verður blindur“, en
núna er þetta allt öðruvísi, miklu
betri áhöld, meiri kunnátta og svo
tæknin við að sjá inn í augað,“ út-
skýrir Ragnheiður og segir frá smá-
sjártækni sem gerir læknum kleift
að skoða augað að innan. „Þú færð að
sjá það í aðgerðinni núna á eftir,“
segir læknirinn glaðhlakkalega og
blaðamanni rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds.
Meðal þess sem Ragnheiður nefn-
ir af tækniframförum síðustu ára eru
mun smærri áhöld til augnaðgerða.
„Nú gerir maður bara pínulítil göt í
gegnum augnvegginn, áður fyrr
þurfti að gera stór op til að komast
að með stærri verkfæri inn í augað.
Núna erum við líka með miklu betri
smásjár og linsur og horfum á að-
gerðina á þrívíddarskjá, ég held það
séu bara 500 sjúkrahús í öllum heim-
inum með svoleiðis, eitt sjúkrahús í
viðbót við okkur hér í Noregi og ég
veit að til stendur að kaupa slíka
skjái í Stokkhólmi og Kaupmanna-
höfn.“
Akrýllinsur og glerhlaupslos
Augnskurðaðgerðir Ragnheiðar
taka yfirleitt um klukkustund og
sjúklingur almennt útskrifaður heim
samdægurs með heimsókn í eftirlit
daginn eftir. Ótrúlegt? Kannski ekki
árið 2022. Aðrar frásagnir af hinum
fínþráðóttari vefjum augn-
skurðlækninga hljóma jafnvel enn
ævintýralegar. „Í sumum aðgerðum
notar maður gas inn í augað og síli-
konolíur til að loka sárinu, maður
getur ekki saumað sjónhimnuna. „Sú
sem ég ætla að óperera á eftir,“ segir
Ragnheiður, í þessu viðtali er norsk-
um og sænskum læknisfræði-
hugtökum mikið slett eftir langa bú-
setu og allt í lagi að leyfa þeim að
vera með sums staðar, „er með það
sem kallast ellidrer, eða cataract
[einnig ský á auga], þetta er algeng-
asta aðgerðin á auga,“ heldur hún
áfram og lýsir því hvernig aðgerðin
fer fram og lyktar með því að akrýl-
linsu er komið fyrir í auganu til að
auðvelda sjúklingnum daglegt líf.
Þessu fylgja frekari frásagnir af
augnkvillum, svo sem götum á sjón-
himnu og glerhlaupslosi svokölluðu
og þeim aðferðum sem beitt er á
skurðarborðinu þessu til meðhöndl-
unar sem er vægast sagt nákvæmn-
isvinna, unnin gegnum smásjá
tengda þrívíddarskjá og alls ekki fyr-
ir skjálfhenta.
Þegar hér er komið sögu í viðtal-
Gætir sjáald-
urs auga þíns
- „Reynt að fella okkur allt námið“
- Fjórir íslenskir læknar á deildinni
Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson
Efla alla dáð Gott augnsamband læknis og sjúklings verður seint ofmetið og hér horfir dr. Ragnheiður Bragadóttir
(vinstra megin) í auga sjúklings síns af þrívíddarskjá og skjámyndin því ekki alveg í fókus frá sjónarhóli lesenda.
Skurðlæknirinn Ragnheiður lauk doktorsprófi í rafeðlisfræði augans árið
1996 og hefur meðal annars fengist við sjónhimnuígræðslur á köttum.
Íslenskar Þær eru fjórar, íslensku augnlæknarnir við Ullevål, f.v. Ragn-
heiður, Helga Huld Petersen, Þóra Jónsdóttir og Valgerður Traustadóttir.
5 SJÁ SÍÐU 26
Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftib
ÓLUM
únaði
Verslunin er lokuð
laugardaginn 16. apríl